Alþýðublaðið - 04.03.1972, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 04.03.1972, Blaðsíða 11
eftir Arthur Wayse Kross- FYRSTI HLUTI. Hálendið. 1. gátu- krflið /SLftfZA< /P//«5 57Í/ÓÆ i V/ :n sróLPó '/ BfíK/ VÉITT -T/6rz 'rtt GfíNó FL07 GftNCr , uR/r/r/ /nRL /£D/ H ■) 3 PLQr/Tfl fínMP \ 'B ! HRByp I5T r S5B. HLJC&Q £NZ> fíLTju Nfí ■ RlST/ mrw/ / [ 9 BÓiW 'H SKORQR RULfíR Sj'oriu /n i'msT uNr/ 5 *) i DUCr LLÚtUR HRÚNfí VfíRMR 7 (o L Y/</L ORÐ ~ MÆ.LJK'YftRV/ LAUSN í NÆSTA BLAÐI Ef ungur gullgrafari, Michael Clendon, hefði ekki af tilviljun verið á vesturleið gegnum Maxada- svæðið á vesturströnd brezku Columbiu, hefði litla einhreyfils flugvélin með Morgan Halsted og dóttur hans Linnea um borð alveg eins getað horfið, án þess að nokkur tæki eftir þvi. Ástæðan fyrir komu amerisku feðginanna til hinna hálendu landareigna Mike var sambland af vanþekkingu, fifldirfsku og hreinni og beinni óheppni. Þetta byrjaði allt saman með þvi, að Morgan Halsted hafði tuttugu og átta timum fyrr tekið ákvörðun, sem Linn, dóttir hans hafði sam- þykkt með hálfum huga. Þau voru þá stödd mörg hundruð kilómetra sunnan Maxada-svæðisins, og Mike Clendon var langt i austri, i fjalllendinu i ná- grenni við Mara-vatn. Þennan sólrika septembermorgun hafði Halsted farið niður i veitingasalinn i Hótel Empress i Vic- toriu, þar sem dóttir hans sat við morgunverðar- borðið yfir diski með hrærðum eggjum og pylsum. Hann gaut hornauga til disksins fyrir framan hana, andvarpaði og settist siðan andspænis henni og sagði lágt: ,,Góðan daginn hertogaynja”. Stúlkan var sjálfskipuð samvizka hans og um leið einka- ritari hans. Hann hafði stungið af frá lokaveizlu verzlunarfundarins, sem var orsök þess, að þau voru komin svona langt norður frá Oakland. Og ef guð hafði ekki veitt Linny dálitinn smekk fyrir grini um nóttina, þá voru erfiðar minútur i vændum. „Hvað varð af þér Morg?”. Hún var ekki há- vaxin, en spengilega vaxin og gráeyg. Hendur hennar voru langar og liðugar, hárið brúnleitt. ,,Þú veizt vel, að, bú varst valinn til þess að hitta unarráðherrann”. Linn skac sér pylsu með gaffl inum. ,,Ég vildi, að þú fengist til þess að skilja hve það er slæmt fyrir mig, þegar þú hverfur á þennan hátt”. ,,Oh, ég var viss um, að þú myndir kippa málun- um i lag, Linny. Þú ert mjög fær diplómat”. Ungur sjóliðsforingi frá kanadiska sjóhernum, myndarlegur og sólbrunninn, gekk fram hjá borð- inu þeirra við gluggann, hikaði, og sneri sér siðan við. Hann brosti blitt til Halsteds. ,,Ég náði þvi miður ekki nafninu yðar i allri ringulreiðinni, liðsforingi”, sagði Halsted. „Viljið þér ekki fá yður sæti? Þér getið borðað með okkur morgunverð”. „Ég hef þvi miður borðað, herra”. Brosið breytt- ist i glott. „Má ég mæla með plómusafa við yður”? „Þynntan?” „Óþynntan”, sagði liðsforinginn. Hann veifaði hirðuleysislega til Linn. „Góða ferð”, sagði hann, og þvi næst hélt hann áfram göngunni. „Skemmtilegur náungi”, sagði Halsted. „Ég skaust inn á barinn til þess að fá mér hressingu fyrir matinn, og lenti þá i samræðum við hann og nokkra aðra, sem voru nýkomnir i land. Þú veizt hvernig þess konar endar. . . eitt leiðir af öðru”. Hann pantaði kaffi og sagði siðan: „Ég ætlaði einmitt að spyrja þig hvort þú hefðir einhvern tima smakkað plómu-gin. En þú hefur sjálfsagt aldrei smakkað það”. Linn fannst þetta vera ósvifin til- raun af hans hálfu til þess að skipta um umræðu- efni. „Svo að við snúum okkur aftur að atburðunum i gærkvöldi, Morg—”. „Heyrðu nú, vinur minn. Ættum við ekki að gleyma þvi?” „Þá finnst mér það vera hrein og klár timasóun að taka þátt i fundum, ef þú skrópar á helminginn af fundunum. Það er lika dálitið meira. Það var efna- fræðingur, sem var að leita að þér. Ég hef nafnið hans hér”. „Gosse”, sagði Halsted, meðan hún var að blaða i vasabókinni sinni. „Kolvitlaus Hollendingur. Ég er búinn að tala við hann. Ég tek við honum frá Waco Petroleum”. Hann fékk sér vænan sopa af heitu kaffinu. Augun, sem virtu Linn fyrir sér yfir boll- RIITH SNYDER OG JUDD GREY Sum glæpamál verða frægari að endemum en önnur. Hér segir frá einu þeirra. Það byrjaði hversdagslega, ef það er rétta orðið: eigin- konan, sem er orðin dauðleið á eiginmanni sinum og tekur sér elsk- huga. Það endaði með ósköpum. Fá mál hafa vakið aðra eins athygli, aðra eins heift, aðrar eins ástríður. Glæpurinn, sem var framinn i nafni ástarinnar, er nánast orðinn „sigildur”, svo oft er til hans vitnað i ritum um þessi efni og svo umdeild hafa málalokin verið ailt frá upp- hafi. 222. stræti i Queen’s Village á Long Island var baðað sunnu- dagsrósemi. Karlmennirnir, hvit- flibbamenn, sem á hverjum virk- um degi söfnuðust til skrifstofu- vinnu i New York, sváfu rólegir meðan visarnir á klukkum þeirra og úrum nálguðust 8. Flestir borgaranna tóku lifinu með ró þennan morgun þann 20. marz árið 1927. Nema i húsinu númer 9327. Kona, sem var kefluð og bundin á höndum og fótum, dróst með erfiðismunum frá svefnher- berginu, yfir stigapallinn og sparkaði i dyrnar að svefn- herbergi niu ára gamallar dóttur sinnar. Þegar skelkað barnið hafði tekið keflið úr munni móður sinnar, var hún send i snatri yfir götuna til Mulhausen fjölskyld- unnar, til að segja þeim að inn- brotsþjófur hefði ráðizt á frú Snyder. Frú Mulhausen flýtti sér yfir um og bóndi hennar á eftir. Frú Snyder sagði þeim að skö- mmu eftir að fjölskyldan hefði komið heim úr boði klukkan 2 eftir miðnætti og eftir að maður hennar og dóttir hefðu farið i rúmið, hefði illilegur maður með svart yfirskegg komið út úr gestaherberginu og barið hana i höfuðið. Hún rotaðist og hafði verið meðvitundarlaus þangað til klukkan var nærri orðin 8. Hr. Mulhausen fór inn i fremra svefn- herbergið þar sem hann fann Albert Snyder látinn. Hann hringdi i lækni hverfisins og lög regluna. Hanny Hansen læknir varð fyrri til á vettvang. Hann lýsti hr. Snyder látinn og snéri sér siðan að frú Snydér, sem endur tók söguna um illilega innbrots- þjófinn. Hún bað um að hún yrði ekki leyst fyrr en lögreglan kæmi. Hansen skoðaði hana og fann ekk- ert sár á höfði hennar. Leynilög- reglumennirnir Heyner og Kraus komu 10 minútum siðar til húss- ins. Meöan Kraus leysti frú Snyder og fann að bandið um ökla hennar var merkilega laust, gerði Heynir lauslega athugun á um- hverfinu. A rúmi hins látna fann hann marghleypu með þremur heilum skotum og þrjú önnur lágu á gólfinu. Ollu hafði verið um- snúið i húsinu. Leitaö hafði verið i skúffum, föt rifin úr skápum og setur rifnar af stólum og sófum. Hann yfirheyrði frú Snyder, sem sagði honum söguna um innbrots- þjófinn og hún endurtók að höggið, sem hún hefði fengið á höfuðið hefði rotað sig i langan tima. Hún spurði ekki um mann sinn. Howard Neail, aðstoðarrann- sóknarlæknir fylkisins kom klukkan 9 um morguninn. Hann kom að Albert Snyder i rúmi sinu. Fyrir vitum hans var stór vasa- klútur og efnisbútur og andliti hans hafði verið þrýst niður i koddann. Hendur hans voru bundnar á bak aftur með hand- klæöi og öklarnir höfðu berið bundnir saman með hálsbindi. Vir, eins og notaður er til að hengja upp myndir, var snúinn þétt að hálsi hans. Þrjú opin sár voru hægra megin á höfði hans. 1 skýrslu sinni rakti Neail dauða Snyders til köfnunar af kyrkingu með virnum, bætti þvi yið að höfuöhöggin hefðu rotað hann og að hann heföi sennilega dáið af köfnun vegna stöðvunar á loftrásinni gegnum nef hans og munn. Við krufninguna, sem framkvæmd var siðar um daginn, fann eiturefnafræðingur borg- arinnar, Gettler læknir, klóróform i heilanum; sem hann áætlaði að magni 44,8 milli- grömm á hvert kiló heilans. Hver sá sem drap Albert Snyder hafði ekki hætt við hálf- unnið verk og hafði beitt þrem að ferðum, sem allar gátu verið ban- vænar. Neail læknir rannsakaði einnig frú Snyder og gat heldur ekki fundið að hún hefði verið barin i höfuðið né heldur fann hann nein alvarleg meiðsli, sem gátu skýrt hið langa og djúpa meðvitundarleysi hennar. George McLaughlin, lögreglu- fulltrúi New York, kom á staðinn klukkan hálftólf f.h. Enn einu sinni endurtók frú Snyder sögu sina. Þegar McLaughlin spurði hana hvort hún hefði ekki gefið neitt hljóð frá sér, svaraði hún neitandi. Þegar fulltrúinn benti henni á, að hún heföi vitað að maður hennar svaf með hlaðna byssu undir koddanum, gat hún enn enga skýringu gefið. Aður en hann talaði við frú Snyder, hafði McLaughlin frétt hjá lögreglu- mönnunum, sem komið höfðu fyrst á vettvang, að henni hefði enn ekki verið sagt að maður hennar væri látinn og að hún hefði ekki spurt eftir honum. Þegar hann tilkynnti henni lát Alberts runnu nokkur tár úr augum hennar, en hún hélt siðan áfram að svara spurningum hans. Sögufræg sakamál - Fyrsta frásögn Laugardagur 4. marz 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.