Vísbending


Vísbending - 18.12.1997, Blaðsíða 27

Vísbending - 18.12.1997, Blaðsíða 27
hafa lagt á það ofuráherslu að létta allri eymdarábyrgð af Dönum. Þeir áttu að vísu eyjuna og fóru með yfirstjórn hennaren máttu sínlftilsgegníslenskalandeigendaaðlinum. Þessi söguskoðun er óneitanlega skemmtileg — en röng — og færir okkur ekki nær skilningi á fortíð íslensku þjóð- arinnar. Allir stjórnendur, hvort sem það eru forstjórar, ráðherrar eða aðrir, vita hversu viðhorf og sannfæring hafa mikið að segja. Hafa menn trú á því sem þeir eru að gera? Leggjast allir í fyrirtækinu áeitt um að láta drauminn rætast og vinna að framgangi hans? I sögunni köllum við þetla tíðaranda. Hann er sannfæring sent gegnsýrir samfélagið og leiðir það á vissar brautir, sem þurfa þó ekki endilega að vera þær réttu. Skurðgoð samtímans Til að taka dæmi úr nútímanum má benda á bílinn og þann virðingarstall sem við höfum hafið hann á. Bíllinn er skurðgoð samtímans og þrátt fyrir að við ráðum engan veginn við þetta tæki (eins og sannast á hverju ári í fjölda bílslysa) virðast raunhæfar aðgerðir til úrbóta langt undan. Ég velti því stundum fyrir mér hvort afkomendur okkar muni ekki líta með sama hryllingi og skilningsleysi á að- gerðarleysi okkar gagnvart bílnum og við á fátækrafram- færslu forfeðra okkar og atvinnuhætti. Tíðarandi kostar Einsetning skóla er annað dæmi um tíðaranda sem ríður hér húsum og mun kosta samfélagið milljarða áður en Iýkur. í mínum huga er ekki nokkur vafi á því að starfsbróðir minn á ofanverðri 21. öld mun eiga í hinum mestuerfiðleikumviðaðútskýraástæðureinsetningarinnar í samhengi við meintan ávinning af henni. Þrautaráð hans verður að leita skilnings á hugarfari fólksins er barðist fyrir þessu kerfi því að skynsemina að baki mun hann ekki finna. Á sama hátt komumst við ekki hjá því að athuga afstöðu Dana til sjávarútvegs á öldum áður. Þeir réðu versluninni og lengi eftir linun verslunarhafta áttu þeir mikil ítök í kaupskap íslendinga. Oneitanlega höfðu þeir því alla burði til að ýta undir sjávarútveg landsmanna, sjálfum sér til hagsbóta. Þetta létu þeir þó undir höfuð leggjast. Að vísu höfðu dönsk stjórnvöld uppi tilburði til að verðlauna út- vegsmenn en staðreyndin er sú að Danir bjuggu ekki að ríkri hefð í sjávarútvegi. Rétt eins og Islendingar höfðu þeir, fram eftir öldum, verið að damla á árabátum og það var ekki fyrr en 1876 að þeir eignuðust sín fyrstu þilskip, töluvert á eftir íslendingum. Danskt framtaksleysi Hjá því gat ekki farið að þessi danski hugsunarháttur, eða metnaðar- og framtaksleysi í flestu er laut að sjáv- arútvegi, smitaði út frá sér á íslandi. Kannski eru gleggstu dæmin þar um að hvorki Austfirðingar né Norðlendingar tóku upp saltfiskverkun fyrir tilstuðlan Dana. Fyrir austan voru það Færeyingar sem opnuðu augu manna fyrir gildi söltunar en fyrir norðan norskir sjómenn. Dönsku kaup- mennirnir slógu hins vegar ekki hendinni á móti saltfiskin- um, ekki frekar en þeir höfðu neitað hákarlalýsinu áður. Og það voru Norðmenn sem hleyptu af stað fyrsta síldaræðinu við ísland laust fyrir 1870 en ekki Danir. Nokkrum árum síðar, eða 1879, tók norski síldveiðiflotinn að moka upp ^sbending síldinni íEyjafirði og ennbólaði ekkertáfrumkvæði danskra útgerðarmanna. Þessi dæmi sýna betur en nokkuð annað að herraþjóð íslendinga var afskaplega ósýnt um allt er laut að fiskveið- um. Til að bæta gráu ofan á svart voru Danir reiðubúnir að vinna gegn þróun fiskveiða við Island ef þeir töldu það þjóna hagsmunum sínum. Snorri Pálsson, verslunarstjóri á Siglufirði, og félagar hans brenndu sig á þessu þegar þeir, sumarið 1881, leigðu norskar skútur, mannaðarNorðmönn- um, til að stunda þorskveiðar á Siglufirði. Fyrir þetta voru þeir sekir dæmdir í hæstarétti á þeim forsendum að fisk- veiðar við ísland mætti aðeins stunda á innlendum skipum. Höfðu þeir þó áður verið sýknaðir heima í héraði og í hinum íslenskalandsyfirrétti. Þeir voru meðöðrum orðum sýknaðir afhinni íhaldssömu,fslensku valdastétten sektaðirafhinum frjálslyndu Dönum og þeim settar ákveðnar skorður. í þessu málaþrefi kemur sú athyglisverða staðreynd í ljós að Snorri og félagar töldu skipaleiguna, með áhöfn, vera eina úrræðið til að stunda fiskveiðar yfir sumarið því að þeim hafði ekki lánast, hvorki fyrir sunnan né norðan, að ráða fiskimenn á meðan heyannatímanum stóð. Þarna kristallast enn og aftur sú staðreynd að ísland var fyrst og seinast landbúnaðarsamfélag. Utgerðin var hliðar- grein. Þrátt fyrir þetta má ekki láta eins og bændur hafi beinlínis unnið henni allt það ógagn er þeir megnuðu. Það er ekki sannleikanum samkvæmt. Ofáir þeirra höfðu verulega búbót af fiskveiðum en færri meðal þeirra vildu hætta verulegum fjármunum til útgerðar. Og er hægt að lá þeim það? Auðvitað má alltaf segja að þeir hefðu getað gert betur. Það er til dæmis athyglisvert að Færeyingar voru farnir að sækja til fiskveiða upp að Austurlandi strax 1871 og Norð- menn hófu síldveiðidrift sína fyrir austan enn fyrr, eða 1867. Þarna sátu Austfirðingar eftir. Það sama má segja um hina miklu útgerðarmenn við Eyjafjörð. Þeir settu bolfisk- veiðar á hakann en völdu þess í stað að einbeita sér að hákörlum. En um leið og fordæmin voru fengin tóku bændur fyrir austan og norðan að veiða þorsk og síld til útflutnings og í beitu. Vistarbandið var ekki haftið Að öllu santanlögðu má vera orðið ljóst að íslenska samfélagið, hvort heldur var á 17., 18. eða 19. öld, hefði aldrei umhverfst úr bændasamfélagi í samfélag út- gerðarmanna og borgara við það eitt að leysa vistarbandið. Þekkingu skorti, einnig fjármuni, samtakamátt og áræði. Það verður heldur aldrei litið fram hjá því að Islendingar áður fyrr voru langflestir þeirrar skoðunar að sjávarútvegur gæti aldrei orðið kjölfesta samfélagsins eins og landbúnað- urinn hafði verið um aldir. Meðal herraþjóðarinnar var heldur engin hefð fyrir sjávarútvegi. Þaðan kom því ekki sú hvatning sem hefði ef til vill getað riðið baggamuninn. Það má líka velta því fyrir sér hvað þurfi til að bænda- samfélag breytist f veiðimannasamfélag. Eða til að færa þessa spurningu svolítið nær okkur í tímanum — hvað þarf til að velta bifreiðinni af þeim stalli sem við höfum sett hana á? Þó er bíllinn, þrátt fyrir allt, ekki sama haldreipið í okkar augum og landbúnaðurinn var fyrir forfeður okkar — eða hvað? 27

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.