Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1971, Side 63

Frjáls verslun - 01.10.1971, Side 63
öflun og fleira, og væri það nú á lokastigi. Hugmyndin væri að framleiða eins mikið og afköst- in leyfðu, og hugsanlegt, að um einhvern útflutning yrði að ræða, t. d. stæði nú til að reyna útflutning til Færeyja, enda þyrfti ekki að breyta um- búðum fyrir mai’kaðinn þar. Jatniramt sögðust þeir hafa hug á að hefja viðtækari fram- leiðslu matvæla, og væri það í undirbúningi. Þeir félagar sögðust hafa tek- ið upp nýtt innkaupakerfi, og væri söínunarmiðstoð í Ham- borg, hvað snerti hráefni í ávaxtasúpur, en uppruni þess væri. í íran, Júgóslavíu og Pól- landi. Hráefni í grænmetis- og kraftsúpur kæmi hins vegar mestmegnis frá Englandi, en einnig yrði nokkuð af því inn- lent. Umbúðir eru framleiddar hér á landi, í Kassagerö Reykjavík- ur hf. og á Reykjalundi. Um gæði framleiðslunnar sögðu þeir, að hver yrði að dæma fyrir sig, en sú stutta reynzla, sem fengizt hefði, sýndi, að þó nokkuð mörgum líkaði hún vel. Það væri keppi- kefli að hafa gæðin jöfn, og nota sem mest eðlileg hráefni. Til dæmis væri haft nóg magn af ávöxtum í ávaxtasúpunum, til þess að ná réttu bragði, en margir notuðu hins vegar gerfi- efni til þess. Þetta gerði kröfu til úrvalshráefnis. Sams konar sjónarmið yrði ríkjandi við framleiðslu grænmetis- og kraftsúpanna. Aðspurðir um aðstöðu og fjármagn sögðu þeir Hallgrím- ur og Þórður, að við margs konar vandamál væri að glíma. Enga lánsfjárfyrirgreiðslu væri um að ræða, aðra en kaup á vöruvíxlum, og þyrfti þó að liggja með birgðir af hráefni og unnum vörum fyrir 1-1% milljón króna að staðaldri. Þá hefðu hráefni og kaupgjald hækkað stórlega aðeins síðan í vor, kaup hefði hækkað um ná- lægt 5%, og t. d. sykur um 9% og apríkósur yfir 20%, en ekki væri grundvöllur fyrir að hækka vöruverðið. Loks bentu þeir á, að athuga þyrfti gaum- gæfilega samræmi milli hrá- efnistolla og tolla á fullunnum vörum, en nú væri í mörgum greinum matvælaiðnaðar úti- lokað að stunda framleiðslu hérlendis, vegna þess að er- lenda framleiðslan væri bein- línis tollvernduð. Verzlunin PFAFF Skólavörðustíg 1, Reykjavík . í vttlli Éil siitu llaglabyssui' — Ifiiíílar — Skoí ýmsar gerðir FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI BLÓIVI OG SKREYTINGNR Sendum hvert sem óskað er SKIPHOLTI 37 BLÓMAHIJSIÐ Sírni 83070 FV 10 1971 63

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.