Dagblaðið - 11.07.1978, Side 5

Dagblaðið - 11.07.1978, Side 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLl 1978. 5 SNARFAR! MMBIABIB SNARFAR/ MMBIAÐIÐ SNARFAR/ Gert klárt fyrir ferðina til Hafnar. Hermann Jöhannsson á Má og Lára Magnúsdóttir á Láru. — DB-mynd Ragnar Sigurjónsson. Fjöldi manns horfði stöðugt á, þegar eitthvað var um að vera hjá sjórall- köppum. Runólfur Guðjónsson og Hafsteinn í óða önn að undirbúa Haf- rót fyrir austurförina. — DB-mynd Jónas. Eyjamenn vörðu miklum tima til að grúska í vél bignyjar asami eiganuanum, Gunnari Gunnarssyni, og Birni Árnasyni. Gunnar til vinstri á myndinni. — DB- mynd JónasGuðm. BIAÐIB SNARFARI BIAÐIB TAKK, EYJAMENN! Eyjamenn eru alveg einstakir heim aðsækja. Þaðfengu Dagblaðsmenn og Snarfaramenn að finna rétt einu sinni í gær og fyrradag þegar rallbátarnir komu þangað. Áhugi og fórnfýsi bók- staflega talað tuga manna og kvenna gerði það að verkum að timinn i Eyj- um leið eins og í draumi. Allir vildu rétta hjálparhönd, ekkert var sjálf- sagðara. Kærar þakkir, Eyjamenn. Ekki tókst öllum bátunum að kom- ast til Eyja á sunnudagskvöldið eins og til stóð. Tveir komust og annar við heldur illan leik. Hinir komu svo í gær- morgun en af stað var haldið kl. 17, nema Gunnar Gunnarsson og Björn Árnason á áttunni, henni Signýju. Sér- fræðingar í Eyjum grúskuðu í vélinni fram eftir degi eða allt þar til Sgný virtist hafa öðlazt sinn fyrri æsku- þrótt. Og af stað héldu Gunnar og Björn i humátt eftir hinum keppend- unum kl. 10.10. Ekki var öllum óhöppum af þeim fé- lögum létt. Sigldu þeir hraðan byr frá Eyjum, en sneru brátt við. Viftureim hafði bilað. Eftir.að skipt hafði verið um reim var enn snúið til hafs. Þá kom upp vandamál með kælingu vél- arinnar. Enn var snúið við. Leit helzt út fyrir í nótt að Gunnar og Björn yrðu að hætta keppni og er það skaði svo ágætir keppnismenn sem þeir eru. Farstöðvaeigendur í Eyjum voru al- veg ómetanlegir og fylgdust með og höfðu samband viö keppendur lengst af. Þar reyndist Kristinn Kristinsson, landsþekktur farstöðvareigandi, sann- arlega réttur maður á réttum stað. Þegar bátarnir komu inn stefndi hugurinn þó mjög i eina átt — eða voru þær tvær? Það var þá fyrst Gest- gjafinn en þar beið kokkurinn reiðubú- inn hvenær sem á þurfti að halda með þessa dýrindis kjúklinga. Um borð í hraðbát á fleygiferð verður ■ : mikið úr matargerðarlisf. Og annað sem menn dreymdi um, einkanlega báts- verjana sem komu inn á sunnudag Oj- aðfaranótt mánudags — rúmin á Hót- el Vestmannaeyjum. Sennilega hafa engir hvílzt jafn vel á þeim stað fyrr. Bátsverjar héldu svo af stað frá Eyj- um með góðar minningar um tiltölu- lega stutt stopp en áreiðanlega munh þeir koma aftur, siglandi eða bara fljúgandi. —ÓG— Sigfínga- keppni föstudag og /augardag 14. og 15. júlí verður opið mót í siglingum á Fossvogi. Tilkynnið þátttöku í síma 13177 eða 52779 fyrir fimmtudagskvöld. Siglingasamband íslands Sérhæfum okkur í I LV'.hM Seljum í dag: Saab 96árg. '71,1740 rúmcentimetra mótor, ca llOhestöfl. Bifreiöin erhvit ogsvört með útvíkkun á brettum. Bifreiöinnifylgir allur útbúnaður til rallíaksturs, svo sem veltigrind, 4 punkta öryggisbelti, twin master speed pilot, öryggishjálmar, kastarar ogfleira. Saab 96 árg. 72, ekinn 79 þús. km Saab 96 árg. 72, ekinn 73 þús. km Saab 99árg. 72, ekinn 98 þús. km Saab 99árg. 73, ekinn 97 þús. km Saab 99 árg. 74, ekinn 68 þús. km Saab 99 combi árg. 75, ekinn 44 þús. km Saab 99 árg. 76, ekinn 39 þús. km Saab 99 árg. 76, ekinn 53 þús. km. Látið skrá bíia, höfum kaupendur að ýmsum árgerðum. BDÖRNSSON Aco BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI 81530 REYKJAVÍK

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.