Dagblaðið - 11.07.1978, Side 2

Dagblaðið - 11.07.1978, Side 2
2 ✓ DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978. T-------- Raddir LOKUN SIONVARPSINS BITNAR Á GAMLA FÓLKINU lesenda Hringið í síma 27022 milli kl. 13 ogl5 eða skrifið Að f leyta kerlingar á annarra kostnað Sigmundur Örn Arngrimsson skrifar: Ekki veit ég hver þú ert, sem hróp- aðir skipandi röddu til mín og fimm ára dóttur minnar, þvert yfir Norðurá, að kvöldi 5. júli. Þú ætlaðir víst að fara að veiða ásamt öðrum — kannski föður þínum. Á þessu fagra sumar- kvöldi var ég hins vegar að kenna dóttur minni að fleyta kerlingar. Þetta hafði faðir minn kennt mér og sjálf- sagt faðir hans honum og þannig Ökukennsla Kennsluþifreiðin er Toyota Cresida ’78 og annað ekki. Geir P. Þormar ökukennari. Simar 19896 og 21772 (sims vari). - áfram svo lengi sem flatur steinn hefur fundist við fjöruborð. — Hættið að henda grjóti þarna í ána, kallaðir þú með valdsmannsleg um rómi þess sem þekkir sinn rétt. Og þegar ég, meira af kergju vegna yfir- lætisins í rödd þinni en fávisku, spurði hvers vegna, þá svaraðir þú því til að þú hefðir ána á leigu. Við skyldum bara h^tlda okkur innan girðingar, ef við værum að rífa kjaft. Við hættum náttúrlega að kasta, enda erfitt að munnhöggvast þvert yfir Norðurá. Auk þess hefur mér verið innrætt eins og öðrum börnum að vægja fyrir þeim sem hafa gull- tryggðan réttinn sín megin. Víst skil ég reiði þína. Fiskurinn fældur á brott og fjármunum kastað á glæ. Rósemi veiðimannsins fokin út í veður og vind, þegar skapið ólgar. Víst skil ég reiði þína, en kurteisi kostar ekkert. Að kurteisi kosti ekkert er auð- vitað barnalegur málkækur, sem engin ástæða er til að taka mark á, þegar maður veit að allt fæst fyrir peninga. Hér hefði málinu auðvitað átt að vera lokið. Mér var ljóst að þú hafðir réttinn þin megin og af skörpu innsæi gat ég skilið og fyrirgefið reiði þína og frekjulegan raddblæ. En málinu var ekki lokið. Þegar ég þurfti að útskýra fyrir dóttur minni hvers vegna við urðum að hætta að fleyta kerlingar svo þú gætir leikið þér með dýru leikföngin þin; löngu stöngina, stígvélin, sem ná uppfyrir þykkildið kringum naflann, að ógleymdum gleraugunum, sem gera fórnardýrin ekki lengur óhult, þá vafðist mér tunga um tönn. Hún skildi ekki þetta með gull- tryggða réttinn. Ég átti líka í erfiðleik- um með rökstuðninginn. Sennilega hef ég ekki trúað nægilega á að þinn réttur væri meiri en okkar, þó svo ég hafi beygt mig í þetta skipti. Þess vegna finnst mér að best fari á þvi að þú rökstyðjir þennan rétt þinn sjálfur. Illa trúi ég þvi að þú hafir sagt okkur að hypja okkur inn fyrir girðinguna af því að þú gast ekki stutt rétt þinn rökum. Ég efast ekki um að þér tekst það. Ég bý mig að minnsta kosti undir það að verða að taka ána á Sjónvarpsnotandi skrifar: Hvemig getur sjónvarpið komizt upp með það ár eftir ár að hætta út- sendingum í heilan mánuð ár hvert? Hver ræðurþessu? Það er vitað að í fyrstu -var fáliðað hjá sjónvarpinu og lokunina mátti skýra sem óhjákvæmilega neyðarráð- stöfun. Mannfæðerekki lengurafsök- un, starfsliðið er nú margfalt á við það semþað varíbyrjun. Hvernig skyldi þvi verða tekið ef t.d. hljóðvarp, Póstur og sími og Veð- urstofan hætti allri starfsemi i heilan mánuðárlega? Þessa vitleysu er ekki hægt að líða öllu lengur. Lokun sjónvarpsins bitnar fyrst og fremst á gamla fólkinu, sem heilsunn- ar vegna er bundið við sinn íverustað árið um kring. „Vist skil ég reiði þina. Fiskurinn fældui á brott og fjármunum kastað á glæ. Ró- semi veiðimannsins fokin út í veður og vind, þegar skapið ólgar. Víst skil ég reiði þína, en kurteisi kostar ekkert.” leigu i næsta skipti sem mig langar til Það verður dýrt sport, satt er það. að fleyta kerlingar i friði fyrir þér og en nokkur sárabót er þó að grjótið þinum líkum. kostar ekkert — enn þá. Hreinsið ruslið á þessari lóð Þessa ljósmynd tók Ari Krisdnsson Ijósmyndari af lóðinni sem bréfritari kvartar ytlr. íbúi I Bústaðahverfi skrifaði okkur bréf og vakti athygli á þvi að í austan- verðu Bústaðahverfi er ófrágengin lóð sem er til mikillar óprýði. Vildi íbúinn að þar yrði hreinsað til hið fyrsta. Þessari áskorun er hér með komið áframfæri.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.