Vísbending


Vísbending - 18.12.1997, Blaðsíða 19

Vísbending - 18.12.1997, Blaðsíða 19
____________________________^psbending Verðbólga orðanna Páll Ásgeir Ásgeirssoit blaðantaður veltirfyrir sér afdrifum orðanna pátt Ásgeir Ásgeirsson Þögn er gulls ígildi segir fornt máltæki sem sýnir að menn hafa lengi haft ákveðnar hugmyndir um verðgildi orða. Máltækið endurspeglar þá skoðun að orð missi gildi sitt við ofnotkun. Því má líta á orð sem hluti sem hafa tiltekið verðgildi og þar af leiðandi geta orð fallið í verði eða hækkað eftir því hvernig þeir sem nota þau umgangast þau. Stundum mætti halda að stjórnmálamenn eða þeir sem móta umræðu um stjórnmál væru sérstaklega viðkvæmir fyrir verðgildi orða. Þegar almenningur hefur náð að skilja eitthvert orð fellur það þegar í verði í munni stjómmálamanna og nýtt kemur í þess stað. Gott dæmi má taka af umræðu um gengi íslensku krónunnar. Einu sinni var gengisfelling árlegur viðburður og að lokum skildu allir h vernig hún gekk fyrir sig og hver var tilgangur hennar. Gengis- sig, gengisaðlögun og fljótandi gengi fóru þá að leysa gömlu góðu gengisfellinguna af hólmi enda fannst mörgum hún hafa á sér neikvæðan blæ þreyttra lausna. Sumir halda því fram að allt sé þetta í raun sama fyrirbærið þó að hagfræðingar geri hárfínan mun á hinum ýmsu aðgerðum. Það sem áður hét dýrtíð heitir nú verðbólga eða þensla. Nýr búningur Oft birtist verðfall orða í því að reynt er að klæða þekkt hugtök í nýjan búning og dylja þannig eða endurbæta raunverulega merkingu þeirra. Dæmi: Launaaðlögun = hœkkun eða lœkkun launa. Eignamyndun = kaup eða ávöxtun. Taka til sölumeðferðar = selja. Sölumaður = sölufulltrúi Fíklar Stundum er reynt að draga úr neikvæðum áhrifum orða án þess að sjáanleg ástæða sé til þess. Þannig talar nútíminn alltaf um fíkniefnaneyslu og að vera í mikilli eða lítilli neyslu. Þetta hljómar óneitanlega mýkra en pilluæta, dóphaus, þasshaus, fyllibytta, heróinfíkill eða sprautusjúklingur. I grein í Frjálsri verslun um samkeppni á bjórmarkaði var talað um stórneytendur á bjór. Það eru væntanlega fyllibyttur eða alkóhólistar. Það sem áður hét örlagabytta eða vonlaus fyllibytta heitir í dag langt leiddur alkóhólisti. Orðið fíkill varhvalreki öllum ístöðulitlum og áhrifagjörnum sem síðan geta falið veiklyndi sitt bak við það. Hamlaðir Gott dæmi um breytt verð- gildi og ímynd orða snýr að hópi fólks sem minna má sín í samfélaginu. Þeir sem áður hétu fávitar, vangefnir eða fákænir hafa gengið undir nöfnum eins og þroskaheftir, greindarskertir, mongólítar, fjölfatlaðir, atferlis- hamlaðir og sjálfsagt eitthvað fleira sem ég þekki ekki. Þeir sem áður voru geggjaðir eðageðveikireru nú geðfatlaðir, þunglyndir eða þjást af sálræn- um kvillum. Þeir sem bera hag þessa fólks fyrir brjósti segja að 19

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.