Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1977. Óþörf valdbeiting vallarlögreglu? Kona fingurbrotin og marín eftír handtöku — Enga kæru fengið segir lögreglust jóri Nokkrar stimpingar áttu sér stað á Keflavíkurveili á laugar- dagskvöld á milli tveggja lög- reglumanna og rúmlega fimm- tugrar konu. Telur konan að lögreglumennirnir hafi sýnt óþarfa hrottaskap og sér all- nokkuð á konunni eftir átökin og er hún m.a. fingurbrotin og marin víða og neglur brotnar. Konan var við vinnu á vellin- um á laugardag og hefur venju- legan vinnupassa vegna þess. Eftir vinnu fór hún að borða í svokölluðum CPO-klúbbi en þar þurfa klúbbfélagar að taka ábyrgð á gestum sínum, og tók einn varnarliðsmaður ábyrgð á konunni. Um kl. 8 fór kónan úr klúbbnum og i leigubil, sem beið fyrir utan en skildi kápu sína eftir í klúbbnum. Þegar hún var setzt inn í bílinn komu að tveir lögreglumenn og báðu hana um passa. Hún afhenti þeim passa sinn en þeir sögðu það ekki vera nóg og þyrfti hún að hafa gestapassa og væri því ólögleg og skyldi koma með þeim á lögreglustöðina. Konan sagðist þá ætla að ná i kápuna en þá var gripið um úlnliðina á henni en hún spyrnti á móti. Tveggja mánaða strit á að blómstra á föstudaginn: BUFFALO BILL ÞEIRRA í FLENSBORGARSKÓLANUM Menningarfélag Flensborgar- skólans er stórtækt í verkefna- vali. Annað árið í röð ræðst félag- ið í það að sviðsetja viðamikið leikrit. Fyrir valinu nú varð leik- ritið Indíánar eftir Arthur Kopit í þýðingu Óskars Ingimarssonar. Frumsýning verður á föstudags- kvöldið og þá blómstrar tveggja mánaða látlaust starf 27 leikenda og um 10 annarra nema sem hafa unnið af kappi og mikilli sam- vizkusemi við gerð búninga, leik- tjalda og hinna margvíslegustu leikmuna. Leikritið skrifaði höfundurinn á árunum 1966-68 og eru atburð- irnir í Víetnam kveikjan að því. Royal Shakespeare flokkurinn frumflutti það í London 1968, ári síðar var það sviðsett i Washing- ton og Þjóðleikhúsið flutti það 1972-73 og nú er röðin komin að Flensborgarskóla. Leikritið fjallar um hlutskipti Indíána og það hvernig réttur minnihlutahópa er fótum troðinn af þeim sem meira mega sín. Aðalsöguhetjan, Buffalo Bill, er vinur Indíánanna og góði strákur- inn sem vill öllum vel og er óendanlega hjálpsamur en verður óafvitandi sá sem einna helzt stuðlar að niðurlægingu Indíánanna. Ráðgerðar eru í fyrstu fimm sýningar auk frumsýningarinnar og verða þær frá 20.—27. nóvem- ber. Sala miða og upplýsingar er að fá í Flensborgarskóla, síma 53392. - ASt. Hún var þá tekin með valdi í lögreglubílinn, dró annar lög- regluþjónninn konuna inn í bíl- inn en hinn ýtti en konan streittist stöðugt á móti. Síðan var farið með konuna á lögreglustöðina en ekki var tek- in skýrsla af henni. Konan krafðist þess að tekin væri blóð- prufa af sér þar sem hún hafði lítið drukkið en vildi ekki vera sökuð um að hafa verið ölvuð. Því var ekki svarað. Konan segir að bæði hún og lögreglu- mennirnir hafi verið æst. Hún var spurð hvert hún ætlaði að fara að lokinni dvölinni á lög- reglustöðinni og svaraði hún því að þeim kæmi það ekki við. Var þá haft á orði að stinga henni inn en þó kom ekki til þess. Að þessu loknu fór konan til læknis og þá kom í ljós að hún' var brotin á þumalfingri hægri handar og er með marbletti á upphandlegg og neglur eru brotnar. Konan er nú í gifsi og veldur það henni erfiðleikum 1 starfi. Dagblaðið bar þessa frásögn konunnar undir Þorgeir Þor- steinsson lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Hann sagðist kannast við að lögreglan hefði verið fengin til að fjar- lægja konu, sem var undir áhrifum áfengis, frá umrædd- um klúbbi. Konan hefði m.a. klórað lögregluþjón í andliti. Hins vegar hefði konan ekki kært yfir neinni óþarfa vald- beitingu til lögreglustjóraemb- ættisins. „Það er þvl ekki hægt að segja neitt um málið á þessu stigi málsins. Rétt væri að konan gæfi skýrslu um atburð- inn áður en lengra er haldið,“ sagði lögreglustjóri. - JH Buffalo Bill Flensborgarskólans og fleiri á sviðsæfingu í Indíánum ý. P tsl- .<*- />■ l|! l Táír ffl 1 1 )jÉr 1 w ■í\\ \ mm J . i S| jLjlv', IHI V. iámm m m m W W Á> P ; 9 ✓ „VETRARSPORT 77” Tveggja daga markaðurá nýjum ognotuðum vetrarvörum Eskfirzkar húsmæður: SALTA AF KAPPI TVISTA Á EFTIR Eskfirzkar húsmæður hafa heldur betur látið hendur standa fram úr ermum að undanförnu. Og skapið hefur verið í bezta lagi, eins og alltaf þegar síldin kemur. Húsmæður hafa fengið vel borg- aða aukavinnu svona rétt fyrir jólin. Að meðaltali hafa þær saltað 100 tunnur á viku, en það gerir 100 þúsund krónu vikulaun. Konurnar hafa neitað tíma- vinnu sem karlmennirnir verða þó að sætta sig við. Þykir mönn- um hér eystra að jafnréttismálin hafi snúizt við. Að lokinni söltun hafa konurn- ar átt það til að bregða sér á ball í sínu bezta pússi. Þar er tvistað af kappi. Austfirzkar konur láta mikla vinnu engin áhrif hafa á lífsgleði sína. - Regína. „Vetrarsport ’77“ nefnist vetrarvörumarkaður sem Skíða- deild iR efnir til á laugardaginn og sunnudaginn. Er þetta gert að fyrirmynd erlendis frá þar sem slíkir markaðir eru árvissir at- burðir. ÍR-ingar bjóða upp á 500 fer- metra salarkynni að Ármúla 21 í húsi Vatnsvirkjans. Þar verður opinn markaður fyrir alla þá sem vilja selja eða kaupa notaðar eða nýjar vetrarvörur, skíðabúnað, skíðafatnað, hlífðarfatnað. skauta, sleða o.fl. o.fl. Gefin verða góð ráð og aðstoðað við verðlagn- ingu. Það er stöðugt vandamál fyrir unglinga t.d., sem þurfa stærri skíði og skó á hverju ári, eða annað hvert ár, að fá sér nýtt á sanngjörnu verði, því hér er oft um vandaðan og dýran búnað að ræða. Sumir hætta iðkun skíða- eða skautaíþrótta og vilja losna við góða hluti á sanngjörnu verði. Margir liggja með dýrar og vandaðar vetrarvörur, jafnvel ónotaðar, í geymslum og á háa- loftum en hafa ekki sinnt því að selja þær þar sem slíkt kostar umstang og fyrirhöfn. Margir sem hafa veigrað sér við iðkun vetraríþrótta vegna stofn- kostnaðar ættu að eiga þarna möguleika á að fá það sem þá vantar á viðráðanlegu verði. Markaðurinn er opinn á laugar- daginn og sunnudaginn frá 2—7. Munum er veitt móttaka á fimmtudags- og föstudagskvöld kl. 8—11 og eftir 10 á laugardag. - ASt. Próf kjör sjálfstæðismanna um helgina: SV0NA Á AÐ BERA Alþingisprófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík fer fram dagana 19., 20. og 21. nóvem- ber. Kjörstaðir verða 7. Til þess að úrslitin í prófkjör- inu verði bindandi fyrir kjör- nefnd þurfa 8007 Reykvíkingar að taka þátt í því og auk þess þurfa einstakir frambjóðendur að fá minnst 50% greiddra at- kvæða. Atkvæðisrétt hafa allir stuðningsmenn D-listans í al- þingiskosningþm sem náð hafa 20 ára aldri hinn 25. júní 197. og eiga lögheimili í Reykjavík. Meðlimir Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hafa atkvæðisrétt ef þeir hafa náð 18 ára aldri á fyrrgréindum tíma og eiga lög- heimili í Reykjavík. Nöfnum frambjöðenda er raðað eftir stafrþfsröð á at- kvæðaseðla. Kjösa skal fæst 8 V m. i wp—i- ............ frambjóðendur og flest 12 með því að setja kross fyrir framan nöfn þeirra sem óskað er að' verði á endanlegum framboðs- lista. Samkvæmt framansögðu eiga óflokksbundnir menn atkvæðis- rétt í prófkjörinu en rétt er að benda á mismunandi lágmarks- aldur kjqsenda í því sambandi. Skoðanakö'Viu'i Samtímis prófkjörinu gefst þátttakendum kostur á að taka afstöðu til eftirtalinna mál- efna: 1. Eruð þér hlynntur því að rekstur útvarps verði gefinn frjáls? 2. Teljið þér að lækka beri kosningaaldur í alþingis- og sveitarstjórnakosningum í . 18 ár? SIG AÐ VIÐ AÐ KJÓSA 3. Eruð þér hlynntur þvi að varnarliðið taki þátt í kostn- aði vegna þjóðvegagerðar hér á landi? 4. Eruð þér hlynntur því að leyfð verði bruggun og sala áfengs öls á íslandi? 5. Eruð þér hlynntur því að að- setur ráðuneytanna verði í gamla miðbænum svo- nefnda? Laugardaginn 19. og sunnu- daginn 20. nóvember verða kjörstaðir opnir frá kl. 14—19. Mánudaginn 21. nóvember verður opinn kjörstaður í Val- höll, Háaleitisbraut 1. kl. 13.30—20.30. Sérstök upplýsingamiðstöð verður "starfrækt á meðan kosn- ing stendur yfir Upplýsinga- síminner 82900. Kjörstaðir — kjörhverfi 1. KJÖRHVERFI: Nes- og Mela- hverfi, Hringbraut, sem fylgir hverfinu og öll byggð sunnan hennar. Kiörstaður: KR-heimili við Frostaxkjól. 2. KJÖRHVERFI: Vestur- og Miðbæjarhverfi, öll byggð vestan Bergstaðastrætis, Öðins- götu og Smiðjustígs, sem fylgir hverfinu og norðan Hring- brautar. KJÖRSTAÐUR: Gróf- inni 1. 3. KJÖRHVERFI: Austurbær, Norðurmýri, Illíða- og Holta- hverfi. Hverfið takmarkast af 1. og 2. kjörhverfi í suður og vestur. Kringlumýrarbraut í austur en að Laugavegi og Skúlagötu i norður. sem fylgir hverfinu. Kjörstaður: Templarahöllin v/Eiríksgötu. 4. KJÖRHVERFI: Laugarnes- hverfi og Langholt, öll byggð norðan Suðurlandsbrautar og hluta Laugavegs. Nefndar götur fylgja ekki hverfinu. Kjörstaður: Samkomusalur Kassagerðar Reykjavíkur v/Kleppsveg. 5. KJORHVERFI: Háaleitis-, Smáibúða-, Bústaða- og Foss- vogshverfi. Hverfið takmarkast af Kringlumýrarbraut í vestur og Suðurlandsbraut í norður, sem fýlgir hverfinu. Kjörstað- ur: Valhöll, Háaleitisbraut 1. 6. KJÖRHVERFI: Arbæjar- og Seláshverfi og önnur byggð Reykjavíkur utan EUiðaáa. K.IÖRSTAÐUR: Coca Cola. Draghálsi. 7. KJÖRHVERFI: Breiðholts- hverfi. Öll b.vggð í Breiðholti. Kjörstaður: Seljabraut 54. - BS V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.