Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1974, Síða 135

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1974, Síða 135
BRÉF ODDS HJALTALÍNS TIL BJARNA THORARENSENS 135 Hitt bréf Odds, sem geymt er í Kaupmannahöfn og dags. 18. ágúst 1837, er stytzt þeirra bréfa frá Oddi til Bjarna, sem varðveitt eru, en það kemur ekki til af góðu, Oddur segist ekki geta skrifað lengra bréf, vegna þess að mannýgt naut hafi rekið hann undir sig og meitt hann í handleggnum. 1 þessu sama bréfi segist Oddur hafa skrifað Bjarna fyrir tveimur árum og látið inn í bréf til séra Jóns Jónssonar á Grenj- aðarstað, áhrærandi flossessu, sem sé það eina, sem rekið hafi af eigum Thorbergsens, og hann langi til þess að fá til kaups, en hann hafi frá hvorugum svar fengið, svo að bréfið hljóti að hafa glatazt, og biður nú Oddur Bjarna að annast þetta fyrir sig. Thorbergsen er Páll Þorbergsson læknir á Vestfjörðum, sem drukknaði á Breiðafirði 1831, en hann var tengdasonur séra Jóns á Grenjaðarstað. Bjarni, sem var síyrkjandi á snepla og umslög, notar sér það, sem óskrifað er af örkinni og hripar þar á þrjár vísur til Odds. Tvær þeirra eru á þessa leið: Elskulegi Oddur minn, andskotinn párar í þínum plöggum; angrar mig það æ til sanns, ef þú hans hljóðar undan höggum. Þeim hinum gamla glóða raft gefðu á kjaft, hann þá verður hlýðinn; ef þú heljar sigrar svín, sannlega þín aldrei endar prýðin. Bjarni hefur einnig áhyggjur af, að svo langt er á milli bréfa frá Oddi, og er uggandi um hag hans. Hann færir þetta í tal við Bjarna Þorsteinsson amtmann í bréfi 9. marz 1833: , Eg vildi þú vildir og gætir fært Odd Hjaltalín nær mér. Sé satt sagt, þá gengur þar góður og gagnlegur maður - hreinn demant í ryðgaðri járnumgjörð - til grunna.“ Og þremur árum síðar: „Hvörnig líður okkar gamla kunningja Oddi Hjaltalín - ég hefi ekkert bréf frá hönum fengið - ég kveð bráðum um hann níð.“ Aftur víkur Oddur að þessu glataða hréfi, þegar hann skrifar Bjarna 3. febrúar 1838, kallar nú Bjarna elskulega Bangsa sinn og ítrekar erindið við séra Jón á Grenj- aðarstað, því að hann vilji ekki að lokum verða sekur fyrir illa meðferð á fundnu góssi. En Oddi liggur meira á hjarta að þessu sinni og segir, að í týnda bréfinu hafi verið margt uppbyggilegt, m. a. kveðskapur, sem hann verði að endurtaka eftir minni, úr því að bréfið hafi glatazt, og það gerir hann. En hvað kemur ekki upp úr dúrnum? Einmitt það, að um er að ræða sama kvæðið og nýkomna bréfið, sem ég minntist á í upphafi þessa pistils, byrjar á. Og þar er þá loksins komið hið glataða bréf.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.