Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Side 126

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Side 126
126 JORIS CAROLUSOG íSLANDSKORT HANS eftir Arngrími lærða, þótt eitthvað fljóti með af vafasamari uppruna. Coronelli hefur einnig notað íslandslýsingu Þórðar biskups Þorlákssonar, og þar hef ég fyrst orðið var áhrifa hans á bækur erlendra rithöfunda. í Corso geografico er ekkert lesmál með kortinu. Ermanno Armao segir, að flest hinna smærri korta, sem náðu ekki síðustærð í Atlante Veneto, hafi einnig birzt í Teatro delle cittá,1 safni landabréfa og borgamynda, sem Coronelli lét prenta 1696-1697. Rit þetta hef ég ekki séð og veit ekki, hvort íslandskortið er í þeim hópi, þótt stærð svari til þess. Armao getur einnig um syrpu korta, sem hann nefnir Isole Brittanniche. Kortin eru 84 og skiptast í þrjá megin- flokka, um England, Skotland og Irland, en á tveimur öftustu blöðunum er kort af íslandi og Jamaica (Isole Islanda e Giamaica, stærð: 30,5x45 sm).2 Ég veit ekki, hvaða kort þetta er, en ekki verður talið með ólíkindum, að um sama kort sé að ræða. Smávegis stærðarmunur gæti stafað af mismunandi umgerð. Kortasafn þetta er býsna fágætt, og vissi Armao aðeins af einu eintaki þess í Biblioteca Marciana í Feneyjum.3 Hér er ekki við hæfi að telja upp öll þau íslandskort tímabilsins, sem runnin eru af rót Joris Carolusar, enda brestur mig aðstöðu til þess. Hitt má staðhæfa, að á aðra öld bættust engir nýir straumar inn í kortagerð af Islandi. Kort Þórðar biskups Þorláks- sonar (1668-1670) lágu óhreyfð í skjala- og handritadyngjum, og komu fáum fvrir sjónir og urðu engum að gagni. Á sviði sjókorta gerðu Hollendingar sérstakt afbrigði íslandskorta, sem er raunar af sama stofni, en með verulegum breytingum. ísland verður á þessum árum æ þýðingarminna í augum erlendra manna. Þeir láta oftast sitja við það að sýna landið á Evrópukortum eða kortum af Norðurlöndum. Sérkort af íslandi hverfa að mestu úr sögunni upp úr 1700, nema helzt í sjókortasöfnum eins og hjá van Keulen. Þar sem landið fær að fljóta með á annað borð, bregður uppruna þess til tveggja skauta: Joris Carolusar eða hinna hollenzku sjókorta. Þannig stóðu sakir, þegar Tiljorladelige Efterretninger Horrebows komu út 1752. Þá var hlutverki Joris Carolusar líka lokið. 1 E. Armao, Vincenzo Coronelli. Cenni sull’uomo e la sua vita, Firt nze 1944, 118-23. 2 E. Armao, tilv.rit, 141-42. 3 E. Armao, tilv.rit, 147.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.