Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1974, Page 15

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1974, Page 15
LANDSBÓKASAFNIÐ 1973 15 Talið var, að þjóðbókasöfn þyrftu að geta friðað sem mest eitt eintak, en haft ann- að til afnota, og rætt var um nauðsyn þess að varðveita jafnframt bækur í þeim bún- ingi, sem þær bera, þegar þær koma á markað. Vegna mikilla breytinga, sem orðið hafa á hvers konar tækni til margföldunar rit- aðs máls, þótti einsýnt, að sú aðferð, sem beitt væri hverju sinni, réði ekki úrslitum um lögbundin skil slíks efnis. Loks var rætt um hljómplötur, segulbönd og þess háttar og hversu tryggja mætti, að þjóðbókasöfn eða einhver annar aðili í hverju landi varðveitti efni af þvi tagi. Meðal annarra umræðuefna fundarins voru bókaskipti safnanna, en slík skipti eru veigamikill þáttur í starfsemi rannsóknarbókasafna, þar eð margvíslegt efni verður naumast dregið að nema í bókaskiptum. Rætt var sérstaklega um, hversu söfnum á Norðurlöndum yrði greiðast að afla íslenzkra bóka, og áttu þátttakendur m. a. fund um það mál með stjórn Bóksalafélags Islands. Rætt var um Scandia-áætlunina svonefndu, en það er áætlun um verkaskiptingu milli rannsóknarbókasafna á Norðurlöndum um aðdrætti til þeirra. Er þá litið á Norðurlönd sem eina heild og einstökum efnisflokkum síðan skipt milli safna, þann- ig að tryggt sé eftir föngum, að rit, sem ætla má að nægi Norðurlandasvæðinu í einu eintaki, séu ekki keypt til margra safna. Að lokum var rætt um samvinnu norrænna rannsóknarbókasafna á sviði skráningar og gagnkvæmrar upplýsingaþjónustu. Með samræmdum aðgerðum væri unnt að ná ótrúlegum árangri, og riði á, að íslenzk bókasöfn gætu í senn notið góðs af slíkri samvinnu og lagt sitt af mörkum til hennar. Stjórn Deildar bókavarða í rannsóknarbókasöfnum skipuðu á árinu 1973: Finnbogi Guðmundsson formaður, Einar Sigurðsson ritari og Halldór Þorsteinsson gjaldkeri. Formaður Norræna sambandsins var John Brandrud yfirbókavörður í Björgvin. Forstöðumenn bókasafna þjóðþinganna á Norðurlöndum sóttu í júnímánuði norr- ænan embættismannafund í Reykjavík. Islenzkir starfsbræður áttu nokkrar stundir með þeim einn daginn og sýndu þeim Alþingi, Landsbókasafn, Háskólabókasafn og Árnastofnun. ABRIR FUNDIR Brezka bókavarðafélagið bauð fulltrúum frá 20 Evrópulöndum til ráðstefnu í Banbury á Englandi dagana 10.-15. marz, þar sem fjallað skyldi um bókalán milli landa, hversu ástatt væri um þau nú og hverjar umbæt- ur væru vænlegastar til þess að gera þær enn greiðari. AS ráðstefnu þessari stóðu jafn- framt British Council og Samtök þjóð- og háskólabókasafna á Bretlandi, SCONUL. Undirritaður sótti þenna fund af Islands hálfu og gerði þar grein fyrir samskiptum íslenzkra bókasafna við erlend söfn, að því er tæki. til bókalána milli þeirra. Var þann- ig flutt skýrsla frá hverju landi, en þær síðan ræddar, ef ástæða þótti til. Aðalniðurstaða ráðstefnunnar var sú, að hver þjóð yrði að búa svo um, að hægt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.