Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Side 39

Frjáls verslun - 01.05.1998, Side 39
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Byko, er aðaleigandi fyrirtækisins ásamt móður sinni, Önnu Bjarnadóttur. Aðrir hluthafar hafa selt þeim sinn hlut á undanfornum árum. Faðir Jóns Helga, Guðmundur Jónsson, og Hjalti Bjarnason, bróðir Önnu, hófu rekstur Byko fyrir um 36 árum í litlum skúrum við Kársnesbraut í Kópavogi. FV-myndir: Geir Ólafsson. rekur Byko-lat í Lettlandi, verslunina Habitat, Byggt og búið, Glugga- og hurða- verksmiðju í Njarðvik og Bykoverslanir á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og í Reykjanesbæ. Fyrirtækið á einnig meiri- hluta í byggingavöruverslun á Akranesi og nú síðast bættist raftækjarisinn Elko í safnið. Einnig eru áform um uppbygg- ingu í Reykjavíkurhöíh fyrir Byko á næsta ári. VIÐTAL: Ólöf Rún Skúladóttir Jón Helgi hefur átt alla sína starfsævi það sem af er hjá fyrirtækinu þótt einnig hafi hann fengist við fleira. Fyrir þremur árum sldptu fjölskyldurnar upp eignarhlut sínum og hluthafar seldu Jóni Helga og Önnu Bjarnadóttur, móður hans, sinn hlut. Þau eru nú einu eigendur fyrirtækisins. 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.