Vísbending


Vísbending - 18.12.1997, Blaðsíða 13

Vísbending - 18.12.1997, Blaðsíða 13
fógetanum var vikið frá árið 1749 fyrir drykkjuskap og óreglu kom dönskum yfirvöldum í hug að skipa Skúla í stöðuna en fram að því hafði íslendingum ekki verið treyst fyrir æðstu embættum landsins. Viðreisn í vændum Landfógeti komst næst því að vera fjármálaráðherra íslands. Hann tók við sköttum og gjöldum af landinu og skilaði þeim til konungs. Þetta var umtalsverð ábyrgð og umstang því að konungur átti 16% af jarðeignum lands- ins. Skúli hafði aðsetur á Bessastöðum fyrsta veturinn í starfi og þar var fyrir Dani, Níels Horrebow að nafni. Hann hafði verið dæmdurfráembætti fyrirsjóðþurrðen ættingjar hans skutu saman og sendu hann í rannsóknarleiðangur til íslands. Horrebow var vel menntaður og gáfaður þótt eitt- hvað hafi hann verið óvarkár með peninga. Skúli var með hugmyndir í kollinum um viðreisn landsins og með hjálp Horrebows kom hann þeim saman í yfirgripsmikla áætlun þar sem megináherslan var lögð á ný iðnfyrirtæki. Tillög- urnar eru soðnar saman úr mörgu því sern spakir og eftir- tektarsamir menn höfðu spáð og spekúlerað um Island en settar fram í fyrsta skipti á heildstæðan hátt. Um tiltektir Skúla eftir þennan vetur skrifaði Pingel amtmaður íslands: „Yður mun þykja landfógetinn raupsamur í meira lagi, og hefur hann lært það af Horrebow sem hefur stórspilll honum, því áður var hann viðfelldinn maður og skynsamur. Annars þykjir mér ásannast hið forn- kveðna, að eigi sé hollt að hefja íslendinga til vegs og virðingar, því síðan þessi maður varð landfógeti er hann orðinn svo hrokafullur að engu tali tekur.“ Fógetinn skundaði síðan á Þingvöll með viðreisnartillögur og hlutafélagssamþykkt í höndum sumarið 1751 og hét á menn að styðja sig. Það var sem eldmóður Skúla væri smit- andi því að hann fékk helstu embættismenn landsins til þess að gerast hluthafar í nýju fyrirtækjunum. Síðan sigldi Skúli utan um haustið og tók með sér íslenska ull og lét vinna í spunaverksmiðjum ytra. Sólin skín á Islendinga s IKaupmannahöfn gerði Skúli æðstu mönnum Dana- veldis heimsókn vopnaður spunninni ull og viðreisnar- tillögum.Ognúgerðustundarlegirhlutir. Danirhöfðuhing- að til verið fegnir að hirða arðinn af Islandsversluninni en leiga af konungsjörðum hafði nægt til þess að standa straum af stjómunarkostnaði af landinu. Fjármagnið hafði aðeins streymt í eina átt, frá landinu. En þegar raupsamur land- fógeti kom í heimsókn veturinn 1751-52 opnuðust fjár- hirslur konungs upp á gátt og embættismenn hans sýndu jafnvel sjálfir áhuga á því að kaupa hlutabréf í hinum nýju fyrirtækjum. Hvað var það sem gerðist? I) Tillögurnar voru vel skrifuð ritgerð um Island á fallegri dönsku og hefur Horrbow líklega komið þar að verki. Skúli hóf mál sitt á því að líkja konungi Dana við sólina. Island sé bæði fjarri konungi sínum og sólinni en konungur geti samt bætt þeim upp sólarleysið með því að styðja landið til framfara. Friðrik V. Danakon- ungur hreifst svo af skjalinu að hann hækkaði fyrir- hugað framlag til innréttinganna úr 6.000 dölum í |^sbending 10.000. Þetta var í fyrsta og eina skipti sem hann greip fram fyrir hendur embættismanna sinna í málefnum Islands. 2) Tímasetningin var heppileg. Tillögur Skúla voru sviplíkar því sem danskir hagfræðingar lögðu á ráðin um fyrir sitt land en iðnaður var þá skammt á veg kominn í Danmörku. Skúli kunni einnig góð skil á kaupskaparstefnunni og sáboðskapurféll vel að smekk danskra embættismanna. Þá skrifaði Horrebow sína eigin skýrslu sem studdi mál Skúlaog varlesin samhliða tillögum hans. 3) Hugmyndirnar breyttu ekki hagstjórn landsins í grundvallaratriðum. Þær hreyfðu ekki við verslunar- einokuninni, gullgæs konungsins, heldur þvert á móti gaf Skúli í skyn að tekjurnar myndu aukast. Þá skyldi ekkert hreyft við máttarstólpum íslenska kerfisins s.s. vistarbandinu. Reyndar gaf Skúli í skyn að tekjur bænda, t.d. af ullinni, myndu aukast með tilkomu iðn- fyrirtækja. Viðreisnin fólst í því að setja eitthvað nýtt niður í Reykjavík sem allir, Danir sem Islendingar, myndu hagnast á. Reykjavík rís af grunni Þannig fékk ofvirkur fógeti fullar hendur fjár í einni andrá og nú skyldi ísland reist við. Skúli keypti þegar tvær duggur og fermdi þær með áhöldum, timbri og fólki og sigldi til Islands með herlegheitin um vorið og hóf að reisa hús og verksmiðjur í Reykjavík. Náð konungs skein næstu sex ár en alls lagði hann frant 61 þúsund dali á þessum tíma. Þetta voru geysimiklar fjárhæðir en landsframleiðsla var þá um 400.000 ríkisdalir að meðaltali og alls hefur tillag konungs því verið um 15% af henni. Ef tekið yrði sama hlutfall af landsframleiðslu ársins 1996 yrði um 74 milljarða króna að ræða. A þessum sex árum hagnaðist konungur um 94 þúsund dali af einokuninni svo að meira fjármagn rann til hans en frá. Islensku hluthafamir lögðu fram alls 6.250 dali eða rúm 9% stofnkostnaðar. Skúli nýtti sér sólskinið frá Kaupnrannahöfn til þess að stofna fjölda nýrra fyrirtækja og hafði ærið mörg járn í eldinum sem leiddi síðar til erfiðleika í stjórnun og rekstri. Örlæti Dana var líka brátt á enda og Skúli sat uppi með miklar fjárfest- ingar en lítið rekstrarfé til þess að halda þeim gangandi. Hvemig skal breyta landeigendum í kaupmenn? Skúli vildi að innréttingarnar yrðu undanþegnar ein- okuninni en það var ætlun hans að nota skúturnar tvær til þess að selja beint á markað ytra. í þann tíma hafði verslunarfélag Hörmangara ísland á leigu og þessi undan- þága angraði þá. Afurðir innréttinganna voru auk þess í beinni samkeppni við innflutning þeirra. Þess vegna voru sífelldar erjur á milli þeirra og Skúla. Fógetinn barði á kaupmönnum fyrir verslunarfals, maðkað mjöl og ónýta öngla, en Hörmangararkærðu Skúlafyrirfjársvikí tengslum viðinnréttingarnarogverslunarbrot.Hinstókuþessardeilur enda þegar Hörmangarar svikust um að flytja korn til 13

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.