Vísbending


Vísbending - 18.12.1997, Blaðsíða 29

Vísbending - 18.12.1997, Blaðsíða 29
V ísbending Góð og vond hagfræði Dr. Þorvaldur Gylfason, prófessor, veltir fyrir sér muninum á góðri og vondri hagfrœði og nefnir nöfn Hagfræði getur verið bæði góð og vond eins og gefur að skilja. Læknisfræði og lögfræði eru alveg eins að þessu leyti. Það er ekki alltaf auðvelt fyrir leikmenn að greina góð fræði frá vondum. Þess vegna reisa landslög skorður við skottulækningum. Þetta er gert ekki aðeins til að fírra grun- lausan almenning því heilsutjóni, sem röng meðferð getur haft í för með sér, heldur einnig til að hamla fjárplógsstarfsemi. Með sömu rökum er ólöglærðum mönnum óheimilt að stunda málflutnings- og dómarastörf. Og nú færist það nokkuð í vöxt, að ráðgjafarfyrirtæki rekstrarhagfræðinga þurfi að tryggja sig gegn þeim skaða, sem viðskiptavinir geta orðið fyrir, ef ráðin reynast röng. Þetta er spurning um neytendavernd. Hvernig getur leikmaður greint góða og vonda hagfræði í sundur? Því er ekki auðvelt að svara, einkum í landi sem þessu, þar sem hagfræðimenntun hefur setið á hakanum í skólakerf- inu. I Bandaríkjunum, þar sem almenn menntun í hagfræði er miklu meiri en hér, er vandinn miklu minni, en þó nokkur. Tveir góðir Byrjum fyrir vestan. Góða hagfræðinga getur greint á urn efnahagsmál. Ég nefni tvo af fremstu hagfræðingum Bandaríkjanna af yngri kynslóðinni, Paul Krugman, prófessor við MIT, og Jeffrey Sachs, prófessor við Harvardhá- skóla. Þeir tveir hafa ólíkar skoðanir á ýmsu, t.d. á styrkleika og hagvaxtarhorfum Asíulandanna. Krugman hefur lýst efasemdum um áframhald örs hagvaxtar þama austur frá, og hefur jafnvel nefnt sovézkan vöxt í því sambandi, en Sachs telur á hinn bóginn, að undirstaða efnahagslífsins í undralöndunum í Asíu sé sterk og miklar líkur séu því til þess, að hagkerfin þarna haldi áfram að vaxa hratt. Þetta er eðlilegur ágreiningur. Góða eðlisfræðinga getur einnig greint á uin eðli hlutanna, ekki vantar það. Skiptar skoðanir varpa engum skugga á viðfangsefnið, heldur geta þvert á móti vitnað um grósku. Hagfræðingar hafa ólíkan stíl eins og annað fólk. Bæði Krugman og Sachs leggja mikla rækt við almannafræðslu, og Sachs er þar að auki einn umsvifa- og áhrifamesti efnahagsráðgjafi, sem sögur fara af. Frumleiki Krugmans nýtur sín hins vegar bezt í fræðilegum ritgerðum hans og bókum. Báðir geta þeir verið harðir í horn að taka. Krugman gerir grín að hagfræðingum og öðrum, sem hann telur færa veik rök að rnáli sínu, einkum þegar honum sýnast þeir vera að rey na að koma sér í mjúkinn hjá stjórnvöld- um eða vera á mála hjá sérhagsmuna- hópum: hann dregurþásundurog sam- an í háði. Sachs vílar það ekki heldur fyrirséraðsegjamönnumtilsyndanna, þegar það á við: hann hellti sér t.d. yfir rússnesku ríkisstjórnina, eftir að hann sagði af sérsem ráðgjafi Jeltsíns forseta 1994. Hann hefur einnig gagnrýnt Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn og Bandaríkja- stjórn fyrir að gera ekki nóg fyrir Aust- ur-Evrópulöndin í tæka tíð. Hann henti garnan að því á sínum tíma, þegar um- bótastarfið í Moskvu var að fara í gang, að hann, strákurinn, væri með fleiri ráðgjafa á sínum snærunt myrkranna á milli í Moskvu en Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn. Nú stýrir hann Harvard Instituteof International Development og er nýbúinn að gefa út, ásamt öðrum, efnismikla og afar fróðlega skýrslu urn hagvöxt í Asíu á vegum Asíuþróunar- bankans. Hann er væntanlegur hingað til íslands í febrúar n.k. í tengslum við 60 ára afrnæli Félags viðskiptafræð- inga og hagfræðinga. Góðir hagfræðingar, eins og t.d. þessir tveir Bandaríkjamenn, sem ég hef lýst að framan, eru yfirleitt auð- þekktir, þótt þeir séu iðulega einnig umdeildir. Vondir hagfræðingar villa hins vegar stundum á sér heimildir, því að margt af því, sem þeir hafa fram að færa, getur verið fullboðlegt, svo að menn eiga þá verr með að sjá í gegn urn grillur þeirra. 29

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.