Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Síða 41

Frjáls verslun - 01.10.1971, Síða 41
Framkvcemdir við Þingeyrarhöfn. Aöaisiemn juilusson. króna. Síðustu tuttugu ár hafa árlega verið byggð hafnar- mannvirki fyrir 100-150 millj- ónir króna. A yfirstandandi ári verður kostnaður við hafnar- framkvæmdir um 160-180 millj- ónir króna. Þar af greiðir ríkis- sjóður um 100 milljónir króna. í sumar var unnið á um 30 stöðum, þar af á 15-20 stöðum við veigamiklar framkvæmdir, og er talið, að 2-300 manns hafi unnið við þær í lengri eða skemmri tíma. Höfnum landsins má skipta í fimm flokka aðallega: 1) Landshafnir. Þær eru í Þorláks- höfn, Keflavík/Njarðvíkum og Rifi. Þessar hafnir eru eign ríkissjóðs, og eru reistar sam- kvæmt sérstökum lögum og reknar sem ríkisfyrirtæki. Hafnamálastofnunin hefur ver- ið ráðgefandi við gerð þessara hafna. Framkvæmdir í Þorláks- höfn og Njarðvíkum voru boðn- ar út, en stofnunin sá sjálf að mestu um framkvæmdir á Rifi. 2) Almennar hafnir í eigu sveitarfélaga. Ríkissjóður greið- ir 75% af byggingarkostnaði ytri mannvirkja (t. d. öldu- brjóta) og kostnaði vegna dýpkunar. Hugmyndin er sú, að ríkið komi með þessum hætti til móts við sveitarfélög- in og jafni aðstöðu þeirra til að mæta mismunandi vtri að- stæðum við hafnargerð. Innri mannvirki (viðlegubryggja, kantar, uppfylling og tæki t. d. kranar, hafnsögubátar) greiðir ríkið allt að 40%. 3) Ferju- hryggjur. Þær eru einkum sam- göngubót fyrir byggðarlög, sem búa við slæm samgönguskilyrði á landi. Þessar bryggjur eru nær eingöngu notaðar vegna mjólkurflutninga og bílaflutn- inga, og eru þannig nokkurs konar hluti af vegakerfinu. Ríkið kostar smiði þeirra al- gjörlega. Þær eru flestar á Vestfjörðum. 4) Bryggjur í einkaeign. Þær eru núorðið fremur sjaldgæfar. Þó byggðu nokkrir einkaaðilar bryggjur síðustu síldarárin 1960-’65, og þá við síldarverksmiðjur, sem þeir ráku. Smíði beirra er ekki ríkisstyrkt. Þessar bryggjur er aðallega að finna á Austfjörð- um. Þá eru enn til nokkrar einkabryggjur frá fyrri síldar- árum, aðallega norðanlands. 5) Reykjavíkurhöfn. Hún hefur sérstöðu vegna stærðar sinnar og einnig vegna þess, að hún hefur aldrei þurft eða beðið um ríkisstyrk, þegar frá er tal- ið fyrsta byggingarárið, um það bil, sem fyrri heimsstyrjöldin hófst. HAFNAMÁLASTOFNUNIN Hafnamálastofnunin annast um alla þætti 80-90% allrar hafnargerðar á íslandi. Sam- kvæmt nýju hafnarlögunum frá 1967 er verkefni stofnunar- innar að vera ráðgjafi ríkis- stjórnarinnar um rekstur hafna og gerð nýrra hafnarmann- virkja. Með lögunum var Hafnamálastofnuninni og falið að annast gerð framkvæmda- áætlana um hafnargerðir og framkvæma hafnargerðir, þeg- ar ríkissjóður greiðir meira en 50% kostnaðar. Til að geta gegnt þessu hlutverk sínu hefur Hafna- málastofnunin á sínum snær- um verkfræðinga, verkstjóra, vinnuflokka og þau vinnutæki, sem ekki er unnt að leigia á almennum markaði. Forstjórn Hafnamálastofnunarinnar hef- ur með höndum Aðalsteinn Júlíusson, Vita- og hafnamála- stjóri. Aðalsteinn er byggingar- verkfræðingur frá Kaupmanna- höfn árið 1953. Hann starfaði fyrst í Kaupmannahöfn í tvö ár, sem ráðgefandi verkfræð- ingur á verkfræðistofu. Hann var einnig tengdur Geoteknisk Institut og Havnebyggnings- laboratoriet og kynnti sér vinnubrögð þeirra við bygg- ingu hafnarmannvirkja, og byggingu mannvirkja í, á og úr lausum jarðefnum (geo- teknik). Aðalsteinn kom til starfa hjá Vita- og hafnamála- skrifstofunni árið 1955 sem verkfræðingur við hafnargerð- ir. Hann var settur Vita- og hafnamálastjóri 1957, og skip- aður í embættið árið 1959, og tók þá við af Emil Jónssyni, fyrrv. ráðherra. Hafnamálastofnunin heyrir undir samgönguráðuneytið. — Starfsfólk er um og yfir 100 manns auk vinnuflokka og vitavarða. Á skrifstofunni í Reykjavík starfa um 40 manns og í áhaldahúsi um 50 manns. Þar eru auk forstjóra, skrif- stofustjóri, yfirverkfræðingur, tveir verkfræðingar, þrír tækni- fræðingar, viðskiptafræðingur (annast fjármál hafna og end- urskoðun kostnaðarreikninga), aðalbókari, forstöðumaður á- haldahúss, yfirverkstjóri, 10-15 fastráðnir verkstjórar auk margs annars starfsfólks, þar á meðal þeir, sem vinna við rekstur, smíði og viðhald ís- lenzkra vita, en starfsemi og uppbygging vitaþjónustunnar er annað höfuðverkefni Hafna- málastofnunarinnar. UNDTRBÚNINGUR OG ÁKVARÐANTR FRAM- KVÆMDA Hafnamálastofnunin getur haft frumkvæði að tillögugerð um hafnarmál, og gerir það ósjaldan. Þó byggir hún yfir- leitt tillögur sínar á óskum við- komandi hafnarstjórna eða stjórna sveitarfélaga, skoðar FV 10 1971 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.