Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Page 99

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Page 99
SVEINBJÖRN EGILSSON OG CARL CHRISTIAN RAFN 99 viljað kynna Sveinbirni fyrri útgáfustörf Rafns, en hér var um danska þýðingu hans á fornaldarsögum svonefndum að ræða, og kom fyrsta bindið út 1821, en hið þriðja og síðasta 1826. Sveinbjörn fer í bréfi sínu nokkruin lofsorðum um verk Rafns, er hann segir: „Ég undrast mjög, hversu langt þér eruð á veg komnir í íslenzkunni. Að vísu hef ég ekki íslenzka textann til samanburðar, en meðferð yðar á hinum afar torskildu vísum, sem þér birtið á frummálinu aftan við Ragnars sögu loðbrókar, sýnir, hve öflugir þér eruð orðnir í málinu.“ Sveinbjörn ræðir síðan nokkuð um áætlun félagsins, er honum þykir vera í djarf- ara lagi og fáeinum einstaklingum um megn. En auðfundið er, að hann langar til að leggja þessu máli lið, svo að um muni, enda gafst honum hrátt kostur á því. Fróðlegt er að sjá, að Sveinbjörn víkur síðar í þessu sama bréfi að öðru viðfangs- efni, er hann var þá farinn að kljást við og fylgdi honum lengi upp frá því. í bréf- inu segir hann svo m. a.: „Uppkasl það að skáldamálsorðahók, sem þér minnizt á, er aðeins ófullkcmin ófullgerð tilraun. Ég hef átt við mikla örðugleika að etja, þar sem eru miðlungi vel útgefnar sögur, og á ég þar við sagnaútgáfu Björns Markús- sonar og að nokkru Eyrbyggju og Orkneyinga sögu, að því er tekur til meðferðar á vísum. Skýringar eru einnig á íslenzku og í uppkasti, og hafði ég í fyrstu ætlað þeim að verða mér sjálfum til leiðbeiningar. Þá eru enn nckkrir staðir í Skáldu, sem ég skil ekki, og ég hef ekki séð Þórsdrápuþýðingu S [kúla] Thorlaciusar. Ég bað Jón Brynjólfsson stúdent að skrifa upp handa mér vísurnar í Kormáks sögu, Gísla sögu Súrssonar og Bjarnar sögu Hítdælakappa eftir einhverri góðri skinnbók, en við fráfall hans fórst það fyrir.“ Sveinbjörn var engan veginn nýtiltekinn við hinn forna kveðskap. í Lbs. 421 4to eru t. a. m. með hendi hans „Nockur orð úr Skáldu, Tractatu de Orthographia, Hátta- lykli Snorra Sturlusonar. - Tölurnar vísa á blaðsíðutal þeirrar Eddu, sem Síra Þor- valdur Böðvars. hefir skrifað og ég á.“ Efst á rönd fyrstu blaðsíðunnar stendur: „Nú samanborið við Rasks-útgáfu af Snorra-Eddu [Sth. 1818] og sett * við variantes hennar.“ Kveðskapur Sveinbjarnar frá þessu skeiði undir fornum háttum sýnir enn- fremur ljóslega áhuga hans á þessum efnum. í bréfi, sem Sveinbjörn skrifar Rasmus Rask frá Bessastöðum 7. ágúst 1823, segir hann svo m. a. :x „Síðan fór ég hingað heim og hvíldi á mínum krækiberjum (lár- berjum vildi ég segja) eins og ormur á gulli í nokkra stund, þar til mér fór að leiðast að vera einsamall, hafði ég og áður heyrt, að það mundi ekki vera gott. Ég fór þá og gifti mig Helgu Benediktsdóttur ass. Gröndals, það var í fyrra. - Meðan ég var hér inni í einlífinu, hafði ég mér til skemmtunar á sumrin Eddu, sem þér höfðuð látið prenta í Stokkhólmi, og fór ég þá að reyna til að leggja út vísurnar í Snorra-Eddu, og vildi það ekki ganga greitt. Þó ég nú ekki skildi margt, liðkaðist ég þó smásaman, so ég fór að búa mér til dálitla orðbók yfir vísurnar úr Snorra-Eddu og sumum prentuð- um sögum, nema þeim frá Hólum, því mér fundust þær so óskiljanlegar.“ 1 Breve fra og til Rasmus Rask, udgivet ved Louis Hjelmslev, Kbh. 1941, II, 74—75.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.