Alþýðublaðið - 04.03.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.03.1972, Blaðsíða 1
1 NÚ HEIT- IR ÞAÐ: GÓÐAN g t dag er laugardagur, - til lukku. Þann dag valdi Alþýöublaöiö sem fyrsta út- komudag I nýjum búningi sem offsetprentaö dagblaö. t kjölfar þeirrar breytingar fylgja aörar, bæöi i efni og á útliti, sem rit- stjúrn hefur undirbúið. Ein af breytingunum, sem þegar hafa veriö ákveönar, er, aö Alþýðublaðið verður nú árdegisblaö aftur. Um nokkurra ára skeiö hefur blaðið veriö siö- degisblaö, en nú munu kaupend- ur á ný fá blaðið árla morguns, um svipaö leyti og þeir koma á fætur. Þessi breyting veröur frá og meö næsta þriöjudegi. f þessu siöasta slödegisblaöi bjóöum viö þvi iesendum blaös- ins gott kvöld og komum svo út n.k. þriðjudagsmorgun og bjóö- um þeim góöan dag! HOFUM EKKI TÍMA TIL AÐ VERA REIÐ ÞAÐ VARÐ EKKI SUMAR í MARZ Snjórinn I gærmorgun setti heldur betur strik í „veöurreikninginn” — þvi hver bjóst við ööru en sumri I marz eftir vor I febrúar? Hann verður frekar kuldaiegur um heigina ef dæma skal eftir upplýsingum veöurstofunnar: Alihvass norö-austan síödegis i dag, en þó úrkomulaus. Eins og viösögöum frá i blaðinu i gær brann skáli skátafélagsins Vífilsfells i Garöahreppi tii kaldra kola I fyrrakvöld, og á myndinni standa nokkrir skátar yfir rjúkandi rústunum. Lengst til vinstri er Þórdis ólafsdóttir, ein aöaldriff jöörin i fclaginu og félagi unglinganna og ieiöbeinandi, og heimsótti fréttamaöur hana i gær. — Viö erum ekki á þeim buxun um aö gefast upp, við erum byrjuö að hugsa um nýjan skála og förum að byggja undir eins og við höfum fengiö leyfi til þess, sagöi hún hress i bragði. — Við fengum þennan skála, sem upphaflega var vinnuskúr i Reykjavik, að gjöf frá hreppnum fyrir fimm árum, og alla tið siðan höfum við staðið i þvi aö halda i horfinu vegna sifelldra skemmd arverka hélt Þórdis áfram. En þó hefur keyrt um þverbak und anfarið ár, og má segja aö þaö hafi verið farið uppeftir um hverja helgi til að lagfæra eftir skemmdarvargana, og stundum I miöri viku. Verst var skálinn þó útleikinn eftir tvær undanfarnar helgar, allar rúöur boru brotnar og hliðin, þar sem huröin var gengin til og aö mestu ónýt. Og svo var endahnúturinn rekinn á þetta meö þvi aö kveikja i. — Hafiö þiö nokkra hugmynd um það hverjir hafa veriö þarna að verki? — Nei, en þetta hljóta aö vera dugnaöarmenn, sem vinna mark- visst aö málefninu, þvl þeir hafa lagt á sig að fara þarna uppeftir þegar allt var ófært og ekki varö komizt nema gangandi. Þarna hafa reyndar sést spor, bæöi eftir bila og hesta — og jafnvel merki um að hestar hafi verið hýstir i forstofunni. — En við höfum engan tima til að vera reið, bjóð- um bara þetta fólk hjartanlega velkomið í skátafélagiö, —til þess aö hjálpa okkur að byggja upp, ekki til að rifa niður. Það eru um 60 skátar, flestir innan við 15 ára, sem áttu þennan skála og þeir hafa notaö hann geysilega mikið, feröirnar þangaö skipta hundruöum á þess- um fimm árum. 25 ÞUSUND FORU UT Þriöji hver verkfær tslendingur fór til útlanda á siöastliðnu ári, og mun þaö vera heimsmet. Á iandinu er 80 þúsund verkfærra manna, og um 30% þeirra fóru ut- an, eða um þaö vil 25.000 manns! Ferðamannfjöldinn tii tslands jókst um tæp 15% á árinu, og er island eitt af þrem hæstu löndum i heiminum, hvaö ferðamanna- aukningu snertir. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi hjá Lúövik Hjálmtýssyni, formanni Feröamálaráös, I gær. Meðalaukning undanfarin ár hef- ur verið um 15%, og bjóst Lúövik við enn meiri aukningu i ár, þar sem ferðamannatiminn hér væri stöðugt aö iengjast ,,I báöa enda”. Alls komu rúmlega 71 þúsund feröamenn hingað i fyrra, og er það met. Mest kom af Banda- rikjamönnum, eöa 27 þúsund, en 28 þúsund frá hinum ýmsu Evrópuþjóðum. Eyðsla feröamanna eykst einn- ig mikið, og var hún 7.600 krónur á mann i fyrra, cn til samanburð- ar var hún ekki nema 3.100 áriö 1960, og er þetta reiknað á föstu gengi, svo að samanburöurinn er raunhæfur. Sameinuðu þjóöirnar hafa nýlcga veitt feröamáiaráöi styrk, til þess aö gera úttekt á íslenzkum feröamálum og hefur sú athugun nú veriö boöin út. Niöurstööu athugunarinnar er aö vænta eftir ár. Beinar og óbcinar tekjur af erlendum feröamönnum námu á siöasta ári röskum milljaröi, og er það þvi 9.3% af heildarútflutn- ingsverömætum landsmanna. Eins og nærri má geta er þaö Spánn, sem freistar flestra is- lendinga, og ef tveir staöir eru öðrum fremur vinsælli, þá eru þaö Costa del Sol og Maliorka. Ýmsir hafa haft áhyggjur af þvi að „viöskiptajöfnuöur” okkar i ferðamálum hafi veriö óhag- stæður, en meö áframhaldandi þróun i uppbyggingu islands sem ferðamannalands breytist þaö ef- laust innan tiðar. KONUR BORGI FYRIR SIG! i breytingartillögum Gylfa Þ. Gislasonar viö frumvarp rikisstjórnarinnar um tekju- og eignarskatt er gert ráð fyr- ir þvi, aö viö áframhaldandi endurskoðun skattalaga verði þaö sérstaklega athugað að gera allar giftar konur aö sjálfstæðum skattborgurum þannig, að það hafi engin áhrif á skattgreiðslur hvort konan er gift eða ógift. Er þá gert ráö fyrir þvi, að kona, sem vinnur utan heimilis, greiöi sjálf skatt af tekjum sinum, en aö giftri konu sé reiknaður hluti af tekjum eiginmannsins sem laun fyrir vinnu hennar á heimilinu. Þessar tekjur húsmóöurinn- ar dragast aö sjálfsögöu frá skattskyldum tekjum manns- ins og verður eiginmaöurinn þvi meö þeim mun lægri skatta. Hér er um aö ræða algert nýmæli, sem áreiöanlega mun vekja mikla athygli, en er i raun og veru sú eina lausn á skattamálum kvenna, sem er i samræmi viö nútimann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.