Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Page 52

Frjáls verslun - 01.05.1998, Page 52
SAMEIGNAR- OG SÉREIGNARSJÓÐIR Munurinn á sameignar- og séreignar- sjóðum er töluverður. Stærsti munurinn felst i tryggingunum. í sameignarsjóði er fólki tryggður ellilífeyrir til æviloka sem og örorku-, maka- og barnalífeyrir. í séreignarsjóði á sjóðfélagi rétt á að fá inneign sína greidda út við 60 ára aldur á eigi skemmri tíma en 10 árum. Þegar hann hefur tekið alla upphæðina út fær hann ekki lengur greiðslu frá sjóðnum. Það sama gildir um örorkulífeyrinn en ekki er greiddur maka- eða barnalífeyrir úr séreignarsjóðum. Inni- stæða í séreignarsjóði erfist við fráfall sjóðfélaga en rennur til hinna sjóðfélaganna þegar um sameignarsjóð er að ræða. Hingað til hefur engin skylda hvílt á þeim sem greiða í séreign- arsjóð að tryggja sér örorkulífeyri eða ellilífeyri til æviloka. Sjóð- irnir hafa hins vegar boðið sjóðsfélögum að kaupa sér tryggingar hjá tryggingafélögum fyrir hluta iðgjaldanna. I dag getur fólk fengið inneign sína útgreidda í lágmark 10 ár. Allir geta hins vegar valið um lengri tíma. Með nýjum lögum verð- ur lágmarkið 7 ár. Þá getur einstaklingur hafið töku séreignalíf- eyris við 60 ára aldur og tekið út að lágmarki á 7 árum eða á þeim árafjölda sem viðkomandi vantar í 67 ára aldur. Þannig getur sá sem byijar 65 ára, tekið út á tveimur árum. Þetta gildir einungis fyrir lífeyrisréttindi sem eru umfram lágmarkstryggingu. Eigi á hinn bóginn að nota séreignina sem hluta af lágmarkstryggingu, sem er heimilt samkvæmt nýju lögunum, getur binditíminn verið lengri. VIRKARA EFTIRLIT í nýju lögunum er rikisskattstjóra falið það verkefni að hafa eft- irlit með þvi að greitt sé lífeyrisiðgjald vegna allra sem skyldu- trygging lífeyrisréttinda nær til. Það á m.ö.o. að vera virkara eftir- lit með því að iðgjöldin skili sér en áður komust menn upp með að greiða ekki í lífeyrissjóð. Lífeyrissjóðir og launagreiðendur þurfa árlega að gera grein fyrir greiðslum í lífeyrissjóði og einstaklingur skal tilkynna á skattaframtali hvað hann hefur greitt í lífeyrissjóð á árinu og þá líf- eyrissjóði sem hann hefur greitt til. Vanræki einhver að greiða er honum gefinn kostur á að bæta úr því en sinni hann því ekki inn- an tiltekins tíma leggur ríkisskattstjóri á hann iðgjald sem sent er til innheimtumanns ríkissjóðs. Þess ber þó að geta að enn geta allir greitt allt í séreignasjóð, eða allt þar til 1. júlí 1999, því lífeyrissjóðirnir hafa árs aðlögunar- tíma tíl að breyta reglugerðum sínum. Eftír það verða allir skyld- aðir til að greiða ákveðið lágmark í samtryggingu. SKATTALEG MEÐFERÐ Lengst af hefur lífeyrissjóðsiðgjald sem stafar frá launþega ver- ið skattlagt, þ.e. ekki hefur verið veittur skattaafsláttur vegna ið- gjaldsins heldur hefur hlutur launþega verið tvískattaður, þ.e. bæði inn og út. I kjarasamningum sem gerðir voru árið 1995 var ein forsenda þeirra að skattalögunum yrði breytt í þá veru að 4% iðgjald launþega tíl lífeyrissjóðs yrði frádrátt- arbært frá skatti. Arið 1995 var ákveð- ið að veita þennan skattaafslátt í áföngum og tók sú breyting fullt gildi frá 1. júlí 1997. Framlag vinnuveitenda í lífeyris- sjóð vegna launþega er í dag að lág- marki 6% en í gildi eru kjarasamning- ar sem gera ráð fyrir hærra framlagi launagreiðanda. Frá 1. janúar 1999 gefst launþegum kostur á að greiða allt að 6% í lífeyrissjóð með skattafrádrætti og því er ekki ósennilegt að krafan í næstu kjara- samningum verði sú að framlag vinnuveitenda hækki, t.d. úr 6% í 8%. Þá gæti iðgjald til öflunar lífeyrisréttinda verið allt að 14% fyrir hinn almenna launþega. Greiðslur í lífeyrissjóði eru skattfijálsar, þ.e. þær reiknast sem útgjöld. Fólk greiðir þvi engan tekjuskatt af því sem það greiðir inn. Þegar það er 67-70 ára og tekur út er það eins og tekjur, þ.e. það er borgaður skattur af því. Þetta er því einskonar skattfrestun. VERKTAKAR 0G SJÁLFSTÆTT STARFANDI Verktakar og sjálfstæðir atvinnurekendur hafa að mörgu leyti meira frelsi en áður. I eldri lögum var gert ráð fyrir að sá sem tíl- heyrði ákveðinni stétt skyldi greiða í þann sjóð. T.d. voru verk- fræðingar skyldaðir að greiða í lífeyrissjóð verkfræðinga þótt þeir störfuðu sem sjálfstætt starfandi aðilar eða við önnur störf. Nú ræðst skylduaðildin af þeim kjarasamningi sem einstaklingurinn er aðili að. Sé einstaklingur ekki aðili að kjarasamningi getur hann ákveðið í ráðningarsamningi í hvaða lífeyrissjóð hann greiðir. Þeir sem á hinn bóginn greiddu ekki í lífeyrissjóð áður eru nú skyldugir að byrja á því samkvæmt nýju lögunum. (Þess ber að geta að lífeyrissjóðirnir hafa árs aðlögunartíma til að breyta reglu- gerðum sínum svo það geta allir greitt í séreignarsjóð fram að því.) Tíu prósent reiknaðra launa sjálfstæðra atvinnurekenda (6% vinnuveitandans og 4% launþegans) eiga að fara í lífeyrissjóð og þeir geta fært það sem skattfrjáls útgjöld. Hversu stóran hluta þeir greiða í sameignarsjóð fer eftir kröfu viðkomandi sjóðs um lág- markstryggingavernd (algjört lágmark er talið vera 34%). Afgang- num geta þeir ráðstafað í séreignarsjóði að eigin vild, en þeir Ijár- munir eru þá bundnir tíl ákveðins tíma. Þeir geta m.ö.o. valið þann sjóð sem gefur besta ávöxtun og hefur minnstan kostnað í stað þess að vera lögbundnir tíl að greiða í ákveðinn lífeyrissjóð. Verði þeir gjaldþrota er ekki hægt að ganga að eign þeirra í lífeyrissjóði. MAKAR SJÓÐFÉLAGA Samkvæmt 14. grein laganna getur sjóðfélagi nú ákveðið að hluti af iðgjaldi hans í lifeyrissjóð, t.d. helmingur, kaupi vernd fyr- ir makann. Makinn ávinnur sér þannig réttindi í gegnum sjóðfé- lagann, þ.e. safiiar sér í lifeyrissjóð i gegnum hann. Við fráfall sjóðfélaga hafa einungis makar sjóðfélaga í sameign- Því fyrr, því betra, Kr. Inneign vex meira ef sparnaöurinn nær ylir lengri tíma. 25 Aldur 35 45 55 65 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■| Þvi fyrr sem fólk fer að spara - því betra. Inneign vex meira ef sparnaðartíminn er lengri. MAKAR SJÓÐFÉLAGA Samkvæmt 14. grein laganna getur sjóðfélagi nú ákveðið aö hluti af iögjaldi hans í lífeyrissjóö, t.d. helmingur, kaupi vernd fyrir makann. Makinn ávinnur sér þannig lífeyrisréttindi líka. Þetta getur skipt miklu máli ef fólk skilur skömmu áöur en þaö kemst á eftirlaunaaldur. 52

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.