Alþýðublaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 10. október 1970 MOA MARTINSSON: mmfl jú kominn vetur; en við skul- um sjá til. Ég fékk falllegan blómbönd hjá honum. Það voru georgínur, gular, sól- hettur og svo ertublóm, sem broskazt höfðu í haustrign- ingunum. Ég gekk inn um limgirðinguna, trén svignuðu undan þunga ávaxtanna og undir þeim og á milli þeirra lágu heilir haugar aff full- þroskuðum ávöxtum. Ég hélt niðri í mér andanum og elti garðyrkjumanninn skref fyr- ir skref þar sem hann með bastþráð í munninum gekk á miiili dlómiairtaðanna og klippti hvert blómið af öðru handa mér og lagði þau síð- an í knippi. Hér fyrir innan limgirðinguna er svo afskap- lega létt að gleyma öllum eplunum. Og með fimm tíu aura í hendinni og svo vel klædd, að garðyrkjumað- urinn segir ekki „þú“ htetld- ur „ungfrú góð,“ getur mað- ur ekki verið þekktur fyrir að stela, Gkki einu sinni fyr- ir að lát’a sér detta slíkt í hug. Þau eru að vísu dálítið hörð enn þá, sagði hann um leið og hann batt bastþræð- inum utan um ilmandi blóm- vöndinn; en þú skalt nú samt fá þér nökkur stykki, ung- frú góð. Ég varð of undrandi á þessari góðsemi hans og ör- læti til þess að ég hefði rænu á að beygja mig niður til þess að taka upp epli og bíta í það. Og hann leysti mig úr öllum vanda mieð því 'að beygja sig sjálfur og fá mér nokkur stykki. Hvar áttu heima? Yfir í byggingafélagshús- unum. Eiga foreldrar þínir sjálfir hús? Nei, við leigjum hjá Valdi marsfóHdnu. Nú, já. Ertu þá dóttir hennar Stenman? sagði hann og virti mig fyrir sér frá hvirfli til ilja. Svona falleg lítil stúlka. Hver skyldi hafa trúað því? Svo gekk hann inn í vermi- húsið á ný og stakk nokkr- um indælum, safaríkum per- um niður í bréfpokia. Hafðu þetta með þér heim, ungfrú góð. Þá hefurðu eitthvað til þess að stinga upp í munn- inn í kvöld. , ; Þær eru góðar, þessar per- ur. Það skal ég ábyrgjast. . Ég hneigði mig djúpt og eins og kurteislega og ég bezt hafði vit á. Mér fannst eitthvað hoppa innan í mér rétt eins og froskurinn heima á kommóðunni hlaut að hoppa á nóttunni. Einn góð- aln veðurdag myndi froskur- inn verða horfinn, áreiðan- lega. Það hoppaði innan í mér heil hersing af 'ham- ingjusömum, lífsglöðum litl- um froskum. Þegjandi gekk ég út um hliðið á ný og út á þjóðveginn. — Ég var þá búin að koma inn fyrir lim- girðinguna. Já, sér eru nú hver ósköp- in. — Þvílíkt og aininað eins, andvarpaði „sykurrófan,“ þegar hún sá mig koma með blómvöndinn. H'anda hveirj- um eru öll þessi blóm? Kaupkonan á að fá þau, svaraði ég afundin og snar- aðist upp þrönga stigann og upp á loftið til mömmu. Ilm- ur ertub'lómanna fyllti stiga- ganginn og loftið á svip- stundu. Dyrnar inn í her- bergið okkar vom opnar. Við mér blasti drengurinn í bláu buxunum þarna á kommóð- unni, froskurinn glápti upp á hann, súkkulaðivínþrúgan lá þama á sama stað við hliðina á Styttunni; þama voru vasamir liennar mömmu með vöndum atf' puntstráum. Allt eins og það átti að vera og svo var þar matarlykt líka. Ég v-ar sann- færð um að mamma myndi gefa mér góðain bita fyrir hvað ég var dugleg að sækja fyrir haha blómin, enda þótt ekki væri matartíihi. En falleg blóm, sagði mamma. Þú ættiir að fara með þau strax til kaup- konunnar fyrir mig, Mia mín; þau visna svo fljótt, svona blóm. En hvað þú hef- ur fengið mikið af blómum fyrir eina fimmtíu aura. Og þetta fékk ég meira ,að Segja í kaupbæti, sagði ég og fékk mömmu pokann með perunum. í kaupbæti. — Hvað ertu að segja, barn? Garðyrkjumanninum fannst ég svo fín. . .. Hm — sagði miammia. Já, víst. Hann sagði það sjálfur. — Þú heldur þó víst ekki, að ég hatfi tekið þau? Mér kom sem sagt í hug rétt í þessu, að það væri nú ekld svo ýkja langt síðan ég hatfði stungið upp á því við mömmu mína að hún skyldi bara læðast inn fyrir lim- girðinguna til þess að ná í eitthvað handa ókkur að borða. Það var nóftina sem hún setti nestiskörfuna h'ans stjúpa míns í eldinn ti'l þess að geta fengið kaffivatnið til þess að sjóða. Nei, Mia mín. Ég Veit að þú hefur ekki gert það. En þarf maðuir að vera vel klæddur tíl þess að manni sé gefin . pera? Skyldi þeim ekki líka langa í annað eins sælgæti og perur eru, kralkka- ormunum, sem verða að ganga berfætt atf því að for- eldrar þteirrá eiga ekkert á fæturna handa þeim? Mamma var nú líka svo einkennileg, — stundum. En mér.var alveg sama, hvað hún sagði um þetta. Það er jú augljóst, að fólk gefur vel klæddum bömum miklu frek- ar eitthvað upp í sig h'eldur en hinum. Hvað ekki er að undra. Hin eru svo ljót og leiðinleg. Ég tók við blóm'avendin- um af mömmu, fékk mér eina peru úr pokanum Og lagði af stað til haupkonunnar. — • Máhstu nú áreiðahfégá1. hvað þú átt að segja? kall- ^ aði 'mamma á eftir mér.>. , > Ég'tók við blómavendihum" af mömmu, fékk mér eina. Hver býður betur? Það er hjá okknr sem þið getið fengið AXMINSTER teppi með aðeins 10% útborgun AXMINSTER — annað ekki, Grensásvegi 8 — Sími 30676 Laugavegi 45B — Sími 26280. Takið effir Takið eftir Þar sem verzlunin er að hætta í þessu hús- næði, verða vörurnar seldar á mjög lágu verði og með góðum greiðsluskilmálum. Komið og skoðið, því sjón er sögu ríkari. Ekki missir sá sem fyrstur fær — sjaldan er á botninum betra. FORNVERZLUN & GARDÍNUBRAUTIR Laugavegi 133 — Sími 20745. Opið alla daga til kl. 22 nema laugardaga til kl. 18. Sunnudaga frá kl. 13—18. GLUGGATJALDASTANGIR FORNVERZLUN o s GARDINUBRAUTIR Laugavegi 133 — Sími 20745 Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok —Geymslulok á Volkswagen í all- flestum litum. Skiptum á eimun degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin.1 Bílasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25, Símar 19099 og 20988,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.