Dagblaðið - 11.07.1978, Side 9

Dagblaðið - 11.07.1978, Side 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978. 9 „Skáta- sirkusinn” og skemmtana- skatturinn: TOLLSTJÓRAEMBÆTTIÐ ÁKVEÐUR FREKARIAÐGERDIR Ráðuneytisstjórinn í menntamála- ráðuneytinu hefur ritað embætti toll- stjóra bréf og vakið athygli á frétt DB sl. föstudag um „skátasirkusinn”. Er það i valdi tollstjóra að ákveða frekari aðgerð- ir. í umsókn Bandalags íslenzkra skáta um niðurfellingu skemmtanaskatts af sirkushaldi Gerry Cottle i Laugardals- höll segir: „Væntanlegum hagnaði af þessari skemmtun verður varið til skáta- hreyfingarinnar á íslandi, m.a. til æsku- lýðsheimila og ýmissrar annarrar félagslegrar aðstöðu fyrir íslenzkt æsku- fólk.” í svarbréfi menntamálaráðuneytisins segir að það skilyrði sé sett fyrir niður- fellingu skemmtanaskatts að allur ágóði af sirkussýningunni renni til æskulýðs- heimila á vegum skátahreyfingarinnar. Ljóst er að Bandalag islenzkra skáta ætlaði að hafa fyrirmæli þessi að engu. Páll Gíslason, skátahöfðingi, hefur í samtali við DB viðurkennt að a.m.k. 50% ágóðans hafi átt aðgreiða fyrirtæk- inu Jóker hf., sem er í eigu tveggja starfsmanna Bandalags islenzkra skáta, framkvæmdastjórans og fjármálastjór- ans. -GM pr i j .« r 1 f Jy Árni Gunnarsson alþingismaður (A): „U ngir þingmenn þurfa hreinlega f skóla” DAGBLAÐIÐ kynnir nýju þingmennina: Árni Gunnarsson alþingismaður, — við simann á blaði sinu. — DB-mvnd Ari. Árni Gunnarsson var i framboði fyrir Alþýðuflokkinn í Norðurlands- kjördæmi eystra og náði kjöri sem 11. landskjörinn þingmaður. Árni er fæddur 14. april 1940 á Isafirði. Hann stundaði flugnám, en síðan hefur hann aðallega starfað við fjölmiðlun. Hann var blaðamaður á Alþýðublað- inu og fréttamaður og varafréttastjóri Rikisútvarpsins í 11 ár. Þá var hann fréttastjóri Visis um skeið og nú undanfarið ritstjóri Alþýðublaðsins. Árni mun nú á næstunni láta af störfum sem ritstjóri Alþýðublaðsins. „Það er samkvæmt reglu, sem ég tel að eigi að vera á starfi þingmanna,” sagði Árni i samtali við DB. „Ég og fleiri yngri þingmenn i Alþýðuflokkn- um teljum að þingmenn eigi ekki að sinna öðrum störfum en þingstörfum. Þingstarfið er það margþætt, að það þarf að kynna sér það rækilega, þannig að menn standi ekki eins og gapuxar.” Engin ákvörðun hefur verið tekin enn um nýjan ritstjóra Alþýðublaðs- ins. „Öll mál blaðsins eru í deiglunni. og verður nánar fjallað um þau i helztu stofnunum flokksins. En ég tel að ekki verði hjá því komizt að gefa blaðið út. Það er heimska að hafa ekk- ert málgagn, miðil á milli flokks og flokksmanna. Stjórnmálaflokkur, sem ekki hefur málgagn dregst óhjákvæmi- lega aftur úr. En ég tel að frjálsu og óháðu blöðin eigi mikinn tilverurétt. Þau höfðu tals- verð áhrif til þess að losa þetta fasta fylgi og komu róti á fylgið. Ég vona að svo verði og framvegis, því það er bezta vörn lýðræðisins að fólkið segi stjómmálamönnunum álit sitt á þeim." Hugar að silungi í frístundum „Fram að þingbyrjun mun ég gera sitt af hverju. Ég mun fara um Norðurland eystra og hitta þar fólk, sem barðist með mér. Þá mun ég kynna mér stöðu atvinnumálanna i kjördæminu. Þaðer t.d. mikilla endur- bóta þörf á Raufarhöfn og Þórshöfn. Þá mun ég að einhverju leyti leggj- ast undir feld og lesa mér til um efna- hagsmálin, meira en ég hef gert. í þingflokki okkar er mikið af ungum mönnum, sem þurfa hreinlega að fara í „skóla” m.a. til þess að kynna sér þingsköp. Nú, ég á eftir að taka mér sumar- leyfi og mun nota það til veiða og úti- vistar. Ég þekki lítið vatn, á Rang- árvöllum. Þangað fer ég oft á ári og dvel hjá minu góða vinafólki. Þarna hef ég smá silungsrækt og fer til þess að athuga hvernig fiskurinn hefur það. Að vetri til stunda ég skiðaferðir. Ég er með hæfilega veiðidellu á sumrin og skíðadellu á veturna.” Endurskoða þarf lánamál til íbúðabygginga „Þau mál, sem ég mun einkum beita mér fyrir á þingi, að frátöldum brýnum úrlausnarefnum eins og t.d. efnahagsmálum, eru húsnæðismál. Lán til ibúðabygginga eru einn alvar- legasti og erfiðasti þáttur i okkar þjóð- félagi. Ungt fólk reisir sér hurðarás um öxl en allir reyna að fjárfesta. Þetta er drjúgur þáttur í verðbólgunni, en hús- byggingar eru ekki arðbær fjárfesting. Lánsfé er tekið úr bönkum frá öðrum arðbærari. Stórefla þarf Húsnæðis- málastofnun rikisins og stuðla að þvi að ungt fólk fái allt að 80% af kostn- aðarverði íbúðabygginga lánuð til langs tima. Þessi lán væru verðtryggð en auðveldara að standa undir afborg- unum af svo löngum lánum. Þá þarf að koma i veg fyrir þá niðurlægjandi göngu, sem svo margir þurfa að ganga til bankastjóra. Ég tel,” sagði Árni. „að þessar þungu byrðar sem lagðar eru á fólk, valdi miklu um dapra sálarheill íslend- inga. Af þessu leiðir m.a. að eyða þarf miklum fjármunum í byggingu geð- sjúkrahúsa og drykkjumannahæla. Áhugi minn hefur frekað legið á mannlega sviðinu en malbikunarsvið- inu. Einnig hef ég verulegan áhuga á utanríkismálum og þróun þeirra. í kjördæmi mínu má sem dæmi nefna vegamálin, en vegir eru víða svo slæmir að fólk á suðurhorni landsins gerir sér ekki grein fyrir því. Þá má nefna mál sem flokkurinn mun flytja í heild, t.d. mörg er varða launþega, at- vinnulýðræði og vinnuvemd. Það er mín persónulega skoðun að nýsköpunarstjórn sé líklegust til þess að geta sætt stríðandi öfl i þjóðfélag- inu, þ.e. aðila vinnumarkaðarins. Ég tel eðlilegast að Alþýðuflokkurinn hafi forystu um þá stjórnarmyndun, þar sem pólitísk staða hans er á milli Al- þýðubandalags og Sjálfstæðisflokks. Þá náði flokkurinn einnig beztum ár- angri í nýliðnum kosningum. Ég vil ekki útiloka vinstri stjórn en hætt er við að minnihluta stjórn hefði lítil áhrif og entist aðeins i skamman tíma.” Árni Gunnarsson er kvæntur Hrefnu Filippusdóttur og eiga þau 14 ára gamla dóttur. Sjórall DB og Snarfara: OKKAR MENN LANDLEIÐINA Þessir ungu menn fylgja Sjóralli Dag- blaðsins og Snarfara eftir og aka á Ford Bronco landleiðina í námunda við báta- lestina. Hafa þeir talstöð til umráða og ná bátunum á bylgju 5. Fulltrúar DB cru þeir Gissur Sigurösson, blaðamaður. sem mestan heiður á af t'ramkvæmd Sjó rallsins, Ásgeir H. Eiríksson frá auglýs- ingadeild Dagblaðsins og Ragnar Th. Sigurðsson, Ijósmyndari, sem festir at- burðinn á filmur sínar. Myndin var tekin á sunnudaginn þeg- ar lagt var upp frá höfuðstöðvum rit- stjórnar aö Siðumúla 12. DB-mynd Ari. Fulltrúar Findhorn háskóla f heimsókn: Alfarnir hjálpa til í garðvinnunni „Já, við erum þess fullviss að álfarnir hjálpa til í garðinum okkar ásamt öðrum góðum öndum,” sagði fulltrúi Findhom- háskólans skozka, Peter Caddy, m.a. á fundi með blaðamönnum í gær en hann er einnig einn frumkvöðla skólans. Find- horn-háskólinn, stofnaður 1962, í út- jaðri þorpsins Findhorn í Norður-Skot- landi. 1 skólann koma 3—400 nemendur alls staðar að úr heiminum, ættaðir frá hinum ýmsu menningarsvæðum. Bóklegt nám og verklegt Sérstaða Findhom-háskólans er fólgin í þeirri alhliða menntun sem hann veitir, þar sem hvort tveggja er lögð stund á bóklegt sem verklegt nám. Námið fer að mestu fram i hópstarfi. Að leiðarljósi eru höfð samvinna við náttúruna og sam- ræming vísinda og þjóðfélagsþróunar, þá er leitazt við að þroska skapgerð nem- enda. Skólinn er fjölbreyttur mjög, skiptist i 26 deildir. Varða deildirnar verkefni eins og t.d. húsbyggingar, múrverk, guð- fræði, heimspeki, hugleiðslu og raf magnsfræði. Stefnt er að þvi að nemend- ur leysi flestan þann vanda er upp kann að koma í rekstri skólans. Má þar til nefna húsbyggingar, ræktun matjurta sem síðan nemendurnir neyta sjálfir. Flestir þeirra eru reyndar grænmetis- ætur, en borða þó a.m.k. eina kjötmáltið á ári þ.e. kalkún á jólum. Fólk á öllum aldri víðsvegar að Sem fyrr segir eru nemendur skól- ans víðsvegar að, þá dveljast þar einn- ig heilu fjölskyldurnar og er fólk þar af leiðandi á öllum aldri, frá hvitvoðung- um til níræðs. Eitt sinn dvaldist þar kona nokkur, reyndar einn frum- kvöðla háskólans, gat hún, að eigin sögn og annarra talað við blómin i jurtagarði stofnunarinnar. Hlýddi hún ráðum blómanna varðandi aðhlynn- ingu þeirra, að sjálfsögðu með hjálp álfa, sem áður sagði, og annarra góðra anda. Að sögn Peters Caddy þykir vis- indamönnum það undrum sæta að svo fjölskrúðug flóra skuli þrifast í hinum hrjóstruga jarðvegi norðurstranda Skotlands, sem raun ber vitni i blóma- garði Findhorn-háskólans. En allt er þetta að sjálfsögðu fyrir gott sanístarf náttúru. náttúruvætta og yrkjenda jarðarinnar. Það er skoðun Peters Caddy og þeirra félaga hans við Findhom að maðurinn sé hlekkur í keðju móður náttúru, en ekki herra náttúrunnar. Samstarf alls mannkyns og náttúru sé þvi afar mikilvægt. Caddy hefur farið viða um heim ti! fyrirlestrahalds á vegum Find-horn- háskólans. Á ferðum sinum kveðst hann hafa fyrirhitt fjölda fulltrúa skólastofnana er starfa i likum dúr og Findhorn. Þar ráða sömu sjónarmið t.d. hvað varðar menntun þ.e. sam- tenging andlegrar og likamlegrar vinnu og náms. Caddy mun hafa flutt erindi í Háskóla Islands i gærkvöldi á vegum Sálarrannsóknarfélagsins og Rannsóknarstofnunar vitundarinnar. JÁ. Helltu olíu í heita lækinn Á föstudagskvöldið gerðu ungir piltar sér leik að því að hella smurolíu i heita lækinn i Nauthólsvik. Þó magnið sem þeir helltu ofarlega í lækinn væri ekki ý^tja mikið olli tiltækið slikri mengun möur allan lækinn að þeir sem hugðu á bað í læknum urðu frá að hverfa. Stóð svo allt fram til klukkan 4—5 á laugar- dagsmorgun. Hafði lækurinn þá hreins- azt og lítil sem engin nierki oliumengun- arinnarsáust þá. —ASL Sumarhótelið á Hallormsstað Sá misskilningur slæddist inn í grein um sumarhótelið á Hallormsstað að veitingar fengjust í kvennaskólabygging- unni. Hið rétta er að hótel er til húsa i barnaskólanum skammt frá og þar er glæsilegur matsalur með öllum veiting- um. Kvennaskólahúsið gamla ereinung- is notað til gistingar, þegar gistirými hefur þrotið í hótelinu i barnaskólanum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.