Vísbending


Vísbending - 18.12.1997, Blaðsíða 30

Vísbending - 18.12.1997, Blaðsíða 30
Ymsbendinp Fjögur atriði til umhugsunar Mig langar að stinga upp á fjórum viðmiðunarreglum, sem ég nota stundum sjálfur til að stytta mér leið og reyna að greina vonda eða vafasama hagfræði frá góðri hagfræði í efnahagsumræðunni innan lands og utan. Misbeiting Vafasama hagfræði leiðir stundum af því, að menn kunna ekki nógu vel að marka fræðikenningum réttan bás og leiðast því út í að misbeita þeim. Tökum dæmi. Menn skilja nú betur en áður, að ofvernd getur reynzt hættuleg þeim, sem ætlanin var að vernda. Þessi einfalda hugmynd hefur breytt skoðunum hagfræðinga t.d. á tryggingum: Ef innstæður í bönkunt eru t.a.m. tryggðar til fulls, þá dregur allajafna úr varúð bankastjórnenda og við- skiptavina í inn- og útlánum. A þá að afnema innstæðu- tryggingar? A þá að leggja niður slökkviliðið til að knýja fólk til að fara varlegar með eld? Nei, auðvitað ekki. Menn þurfa að kunna fótum sínum forráð á þessum mörkum. Þetta er fyrst og fremst spurning um dómgreind. Þettadæmi er ekki gripið úr lausu lofti. Nokkrar greinar hafa birzt í erlendum blöðunr að undanförnu eftir hagfræðinga, sem gagnrýna Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir að reyna að milda áhrif verðbréfafallsins í Asíu með þeim rökum, að slík aðstoð geti aðeins ýtt undir ábyrgðarleysi í íjármálastjórn Asíulandanna. Hér þarf þó einnig að taka mið af því, hvað yrði, ef allt væri látið afskiptalaust. Einstrengingur Annað einkenni á vafasamri hagfræði er einstreng- ingsleg afstaða til einstakra efnahagsmála, t.d. með fastgengisstefnu, hvað sem hún kostar, eða þá með fljótandi gengi, h vað sem á gengur. Slíkur einstrengingur vitnar yfir- /3 Qleðiteg jót og farscett komandi át s Islensk endurtrygging hf. Qleðileg jél og farsœli komandi ár Nói-Síríus hf. leitt um skort á getu til að halda tveim boltum á lofti í einu og til að skipta um skoðun í Ijósi breyttra aðstæðna. Kjarni málsins er sá, að stundum á fast gengi við og stundum flotgengi. Það fer eftir aðstæðum á hverjum stað og tírna. Einmitt þess vegna kjósa ólík lönd iðulega ólfkar leiðir í gengismálum. Það er því eðlilegt, að hagfræðinga greini á um það, hvort Evrópusambandið sé að gera rétt í því að takauppsameiginlegamynt. Þeir, semhafaeindregnaskoð- un með eða á móti sameiginlegri Evrópumynt og bera ein- göngu hagfræði fyrir sig, eru á hálum ís. A hinn bóginn hef ég ekkert við það að athuga, að menn hafi eindregna skoð- un á málinu á annan hvorn bóginn af stjórnmálaástæðum, en það er annað mál. Osamkvœmni Góðir hagfræðingar eru samkvæmir sjálfum sér, en þeir áskilja sér einnig rétt til að skipta um skoðun, þegar ný rök eða reynsla gefa tilefni til þess. Þeir, sem eru veikir á svellinu, eiga það á hinn bóginn til að tnæla t.d. með markaðsbúskap á einum stað og miðstjórn á öðrum eins og ekkert sé. Þeir geta séð öll tormerki á einkavæðingu einn daginn og skipt um skoðun skömmu síðar, þótt engar nýjar upplýsingar hafi komið fram. Þeir geta sett á langar ræður um nauðsyn aukinnar hagkvæmni í einum atvinnu- vegi án þess að segja nokkurn tímann orð um nauðsyn hagræðingarí öðrum náskyldum atvinnuvegi. Þeirakasegl- um eftir vindi og draga tauma stjórnmálaflokka og sér- hagsntunahópa. Osamkvæmni af þessu tagi er eitt helzta auðkenni vondrar hagfræði. Valdhlýðni Lokaeinkennið er valdhlýðni. Hún lýsir sér í því, að menn segja helzt ekki annað en það, sem stjórn völdum eða öðrum yfirvöldum þóknast að heyra, en þegja unt hitt. Hér er embættishagfræðingum sérstakur vandi á höndum. Mikilvæg rök fyrir auknu sjálfstæði seðlabanka eru einmitt þau, að með því móti skapast betri skilyrði til að sameina góða hagfræði og holla ráðgjöf. Embættismönnum í ósjálf- stæðum stofnunum er á hinn bóginn sniðinn þröngur stakkur: Þeir verða að þjóna pólitísku yfirvaldi, jafnvel þótt þeir verði þá að kasta góðri hagfræði fyrir róða við og við. Arangur og orðstír embættismanna á efnahagssviðinu fer að miklu leyti eftir því, hvernig þeim tekst að fóta sig á þessum vandrataða vegi. Háskólahagfræðingar og aðrir hagfræðingar utan stjórnkerfisins hafa enga slíka afsökun. Þeim ber skýlaus skylda til að segja eins og er og draga helzt ekkert undan, hvort sem stjórnvöldunr líkar boðskap- urinn vel eða illa. Það er yfirleitt ekki í alla staði þakklátl hlutverk í löndum, þar senr ýmislegt gengur á afturfótunum. Qleðileg jól og farsœtt komanii ár DHL-Hraðflutningar 30

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.