Vísbending


Vísbending - 18.12.1997, Blaðsíða 16

Vísbending - 18.12.1997, Blaðsíða 16
það var aldrei haldin aðalfundur í eignarhaldsfélagi inn- réttinganna. Það hefur kannski átt stóran þátt í því að áhugi annarra íslenskra áhrifamanna á framgangi Reykjavíkur hvarf en sinnuleysi og jafnvel neikvæðni tók við. Það sem var þó alvarlegast var að reksturinn gekk illa og trúin á hin nýju fyrirtæki tók brátt að dala. Þegar konungur tók við versluninni 1758 vænkaðist hag- urinn og t.d. var ullarútflutningur bannaður tímabundið svo að stofnanirnar fengju einkarétt á því hráefni. En em- bættismönnum konungs þótti ábatinn af verslunni lítill miðað við erfiði og leiddist stímabrakið vegna innrétting- anna. Þeir ákváðu loks árið 1763 að landið skyldi leigt í einu lagi eins og venja hafði verið til og innréttingarnar skyldu fylgja með í kaupunum. Við öllu tók Almenna versl- unarfélagið, eitt stærsta verslunarfélag Dana, sem m.a. tók þátt í þrælaverslun frá Afríku til Ameríku, en hafði auk þess Grænland á leigu og verslaði mikið við Miðjarðar- hafslönd. Félagið varð fyrst til þess að markaðssetja ís- lenskan fisk á Spáni og Italíu og markaðirnir suður þar urðu brátt mjög mikilvægir. Eigendur innréttinganna, Skúli og fleiri íslenskir embættismenn, urðu sjálfkrafa hluthafar í verslunarfélaginu. Þegar hér var komið sögu hafði félagið starfað í sextán ár og var nær gjaldþrota. íslandsverslunin átti að bæta efnahaginn en þrátt fyrir það varð félaginu ekki bjargað.Skúlalíkaði sameininginillaenfékkaðvísusjálfan sig skipaðan eftirlitsmann með innréttingunum. Dönsku kaupmönnunum þótti illt að sitja uppi með tapið af innréttingunum. Ef til vill gátu þær borgað sig einar sér en verslunarfélagið græddi mun meira á því að flytja inn dönsk klæði og óunna íslenska ull út en að láta vinna hana í Reykjavík. Ekki var heldur frítt við það að fógetinn hefði annað í huga en gróða þegarhann skipaði málum. Skúli leit á stofnanirnar sem iðnskóla fyrir landið og vildi ráða sem flesta að þeim. Fógetinn tapar Fjárkláði kom upp á Islandi árið 1760 setn drap fé á stórum svæðum og gerði ullariðnaðinum erfitt fyrir. Skúli sendi fyrst menn til ullarkaupa í fjarlægar sveitir en svo árið 1766 sendi hann skútu innréttinganna til Kaup- mannahafnar til þess að kaupa danska ull. Þá var kaup- mönnum nóg boðið og var skútan tekin, höggvin upp og eyðilögð. Verslunarfélaginu var skylt að halda innrétting- unum gangandi en reyndi að draga sem allra mest úr um- svifunum. Hingað var sendur norskur maður, Ari Guð- mundsson, og átti hann að vera kaupmaður í Reykjavík og stjórna stofnunum. Ari byrjaði á því að reka 53 menn úr vinnu og voru þá aðeins 26 eftir við stofnanirnar. Um þá ráðstöfun sagði hann síðar: „Það er skoðun mín, að stofn- animarséu eigi ætlaðartil að vera opið hæli og samkunduhús fyrirallskonarflökkukindur,letingja,drykkjurútaogónytj- unga“. Ari var drjúgur í kjaftinum og ófyrirleitinn og gneist- aði frá þegar hann og Skúli mættust. Einn af þeim vefurum sem Ari rak úr vinnu. bar það fyrir rétti að ástæðan fyrir brottrekstrinum hefði verið sú að hann afkastaði of miklu. Skúli lenti einnig í deilum við stjórn Verslunarfélagsins vegna skuldaskila og hlutabréfa sem íslendingar áttu í félag- inu. Of langt yrði að rekja þau mál hér, en vegna þeirra þurfti hann að dveljast langdvölum erlendis og þeim lyktaði með ósigri hans. Félagið setti hann síðan af sem eftirlitsmann árið 1769 og var hann með því algerlega sviptur áhrifum sínum á fyrirtækin í Reykjavík. Hefnd, hefnd Eftir þessa ósigra svall fógetanum móður til hefnda og fyrst skyldi tugta Ara til. Verslunarfélagið gaf á sér höggstað 1768 með því að flytja skemmt mjöl til landsins. Vorið eftir hvatti Skúli sýslumenn til þess að kanna vöru- innflutning kaupmanna og gera upptækt það sem ekki væri getið í verðskrám. Þann Ijórða júlí 1769, þremur dögum eftiraðSkúli varsetturafsemeftirlitsmaðurinnréttinganna, sat hann fyrir verslunarskipi Reykjavíkur. Um leið og róið var í land með vörurnar tók Skúli þær og innsiglaði eða gerði upptækar. Hann gekkjafnvel svo langt að gera húsleit hjá Ara sjálfum og dró fjóra léreftsstranga undan rúmi dóttur hans. Ari varð æfur, barði saman hnefum með ópi og illum látum og hafði yfir óbótaskammir en Skúli var hæglyndið uppmálað. Vitanlega hafði Skúli gengið of langt því að þessi upptekt var síðar dæmd ólögleg og sýslumönnum skipað að skila aftur vörunum. Hins vegar hafði Skúli náð að beygja Ara og þessi sena varð afar mikilvæg seinna í sjálfstæðisbar- áttunni. Brátt kom þá að því að Ari var rekinn úr starfi vegna kvaitana uin svindl og fautaskap við verslunina. Skúli átti margra harma að hefna við Verslunarfélagið og vildi auk þess bjarga óskabarni sínu, Reykjavík. Hann dró saman allar ákærur sínar á hendur félaginu, stórar sem smáar, og lagði til atlögu við þetta alþjóðlega fyrirtæki nánast einn og óstuddur en landar hans vildu helst ekkert nærri þessu koma. Skúli sótti málið af takmarkalausri þrjósku og harðfylgi og varð nærri gjaldþrota í því um- stangi. í miðju málastappinu, árið 1774, fór Alþjóðlega verslunarfélagið áhausinn og konungurtók við þrotabúinu. Skúli skaut málinu til hæstaréttar 1777 en lýsti sig fúsan til sátta. Sættir tókust 1778 þegar Skúli seldi konungi hluta- bréfin sín og afsalaði sér stofnunum. Lauk þar með afskipt- um Skúla af stofnunum í Reykjavík sem staðið höfðu í nærfellt 30 ár. Hart í bak egar Skúli skilaði innréttingunum af hönduin sér 1778 stóð hann nálægt sjötugu og hafði þá verið ýtt út í horn í landsmálum. Nú höl'ðu tekið við stjórn landsins íhalds- samir menn undir stjórn Stefánunga (Stephensensættar- i nnar) en eftirmaður Skúla var einmitt Magnús Stephensen. Ættfaðir þeirra Stefánunga, Ólafur amlmaður Stefánsson, kvartaði sáran undan því að fólk væri lokkað frá sveitum til sjávarbyggða og nú var með öllum ráðum reynt að hindra þéttbýlismyndun, l.d. með því að banna lausamennsku al- farið árið 1783. Fram að því hafði vel stæðum mönnum leyfst að vinna sjálfstætt en nú var öllum skylt að vera vistráðnir eða gerast bændur sjálfir. Þetta algera bann við lausamennsku kom einmitt á þeim tíma sem konungur var að þreifa fyrir sér með útgerð í Hafnarfirði og auglýsti eftir íslenskum hásetum. Stofnanirnar skiluðu tapi undir stjórn konungs en frá 1774-1784 var hallinn af ullarvinnslunni 12.900 dalir, en 4.270 dala gróði varð af brennisteinsvinnslu. Tapið var konungsmönnum lítt að skapi en innréttingunum var samt viðhaldið til ársins 1787 þegar verslunareinokunin var af- numin og öll verslunarhús seld ásamt byggingunum í Reykjavík. Spunaiðnaður hélt áfram fram að aldamótunum 1800 en annars voru húsin tekin undir embættisbústaði og arðbærari atvinnurekstur, t.d. var opnuð veitingakrá í Reykjavík 1789 og hefur sú starfsemi haldist óslitið síðan. Næstu áratugi varð Reykjavík að miðstöð fyrir stjórnsýslu 16

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.