Dagblaðið - 11.07.1978, Side 24

Dagblaðið - 11.07.1978, Side 24
Forystubáturinn lenti í ógöngum og villtist: ÁTTAVITINN FÓR AÐ SNÚAST EINS OG SKRÚFAN Það var þó ekki einungis þetta sem brást, heldur var talstöðvarsamband við bátinn lítið sem ekkert í nótt vegna bágborins ástands talstöðvar þeirra sem þó hafði verið yfirfarin í Eyjum i gær. í blindþokunni siðari hluta leiðar- innar í gær voru þessi þrjú tæki ein- mitt hvað þýðingarmest til að rata í gegnum grámann. Hinir bátarnir höfðu þá ekki heyrt í báti 05 lengi en vonuðust til að það væri vegna for- skots hans, sem hann hafði fljótlega unnið. Einnig hafði samband við 05 verið slæmt á sunnudag. „Það skeði tvennt i senn; áttavitinn fór að hringsnúast, jafnvel eins dug- lega og sjálf skrúfan. Svo bilaði mílu- teljarinn lika og gaf alrangar upplýs- ingar,” sögðu þeir Hafsteinn og Run- ólfur á báti 05 þegar þeir komu til Hafnar í Hornafirði kl. rúmlega fimm í morgun. Síðla kvölds heyrðist svo frá bátn- um og af vandræðum hans. Sigldu þá hinir bátamir þrir í „breiðfylkingu” þí nokkurn tíma og leituðu en án árang urs. Ekki náðist aftur samband við bát 05 svo hinir þrir ályktuðu að hann væri aftur kominn langt framúr. Það var ekki fyrr en komið var rétt austur undir Höfn að ljóst varð að þeir Haf- steinn og Runólfur voru einhvers Keppendurnir fjórir sem komust frá Eyjum á tilsettum tima bruna út úr höfninni þar mót opnu hafi. Th. — DB-myndir Ragnar staðar rammvilltir. Þeir félagar þökkuðu það að villan varð ekki verri því að þeir sáu þrívegis þokunni. Komu þeir síðastir til Hafnar til lands skamma stund i gegnum rof i upp úr kl. fimm í morgun. - GS Áætlun ofurkappa sem dregizt hefur afturúr vegna bilana: ÆTLAR HÁLFAN HRINGINN ÁN ÞESS AÐ SOFA EF MEÐ ÞARF Ofurkappinn Gunnar Gunnarsson á bát nr. 08 virðist með öllu „ódrepandi”. Hann barðist til Eyja eins og bátur 05 fyrstu nóttina og lyktaði þeirri ferð þannig að rétt utan við hafnarkjaftinn í Eyjum bilaði bátur hans og þurfti á að- stoð að halda síðustu metrana. Var ýmislegt úr lagi gengið en þrátt fyrir það var Gunnar ekki á þeim buxunum að gefast upp, heldur vildi hann hefja við- gerð i hvelli. Henni var ekki lokið þegar bátamir voru ræstir frá Eyjum kl. 17 i gær en jafnskjótt og hægt var lagði Gunnar af stað. Ekki vildi betur til en svo að bilanir heftu aftur ferð hans og varð hann að snúa aftur til Eyja. Hóf Gunnar enn einu sinni viðgerð og er DB hafði sam- band við hann í nótt átti hann von á varahlutum kl. níu i morgun og hugðist leggja upp jafnskjótt og þeir væru komn'- irásinnstað. Ekki óttaðist hann forskot hinna, taldi sig geta unnið það upp á leiðinni til Akureyrar með þvi að sleppa svefni. —GS. Fæddi tvfbura í 500 f eta hæð — einstæð fæðing í flugvéL Skilið á milli með vasahníf Ung kona ættuð úr Reykjavík ól í gær tvíbura er hún var á leið til Reykjavíkur í Islander-flugvél Flugfé- lagsins Arna frá ísafirði. Var þetta fyrsta fæðing konunnar, sem er innan við tvitugt. Tvíburarnir fæddust hátt á annað mánuð fyrir tímann en þeir voru allhressir er þeir komu í fæðing- ardeild Landspitalans og líðan þeirra var óbreytt i morgun. Helgi Jónsson héraðslæknir í Bol- ungarvik var með i flugferðinni suður, en hann hafði talið rétt að konan væri flutt flugleiðis suður af heilsufars- ástæðum. Hörður Guðmundsson var flugstjóri í förinni. Það var skömmu eftir flugtak sem konunni elnaði sóttin og hófst fæðing- in litlu síðar sagði Helgi læknir í við- tali við DB. Hörður ákvað að fljúga lágt — lengst af i 500 feta hæð. Drengur og stúlka fæddust og tók hér- aðslæknirinn á móti við frumstæðar aðstæður, hafði lítið annað tækja en sjúkrakassa vélarinnar og skildi á milli með sótthreinsuðum vasahníf. Lækn- irinn og flugmaðurinn héldu vestur aftur í gærkvöldi eftir þessa einstæðu tvíburafæðingu í loftinu. —ASt. Forsetinn færumsagnir frá Lúðvík ogBenedikt Gunnar Gunnarsson (t.h.) hcldur vonsvikinn um borð i bát sinn I Vestmannacyjum í gær. Hann ætlar þó aö halda áfram — segist bara sofa minna fyrir bragðið. — viðræðurflokkanna komará stjórnarmyndunarstigið „Ég á von á þvi að þessir flokksfor- menn sem hafa verið að tala saman, Benedikt Gröndal og Lúðvik Jóseps- son, komi til min og gefi mér umsagn- ir,” sagði forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, í morgun. í framhaldi af því mun forsetinn taka ákvörðun um næstu skref. Margir telja að hann muni enn á ný kveðja alla formenn flokkanna á sinn fund og siðan fela einhverjum þeirra aðgera tilraun til stjórnarmyndunar. Framsóknarmenn breyttu í gær um skoðun gagnvart vinstri stjórn og lýsti yfir í viðræðum við Alþýðubandalagið að þeir væru fúsir til viðræðna um slíka stjórn. Áður höfðu þeir sagzt vilja standa utan stjórnar en heitið minnihlutastjórn „verkalýðsfloKk- anna” hlutleysi. Því eru horfur á, að „i alvöru” geti orðið viðræður um vinstri stjórn. Alþýðuflokkurinn hefur þó engu breytt fyrri skoðun, að hann vilji nýsköpunarstjórn, en flokkurinn hefur ekki með öllu útilokað vinstri stjórn. Könnunarviðræðum Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks er svo langt kom- ið að forystumenn flokkanna töldu í gær að þær ættu ekki að tefja forseta íslands við stjórnarmyndunartilraun- ir. Viðræður Alþýðubandalags og Framsóknar stóðu stutt. Framsóknar- menn vildu ekki ræða einstök málefni til þrautar fyrr en raunverulegar við- ræður um stjórnarmyndun hefjast. —HH. frjálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ1978. Kvikuhlaup á Kröflusvæðinu: „Jarðfræð- ingarnir segja aðvið getum verið alveg rólegir” DB fékk þær upplýsingar á skjálfta- vaktinni í Reynihlíð að skjálftavirknin hafi aukizt i morgun. Virtist sem kvikan sækti rr.est i norður og mældist t.d. auk- in skjálftavirkni á Húsavík. Land seig i gærkvöldi um rúman 1 sm en í nótt hafði dregið úr siginu. Kristján Ingvarsson formaður Al- mannavarnanefndar í Mývatnssveit sagði að ekki væri mikið um viðbúnað af þeirra hálfu annan en þann að fylgzt væri með skjálftamælunum. „Jarðfræð- ingarnir segja okkur, að þetta sé svo norðarlega að við getum verið alveg ró- legir,” Kristján sagði að mikið væri um ferðamenn á staðnum og gæti það orðið vandamál ef eitthvað kæmi uppá. En við erum alveg rólegir ennþá. —GAJ— Kappreiða- hestur horfinn Einn af beztu kappreiðahestúm lands- ins, Þór Þorgeirs bónda í Gufunesi, hvarf sporlaust fyrir u.þ.b. viku. Hests- ins hefur verið ákaft leitað en án árang- urs. Fyrirhugað var að hann tæki þátt í landsmótinu sem verður haldið um næstu helgi að Skógarhólum á Þingvöll- um og því var hann i toppþjálfun. Hesturinn hefur verið rólegur í haga og því þykir hvarfið undarlegt. Helzt hallast menn að því að hann hafi verið tekinn í misgripum fyrir annan hest. Hjá vörzlumanninum i Garðabæ er nú brúnn hestur i óskilum, mjög áþekkur Þór Þorgeirs. Geta menn þess til að eig- endur hans hafi misst hann og farið að leita og e.t.v. tekið Þór í misgripum fyrir þar em nú er í vörzlu í Garðabænum. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um Þór eða brúna hestinn í Garða- bænum eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Þorgeir eða lögregluna. —JH. ■ Kaupið^V> TÖLVUR OG TÖLVUUR M BANKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.