Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Síða 103

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Síða 103
SVEINBJÖRN EGILSSON OG CARL CHRISTIAN RAFN 103 Vér skulum nú víkja aftur að orðabókarverki Sveinbj arnar. Það fylgdi honum stöðugt, þótt hann kæmist ekki að því nema endrum og eins vegna annarra verka. Bréf, sem hann skrifar Rafni 30. september 1829, lýsir vel öllu í senn, ærnum verk- efnum, elju hans, áhuga og vinnugleði: Kæri vinur. Loksins hef ég lokið þýðingu 4. bindis Fornmannasagna og sendi hana nú, stílaða á yður, með skipi, sem nýkomið er frá Spáni og fara á til Kaupmannahafnar. Ég vænti framhaldsins með póstskipinu, svo að ég geti lokið því af í júlí eða ágúst næsta ár. Norðursetudrápubrotið fylgir hér með. Á Sveini [höfundi drápunnar] veit ég engin deili. Ég hlakka mjög til að fá yðar bráðskemmtilega [verk] Vinlandica. Tími minn er svo áskipaður, að ég get ekki fengizt við Antiquitates Germanicas [þ. e. germönsk fræði], ekki einu sinni komizt til að auka og leiðrétta skáldamálsorðabók- ina, sem enn á langt í land. Ég hef að vísu nokkuð farið yfir Snorra-Eddu, en ég verð að plægja hana að nýju, og verk þau, sem út eru að koma smám saman, leggja manni til ærið efni. Sumarleyfi mínu er nú lokið, skólinn byrjar á morgun. Með beztu óskum um vel- gengni yðar og vísindalegar iðkanir, er ég yðar einlægur vinur S. Egilsson. Sveinbjörn tók snemma á þessu sama ári að birta óbundna þýðingu sína á Odys- seifsdrápu Hómers í boðsritum Bessastaðaskóla, og kom framhald hennar síðan í boðsritunum árin 1830, 1835 og 1838-40. í 9. bindi Fornmannasagna 1835 var birt þýðing Sveinbjarnar á hinni norsku þýðingu Peders Claussöns af Böglungasögum, en yngri og lengri gerð þeirra er aðeins varðveitt í þremur gömlum brotum og umræddri þýðingu Claussöns. Þá má geta þess, að Sveinbjörn vann talsvert að biblíuþýðingum á árunum 1837-41 (auk þess sem hann hafði á þriðja tugnum átt nokkurn þátt í endurskoðun þýðingar Nýja testamentisins). Loks er þess að geta, að Sveinbjörn hafði þegar 1835 lofað Árna Magnússonar nefndinni að snúa fyrir hana á latínu Snorra- Eddu, en það verk varð þó að bíða betri tíma. Vér sjáum í bréfi Sveinbjarnar til Finns Magnússonar 3. marz 1843,1 að hann hefur þá sent honum og nefndinni „framhlutann af útleggingu minni yfir Snorra-Eddu“ -. En í bréfi til Finns 13. september 18431 kemur fram, að hann hefur lokið þessu mikla verki og sent nefndinni það. Snorra- Edda var síðar prentuð á vegum nefndarinnar í þremur bindum 1848, 1852 og 1880-87. í bréfi Sveinbjarnar til Jóns Sigurðssonar 19. september 18382 sjáum vér, að hann hefur þá engu síður verið önnum kafinn en hann var sumarið 1829: „Nú er ég kominn langt með 11. bindið [þ. e. með latínuþýðingu 11. bindis Forn- mannasagna] og vona að geta sent það með póstskipi að vori. Ég á eftir chronologiskt Registur og ættartöluskratta einhvörja pro forma og formálamynd, sem ég verð að geyma til jólanna, því þeir nauða á mér með Prógram í vetur [þ. e. framhald Odys- 1 Rigsarkivets Privatarkiver, Finn Magnussen. A. 3. Breve fra Islændere. 2 Lbs. 595 4to.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.