Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Page 41

Frjáls verslun - 01.10.1971, Page 41
Framkvcemdir við Þingeyrarhöfn. Aöaisiemn juilusson. króna. Síðustu tuttugu ár hafa árlega verið byggð hafnar- mannvirki fyrir 100-150 millj- ónir króna. A yfirstandandi ári verður kostnaður við hafnar- framkvæmdir um 160-180 millj- ónir króna. Þar af greiðir ríkis- sjóður um 100 milljónir króna. í sumar var unnið á um 30 stöðum, þar af á 15-20 stöðum við veigamiklar framkvæmdir, og er talið, að 2-300 manns hafi unnið við þær í lengri eða skemmri tíma. Höfnum landsins má skipta í fimm flokka aðallega: 1) Landshafnir. Þær eru í Þorláks- höfn, Keflavík/Njarðvíkum og Rifi. Þessar hafnir eru eign ríkissjóðs, og eru reistar sam- kvæmt sérstökum lögum og reknar sem ríkisfyrirtæki. Hafnamálastofnunin hefur ver- ið ráðgefandi við gerð þessara hafna. Framkvæmdir í Þorláks- höfn og Njarðvíkum voru boðn- ar út, en stofnunin sá sjálf að mestu um framkvæmdir á Rifi. 2) Almennar hafnir í eigu sveitarfélaga. Ríkissjóður greið- ir 75% af byggingarkostnaði ytri mannvirkja (t. d. öldu- brjóta) og kostnaði vegna dýpkunar. Hugmyndin er sú, að ríkið komi með þessum hætti til móts við sveitarfélög- in og jafni aðstöðu þeirra til að mæta mismunandi vtri að- stæðum við hafnargerð. Innri mannvirki (viðlegubryggja, kantar, uppfylling og tæki t. d. kranar, hafnsögubátar) greiðir ríkið allt að 40%. 3) Ferju- hryggjur. Þær eru einkum sam- göngubót fyrir byggðarlög, sem búa við slæm samgönguskilyrði á landi. Þessar bryggjur eru nær eingöngu notaðar vegna mjólkurflutninga og bílaflutn- inga, og eru þannig nokkurs konar hluti af vegakerfinu. Ríkið kostar smiði þeirra al- gjörlega. Þær eru flestar á Vestfjörðum. 4) Bryggjur í einkaeign. Þær eru núorðið fremur sjaldgæfar. Þó byggðu nokkrir einkaaðilar bryggjur síðustu síldarárin 1960-’65, og þá við síldarverksmiðjur, sem þeir ráku. Smíði beirra er ekki ríkisstyrkt. Þessar bryggjur er aðallega að finna á Austfjörð- um. Þá eru enn til nokkrar einkabryggjur frá fyrri síldar- árum, aðallega norðanlands. 5) Reykjavíkurhöfn. Hún hefur sérstöðu vegna stærðar sinnar og einnig vegna þess, að hún hefur aldrei þurft eða beðið um ríkisstyrk, þegar frá er tal- ið fyrsta byggingarárið, um það bil, sem fyrri heimsstyrjöldin hófst. HAFNAMÁLASTOFNUNIN Hafnamálastofnunin annast um alla þætti 80-90% allrar hafnargerðar á íslandi. Sam- kvæmt nýju hafnarlögunum frá 1967 er verkefni stofnunar- innar að vera ráðgjafi ríkis- stjórnarinnar um rekstur hafna og gerð nýrra hafnarmann- virkja. Með lögunum var Hafnamálastofnuninni og falið að annast gerð framkvæmda- áætlana um hafnargerðir og framkvæma hafnargerðir, þeg- ar ríkissjóður greiðir meira en 50% kostnaðar. Til að geta gegnt þessu hlutverk sínu hefur Hafna- málastofnunin á sínum snær- um verkfræðinga, verkstjóra, vinnuflokka og þau vinnutæki, sem ekki er unnt að leigia á almennum markaði. Forstjórn Hafnamálastofnunarinnar hef- ur með höndum Aðalsteinn Júlíusson, Vita- og hafnamála- stjóri. Aðalsteinn er byggingar- verkfræðingur frá Kaupmanna- höfn árið 1953. Hann starfaði fyrst í Kaupmannahöfn í tvö ár, sem ráðgefandi verkfræð- ingur á verkfræðistofu. Hann var einnig tengdur Geoteknisk Institut og Havnebyggnings- laboratoriet og kynnti sér vinnubrögð þeirra við bygg- ingu hafnarmannvirkja, og byggingu mannvirkja í, á og úr lausum jarðefnum (geo- teknik). Aðalsteinn kom til starfa hjá Vita- og hafnamála- skrifstofunni árið 1955 sem verkfræðingur við hafnargerð- ir. Hann var settur Vita- og hafnamálastjóri 1957, og skip- aður í embættið árið 1959, og tók þá við af Emil Jónssyni, fyrrv. ráðherra. Hafnamálastofnunin heyrir undir samgönguráðuneytið. — Starfsfólk er um og yfir 100 manns auk vinnuflokka og vitavarða. Á skrifstofunni í Reykjavík starfa um 40 manns og í áhaldahúsi um 50 manns. Þar eru auk forstjóra, skrif- stofustjóri, yfirverkfræðingur, tveir verkfræðingar, þrír tækni- fræðingar, viðskiptafræðingur (annast fjármál hafna og end- urskoðun kostnaðarreikninga), aðalbókari, forstöðumaður á- haldahúss, yfirverkstjóri, 10-15 fastráðnir verkstjórar auk margs annars starfsfólks, þar á meðal þeir, sem vinna við rekstur, smíði og viðhald ís- lenzkra vita, en starfsemi og uppbygging vitaþjónustunnar er annað höfuðverkefni Hafna- málastofnunarinnar. UNDTRBÚNINGUR OG ÁKVARÐANTR FRAM- KVÆMDA Hafnamálastofnunin getur haft frumkvæði að tillögugerð um hafnarmál, og gerir það ósjaldan. Þó byggir hún yfir- leitt tillögur sínar á óskum við- komandi hafnarstjórna eða stjórna sveitarfélaga, skoðar FV 10 1971 41

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.