Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Side 108

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Side 108
108 SVEINBJÖRN EGILSSON OG CARL CHRISTIAN RAFN í skrá um skammstafanir, aftast í fyrra bindinu, er nefnt m. a. 1. bindi íslendinga- sagna, er prentað var í Kaupmannahöfn 1843. En í 2. bindinu er á 256. bls. vitnað á spássíu til 2. bindis íslendinga sagna, er prentað var 1847. Virðist þessari tilvitnun hafa verið aukið í síðar. Lexicon poeticum, íslenzk-íslenzku gerðinni, sem hér um ræðir, lýkur í 2. bindinu á 298. bls. Þar á eftir hefur Sveinbjörn skrifað upp kafla á frönsku úr Almanach du bon catholique pour l’année 1846. Þegar alls þessa er gætt og vér minnumst þess jafnframt, hve mjög Sveinbjörn keppt- ist við í Kaupmannahöfn veturinn 1845-46, er langlíklegast, að hann hafi skrifað þessar bækur tvær á árunum 1843^16 og víslega mestan hluta þeirra veturinn í Höfn. Einhver kynni að ætla, að Sveinbjörn Egilsson hægði á sér að loknu slíku stórvirki sem Lexicon poeticum, en vér sjáum brátt, að svo varð ekki. Stiftsyfirvöldin fóru t. d. þess á leit við Sveinbjörn í bréfi til hans 12. nóvember 1844', að hann endurskoðaði þýðingu sína á Odysseifskviðu, og kváðust vilja gefa hana út. Þau spurðust ennfremur fyrir um það, hvort og þá á hver býti hann vildi þýða llionskviðu. Sveinbjörn tók brátt til við endurskoðun Odysseifskviðu og var kominn vel á veg með hana, þegar afturkippur kom í ákvörðun stiftsyfirvaldanna við tilkomu nýs stiftamt- manns, Matthíasar Hans Rosenörn, 1847. Sveinbjörn lagði þá Odysseifskviðu á hilluna, en sneri sér þess í stað að Ilionskviðu og lauk við óbundna þýðingu hennar á gamlaárs- dag 1848. Sú þýðing var prentuð að honum látnum í fyrra bindi rita hans í Reykjavík 1855. Sveinbjörn hafði sem grískukennari á Bessastöðum frá 1819 farið í kennslu sinni yfir alls 17 þætti kviðunnar, og snúið hafði hann jafnframt í ljóð undir fornum bragar- háttum um Yq hluta hennar. Sveinbjörn gaf út Snorra-Eddu í boðsriti Lærðaskólans 1848 og ári síðar ritgerðir þær, er henni fylgja, einnig á vegum skólans. Næsta vetur (í janúar) gerðu nemendur uppreisn gegn Sveinbirni í pereatinu svonefndu, og fékk það mjög á hann. Sveinbjörn kvaddi skólann haustið 1851 og hugði þá gott til að geta snúið sér óskiptur að hugðar- málum sínum, svo sem enn frekari þýðingum Hómerskviðna. Sveinbjörn sendi Rafni í bréfi 14. ágúst 1851 sýnishorn Odysseifskviðu í ljóða- þýðingu sinni, XXIII. kviðu, er hann hafði lokið við um sumarið 1824.1 Eins og fram kemur í formála Jóns Sigurðssonar fyrir útgáfu Bókmenntafélagsins á Odys- seifskvæðisþýðingu Sveinbjarnar, er prentuð var í Kaupmannahöfn 1853-54, fékk hann þetta sýnishorn að láni, varð mjög hrifinn af því og þeir aðrir íslendingar, er þýðinguna sáu. Fór svo, að Jón Sigurðsson skrifaði Sveinbirni 20. desember 1851 og hvatti hann til að snúa báðum Hómerskviðum í ljóð, en beitti sér jafnframt fyrir því við forseta íslandsdeildar Bókmenntafélagsins, að hann semdi um það við Svein- björn, að hann sneri í ljóð öllu Odysseifskvæði, er síðan yrði prentað á kostnað fé- 1 Sbr. rit mitt um Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar, Reykjavík 1%0, 54. bls. Eg hef að vonum stuðzt við það víða í grein þessari.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.