Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Qupperneq 37

Frjáls verslun - 01.05.1998, Qupperneq 37
íslensk náttúra er það sem laðar flesta ferðamenn til landsins. Gullfoss er íslands frægasti foss. Þangað koma um Víða erlendis tíðkast að taka sérstakan aðgangseyri að nátt- 100 þúsund manns árlega án endurgjalds. úruperlum. Samkvæmt því er íslensk náttúra vannýtt auðlind. hveiju ári. Náttúruvernd ríkisins mun ekki leggja fram neitt fé til uppbyggingar á þess- um svæðum næsta ár og alkunna er að það kostaði margra ára baráttu að byggja við Gullfoss það sem kallast mætti viðunandi aðstaða fyrir ferðamenn. Ef hver gestur greiddi 100 krónur í að- gang myndu safnast 10 milljónir árlega. Ekki er vafi á að bæta mætti stórlega að- stöðu við Gullfoss og Geysi og draga úr hættu á skemmdum af átroðningi fyrir að- eins brot af þeirri upphæð. Ef 200 þúsund erlendir ferðamenn greiða 500 krónur hver í aðgangseyri að ís- lenskum náttúruperlum skilar það 100 milljónum til uppbyggingar og aðhlynning- ar að íslenskri náttúru. Bætist 100 þúsund íslenskir ferðamenn í þann hóp verður upphæðin 150 milljónir. Árið 1996 velti Ferðamálaráð alls rúm- um 135 milljónum króna. Ráðið veitti það ár rúmlega 6 milljónir í sfyrki til úrbóta á fjölsóttum ferðamannastöðum. Að auki var veitt það ár sérstaklega 10 milljónum frá umhverfisráðuneyti til slíkra endurbóta vegna þess að þörfin var talin brýn. Aðeins tókst að koma til móts við hluta umsækj- enda en veitt var til 30 verkefna. FERÐAFÉLAGIÐ VILL EKKIELTA FÓLK UPPI Haukur Jóhannesson, forseti Ferðafé- lags Islands, sagði að um gjaldtöku eða að- gangseyri hefði töluvert verið rætt innan félagsins og ekki væri nein sérstök and- staða þar gegn því að taka aðgangseyri af gestum sem heimsækja íslenskar nátt- úruperlur. Félagið hefði hinsvegar ekki viljað taka opinbera afstöðu til þess. „Eins og þetta hefur verið lagt upp þá viljum við ekki gerast umboðsmenn ríkis- ins og elta fólk uppi. Það eru mýmargir tæknilegir örðugleikar á því að heimta slik- an aðgangseyri við viljum ekki taka að okk- ur það óvinsæla hlutverk." Haukur sagði að reynsla Ferðafélags- manna væri sú að íslendingar vildu ekki greiða slíkan aðgang að eigin landi en út- lendingar væru hinsvegar mun hlynntari því enda flestir vanir því úr sínu heima- landi. „Við stöndum í miklum framkvæmdum um þessar mundir þar sem heilbrigðis- reglugerðir skylda okkur til uppbygginga í Landmannalaugum. Þar verður alls um 15 milljónum varið til holræsaframkvæmda og uppbyggingar á hreinlætisaðstöðu sem er afar erfitt félagi eins og okkar. Við sótt- um í sjóð Ferðamálaráðs en fengum ekki krónu.“ Haukur sagði að það hefði ekki komið til tals að leggja sérstakt holræsagjald á í Landmannalaugum enda taldi hann gjald- skrá fyrir gistingu og annað vera þar eins háa og markaðurinn þyldi. Haukur taldi að eina raunhæfa lausnin ef menn vildu taka sérstakan aðgangseyri að íslenskri náttúru væri sá að heimta það inn af ferðamönnum við komuna til ís- lands. Þannig næðist til allra erlendra gesta en gjaldtaka af heimamönnum væri áfram óleyst mál. SPURNING UM VILJA Af því sem kemur fram í rnáli manna hér að framan eru einkum tvenn rök sem talin eru mæla gegn því að koma á inn- heimtu aðgangseyris að íslenskum nátt- úruperlum. Annars vegar er sú skoðun að íslenskt þjóðfélag sé ekki tilbúið til þess að samþykkja slíka gjaldtöku. Það hefur ekki verið kannað svo vitað sé. Það hefur hins vegar komið fram í könnunum, sem Ferðamálaráð hefur látið gera á viðhorfum erlendra ferðamanna, að þeir gefa íslenskri náttúru hæstu einkunn og verðlag á ýmsum þáttum sem tengjast ferðalögum innanlands er ekki eins hátt þeir reiknuðu með. Að því viðbættu að að- gangseyrir að náttúruperlum er algengt fyrirbæri erlendis má draga þá ályktun að erlendir ferðamenn myndu almennt ekki taka því illa þótt slík gjaldtaka yrði sett á hér. Hins vegar eru þau rök að það sé vegna aðgengi að stöðum tæknilega mjög erfitt að innheimta slíkt gjald. Það er vissulega rétt að á nokkrum stöðum hagar svo til að slíkt er nær ógerlegt nema með veruleg- um breytingum á aðkomu en á mjög mörg- um stöðum væri slík innheimta mjög vel framkvæmanleg. Það skal fúllyrt hér að á eftirtöldum stöðum væri hægt að innheimta aðgangs- eyri án fyrirhafnar: Þórsmörk, Land- mannalaugum, Eldgjá, Hveravöllum, Gull- fossi, Herðubreiðarlindum, Öskju, Kverk- tjöllum, Dettifossi, Dimmuborgum og eru þá trúlega taldir upp þeir staðir sem flestir ferðamenn sækja heim. 33 SNÝST UM HUNDRUÐ MILUÓNA Ef 200 þúsund erlendir ferðamenn greiða 500 krónur hver í aðgangseyri að íslenskum náttúruperlum skilar það 100 milljónum til uppbyggingar og aðhlynningar að íslenskri náttúru. Bætist 100 þúsund íslenskir ferðamenn í þann hóp verður upphæðin 150 milljónir. 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.