Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. NÖVEMBER 1977. Jdnas Bjarnason efnaverkfræðingur: „SKRIFA ÚT ÓÚTFYLLTA TÉKKA Á ÞJÓÐFÉLAGIД að koma til greiðsla á raunvöxtum á lánum. Fólk telur sig alltaf vera að hagnast á verðbólgu. Þá m^ nefna, að við samningagerð í kjarasamningum verða menn að gera sér grein fyrir raunverulegri greiðslugetu atvinnugreinanna, í stað þess að skrifa sífellt út óút- fyllta tékka á þjóðfélagið": HP Guðmundur Ámundason bif reiðarst jóri: „Umbætur í umferðarmálum Ililmar Fenger „Nei, ég mun ekki standa í mikilli kosningabaráttu," sagði Ölafur Hannesson prentari í viðtali við DB. „Þeir hjá kjör- nefnd báðu mig um þetta og ég sá þar tækifæri á því að koma baráttumálum Málfundafélagsins Óðins á framfæri." Ekki sagðist Ólafur hyggja á hann myndi vinna að málum Óðins, eins og áður sagði. Þar er hann í stjórn, en hefur unnið lengi að málefnum Sjáifstæðis- flokksins og setið í fulltrúaráði flokksins hér í Reykjavík. „Sjónarmið Öðins eru m.a. þau, að allir hafi hér fulla atvinnu.1' Bjami Guðbrandsson pípulagningameistari: „FÓLK VERÐUR AD FÁ AÐ RÁÐ- STAFA SÍNUM FJÁRMUNUM...” sagði Ólafur. „Þá viljum við berjast fyrir fullri verðtryggingu peninga og eins eru húsnæðismál okkur ofarlega í huga. þ.e. lána- mál varðandi húsbyggingar, scm við teljum vera í miklum ólestri. á meðan ekki er hægt að fá nein lán, sem einhverju nema vegna kaupa á gömlum íbúðum. en það tel ég vera eina helztu ástæðuna fyrir því, hversu borgin hefui teygt úr sér og húsrými nýtist illa.“ HP hellur," sagði Bjarni. „Það er trú min að það lagist ekki fyrr en fólk fær að ráðstafa sínum fjár- munum sjálft að miklu meira leyti en nú er.“ Bjarni sagðist vilja berjast fyrir bættu atvinnuastandi í Reykjavík og eins myndi hann láta málefni byggingariðnaðarins til sin taka. „Það kæmi húsbyggjendum verulega til góða ef tollar og skattar af byggingarefni yrðu rýmkaðir og ég held að þá mætti leggja Húsnæðismálastjórn niður. Varðandi kaup fólks á íbúðarhús- næði, er tvennt' til í því máli — fólk sem er að kaupa notað, en ekki mjög gamalt, situr að mínu viti við sama borð og það sem er að kaupa nýtt eða byggja en það er fólkið sem er að kaupa gamalt húsnæði sem þyrfti að fá sömu fyrirgreiðslu." - HP Olafur Hannesson Bjarni Guðhrandsson „Ég hef starfað í Sjálfstæðis- flokknum undanfarin tíu ár en framboð þetta er til orðið fyrir tilstilli kjörnefndar," sagði Bjarni Guðbrandsson pípulagninga- meistari í viðtali við DB. Bjarni hefur verið í fulltrúaráði flokks- ins og í stjórn verkalýðsmála- nefndar hans og er núna for- maður hverfafélags Skóga- og Seljahverfis. „Meðferðin á opinberum fjár- munum er orðin fyrir neðan allar „Auðvitað er ég að þessu af mikilli alvöru," sagði Hilmar Fenger stórkaupmaður í viðtali við DB. „Það má að vísu segja, að tíminn til kosningabaráttu sé naumur, en ég mun mæta á þá fundi, sem mér hefur verið boðið til og eins hyggst ég nota tímann sem eftir er til einhverra blaða- skrifa.“ Hilmar hefur lengi unnið að baráttumálum Sjálfstæðisflokks- ins, átt sæti í fulltrúaráði, og starfaði í Hcimdalli fyrr á árum. „Ef ég verð kjörinn á þing, mun ég auðvitað beita mér fyrir umbótuin á sviði fjármála og efnahagsmála, sem ég hef lengsta reynsluna í og hef sennilega verið beðinn að taka þátt i þessu próf- kjöri vegna þess," sagði Hilmar að lokum. HP „Það voru nokkrir ágætir kunningjar mínir, sem komu mér út í þetta framboð," sagði Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur í viðtali við DB, en hann er í fram- boði til prófkjörs fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Reykjavík. „Ég verð að viðurkenna, að ég hafði ekki hugmynd, hvað ég var að fara út í, en sé svo sannarlega ekki eftir því, því viðbrögð fólks hafa verið ákaflega jákvæð." Stuðningsmenn Jónasar hafa þegar dreift bæklingi um hann í hús hér í Reykjavík, en sjálfur sagðist hann ekki hafa mikla trú á fundarhöldum til kynningar, mætingar á slíka fundi væru yfir- leitt ekki góðar. Sagðist hann heldur myndu einbeita sér við að rita greinar í blöð. Jónas er kunnur fyrir störf sín í Bandalagi háskólamanna en innan flokksins Hilmar Fenger stórkaupmaður: „Framboð ífullri alvöru” og vegakerfi nauðsynlegar” Kristján Ottósson blikksmiður: „UPPBYGGING ATVINNULÍFS HÉR í REYKJAVÍK...” -,,Eg hef sótt einn kosningafund uppi í Breiðholti síðan kjörnefnd fór fram á það við mig, að ég yrði í framboði," sagði Kristján Ottós- son blikksmiður í viðtali við DB. „Eg á ekki von á neinni frekari kosningabaráttu, en er auðvitað tilbúinn í slaginn." Kristján hefur starfað í full- trúaráði flokksins og verið ritari verkalýðsmálanefndar hans. „Uppbygging atvinnulífs í Reykjavík er mér efst í huga," sagði Kristján ennfremur. „Þá eru það félagsmálin, sem eru það stór málaflokkur, að ógerningur er að gera grein fyrir þvi í stuttu viðtali. En þetta eru þeir mála- flokkar, sem ég myndi beita mér fyrir.ef ég yrði kjörinn." HP Pétur Sigurðsson. Kristján Ottósson > Ólafur Hannesson prentari: „STYÐ EINDREGIÐ BARÁTTUMÁL MÁLFUND AFÉLAGSINS ÓÐINS...” Jónas Bjarnason Guðmundur Arnason hefur hann starfað í Heimdalli og landsmálafélaginu Verði. „Ég mun aðallega beita mér fyrir umbótum á sviðum atvinnu og menntamála," sagði Jónas. „Atvinnumálin hafa orðið að sæta því, að beitt hefur verið allt of gömlum aðferðum, þ.e. kaup á fiskiskipum og í heild offjárfest- ingar, byggðar á erlendum lántökum. Þetta er blaðra, sem hlýtur að springa. Atvinnufram- boð er hér ekki nándar nærri nógu fjölbreytt. Verðbólgan er hins vegar það vandamál, sem verður að hafa algjöran forgang," sagði Jónas. „Það eru til mörg ráð, sem ekki hafa verið notuð, t.d. notkun verð- jöfnunarsjóða í sjávarútveginum og eins má nefna, að hér verður „Nei, þetta var nú ekki mitt frumkvæði, heldur kjörnefndar," sagði Guðmundur Ámundason bifreiðarstjóri og frambjóðandi til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Enda held ég, að þetta verði sjálfsagt ekki nein barátta um mig persónulega, heldur vil ég með þessu sýna stuðning minn við flokkinn," sagði Guðmundur. Guðmundur hefur unnið mikið að málefnum bifreiðarstjóra. bæði í bifreiðastj.óráfélaginu Frama og einnig á Hreyfli, þar sem hann vinnur. „Ég myndi að sjálfsögðu beita mér fyrir miklum umbótum á umferðarmálum, hérlendis, ef svo vildi til, að ég yrði kjörinn á þing. Umbætur á vegakerfinu eru nauðsynlegar og eins vil ég „Framboð mitt er fyrst og, fremst stuðningsyfirlýsina við flokkinn, ég hef ekki safnað neinum undirskriftum, en var beðinn um þetta af kjörnefnd.' sagði Pétur Sigurðsson, kauo maður (Herradeild PÖ) í viðtali við DB. „Þar af leiðir, að kosningabarátta mín hefur ekki verið stórbrotin, — ég komst því miður ekki á kynningarfundinn, sem haldinn var uppi í Breið- holti. Eg hef starfað fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, síðan ég vai' ungur maður og ef svo færi, að ég yrði kjörinn á þing, yrði ég náttúrlega að taka mig saman I andlitinu," sagði Pétur enn- fremur. „Þar myndi ég að sjálf- sögðu beita mér fyrir málefnum verzlunarinnar, sem ég tel hafa verið mjög afskipta hérlendis að' undanförnu. Má reyndar segja, að hún búi við þau kjör hér sem ekki þekkjast erlendis nema á stríðs- tímum, svo mikil eru höftin orðin." HP iðnaðinum allt hið bezta og myndi styðja hann af heilum huga," sagði Guðmundur ennfremur. HP Pétur Sigurðsson kaupmaður: „VERZLUNIN HÉRLENDIS EINS OG Á STRÍÐSTÍMUM”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.