Alþýðublaðið - 04.03.1972, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.03.1972, Blaðsíða 6
MADDAMA PRESSA LÖGÐ FYR- IRRÖDA TUTTUGASTI og niundi marz 1947. Minnisverður dagur. bá rumskaði Hekla af aldarlöngum blundi. Titringur fór um landið. Svo byrjaði hún allt hvað af tók að spúa eídi og eimyrju út yfir sveitir og auðnir. Fólk i höfuðborginni vaknaði eins og vanalega. bessi laugardags- morgun var bjartur og hreinn, sól- skin og léttskýjað, snjór yfir öllu, meira að segja töluverðir skaflar i höfuðborginni. Strax klukkan átta voru menn teknir að fleygja fréttinni á milli sin á götunum: Hekla er byrjuð! Kannski hefur það verið tilviljun, kannski ekki. En sama dag tók Alþyðublaðið i notkun nýja prentvél! Og ef til vill getum við átt von á einhverjum undrum og stórmerkjum einnig i dag, þvi i gær hætti Alþýðu- blaðið að nota þessa sömu prentvél eftir 25 ár. Auðvitað hefði Hekla átt að halda upp á daginn með myndar- legu gosi — en eins og menn muna setti hún úr sér allan vind fyrir tveimur árum svo þvi verður naum- ast til að dreifa þessu sinni. öllu var tjaldað til að taka sem beztá móti maddömu Pressu þennan vetur. Jóhannes Zoega prentsmiðju- stjóri stóð fyrir þvi. Blaðiö hafði um skeiö verið prentaö hjá Visi i Félags- prentsmiðjunni hinumegin við Ingólfsstræti, prentararnir orðið að rogast með formana þangað yfir á nóttunni. betta var ný vél og gifurlega dýr vél. Hún mundi skila betra blaði. Henni var nú kirfilega komið fyrir i kjallaranum i Alþýðuhúsinu, götu- megin við salinn, þar sem dansað var af grið og ergi allar nætur, og þar hefur hún setiö siðan kyrr og óhagganleg eftir þvi sem árin færðust yfir og leyst af hendi starf sitt, oft gegn vanþakklæti eins og gengur. Maddama Pressa er ættuð úr henni Ameriku, komin frá Chicago- borg, af gerðinni The Goss-o-type, sem þótti fyrirmyndarmerki i þá daga. A striðsárunum höfðu menn annað að gera en búa til prentvélar, en svo var tekið rösklega til hendinni, og þessi vél var ein sú fyrsta sem fram- leidd var af þessari gerð eftir strið. A fyrsta blaðinu sem vélin skilaði var stór mynd af Heklugosinu, stærsta prentmynd sem tii þess tima hafði birzt i Alþýðublaðinu. Og sá sem vélinni stjórnaði var Ingimar Jónsson, ungur maður og lipur prentari. Hann var pressumaður nokkra fyrstu mánuðina, leysti verk sitt vel af hendi, og menn Voru ánægðir með blaðið. En sá maður sem lengst var pressumaður og flest árin annaðist maddömu Pressu var borvaldur Kolbeins, ættfræðingur og fróðleiks- maður mikill. A kvöldin varð honum stundum skrafdrjúgt við okkur strákana á ritstjórninni og leysti oft duglega frá skjóðunni meðan hann var að líma undir myndirnar rétt áður en maddama Pressa tók til starfa. Og þannig siluðust dagarnir áfram og urðu áður en varði að tuttugu og fimm árum. Maddama Pressa var ekki lengur ung, hún var gömul og slitin og þreytt. Kannski höfum við ekki verið nógu ræktarsamir við hana og ekki séð nógu vel um að hún hefði allt sem hún þurfti? Arangurinn var heldur ekki alltaf nógu góöur: Myndir af fegurðar- skvisum urðu kannski að felu- myndum, strik og rákir birtust á hinum forundarlegustu stöðum. Nei, árangurinn er aldrei nógu góður. Hver getur að loknu löngu starfi hælt sér af að skila alltaf bezta árangri? Slikt kemur kennski fyrir i minn ingargreinum. alls ekki i veru leikanum. Allir vissu nákvæmlega hvað að var — ef eitthvað var að, nema við á Alþýðublaðinu. Sumir sögðu að farf- inn væri ekki réttur. Og þá var skipt um farfa. Aðrir sögðu vélin væri ekki nógu vel þrifin, og þá var vélin þrifin. Og stundum sögðu menn að dekkiö væri slitið en samt frestað að kaupa nýtt af peningavandræðum (dekk er sá flötur sem þrýstir pappirnum niður á letrið). Og enn aðrir vissu fyrir vist, að það væri of kalt i kjallaranum. Samt finnst mér ég standa i ein- staklega mikilli þakkarskuld við þessa gömlu maddömu Pressu. Hún er búin að skila miklu til fólksins af þvi sem við hérna upp á annarri hæð- inni höfum verið að hugsa, og það er ekki hennar sök þótt ekki hafi það allt verið eins og eftir Salómon eða Sókrates. En það reyndist svo um maddömu Pressu sem alla aðra er vandasömum störfum gegna, að hún haföi ekki alitaf erindi sem erfiöi. Af ýmsum ástæöum hefur hún verið kritiseruð óvægilega fyrir frammi- stöðu sina, Menn muna betur það sem aflaga fer heldur en hitt sem er i lagi. Rafmagnið og maddaman er kapituli út af fyrir sig. begar maddaman var að spýta út út sér blöðunum af miklum hraða og allt var i góðu gengi tók pappirinn upp á þvi allt i einu að hlaðast raf- magni af slikum móði að við ekkert fékkst ráðið, blöðin krulluðust saman i brotvélinni og ýmislegt fleira gerðist óskemmtilegt svo pressumaður ætlaði hreint að ganga af göflunum (en svoleiðislagað hendir ekki pre/itara nema botn gjarðirnar séu bókstaflega að fara af tilverunni, þeir eru allra manna hógværastir og geðbeztir hvort sem þeir eru gútemplarar eða ekki, og borvaldur var meira aö segja gútemplari). Viö þessu var fundið upp frum- legt ráð en miður verkfræðilegt, það var nú einmitt gallinn og það á þessari miklu öld verkfræðilegrar snilli: Blaut tuska var hengd upp á viss- um stað og létin strjúkast við pappirinn! bessi uppfinning var mér vitan- lega aldrei tilkynnt til þeirrar skrif- stofu háæruverðugrar sem fjallar um einkaleyfi á hugmyndum og ný- smiði, en mig grunar að Kolbeins hafi verið uppfinningamaðurinn og átti hann þakkir skilið, ef ekki lista- mannalaun. Flinkir menn og tæknilærðir töldu tuskuna raunar mestu ósmið og hreina móðgun við verkfræði- visindin, jafnvel heimsmenninguna sjálfa. Hvenær i sögunni hafði tuska verið látin druslast utan i virðulegri maskinu úr stáli og öllu þess háttar, og hún ekki einu sinni registeruð hjá neinni einkaleyfisskrifstofu? En i reynd skorti þá hugvit til að leysa rafmagnspróblemið. Til þess j-llþtjöublaötí) XX Vij: Forystui>re«n ,s&> ‘ K'tv» * iíí'yf. >« wáw-í,*, mf n-V* ■ nssí^ vr.' VHm v txf t £&&&*’ SX . .?< Forsiða 1. blaðsins, sem prentað var i maddömu Pressu, kom fyrir augu lesenda sunnudaginn 30 marz 1947. Myndin á forsíðunni var af Hekiugosinu, sem brauzt út daginn áður. Hún var tekin austur I Hreppum i glaða sólskini. betta þótti gifurlega stór prentmynd i þá daga, sú stærsta, sem birzt hafði I Alþýðublaðinu. Siðan höfum við Alþýðublaðsmenn ekkert verið feimnir við að birta stórar myndir. Til gamans er loks rétt að geta þess, að sú gamla maddáma Pressa, sem við kvöddum i gær eftir aldarfjórðungs dygga þjón ustu, er sömu tegundar og offset- prentvélin, sem prentar blaðið nú, — aðeins einni kynslóð eldri. ' • . < . .4 ■•■’ ' - v *- ...... ^ 4 JyS . sunfióoi Gosið virtisl :ðar Heklu FGl KI Á B4EJUM I bJORSÁRDAL varð ckki svefnsamt i rsótt wgna dvnkianna úr hinní aielda Heklu, cn gioandi hraunfiöðið vall f>rir he*.* niður vesiurhluW fjalls- in> od virtist í gœrkvöldi komift niður fyrir HrstarcM. scm er við fiallsrceturnar, o« nm 20 kilómetra fró AsólfsstöSum. Hratinf óðið sáat fyrst <*r rtiromn tók afi virtíst fiaiUtt þó ai- r J* eW*. ite-mt »r i ld»rMf<*«l i að wnda konnr <*a f L/éiyéliiril hiirn brott úr dain.jrn. cn töid i þó ekki óstœSu til þesa að tUl U TUAUttUI tM. (.„> fcr.mm nmri »«t MrtMMtMi « HMmb. *r r#». Wikta I r *.— «&*>«. )*»*• <ml Mikim W l«r v«r i I /V - 1.4 'WV» r-fccr kVfcnv i trt- •» -fci» fcvo-*«»c .i ,W«.- | i If i,| » «■»<«•>* —-------------------- -c- -* * var enginn fær nema Kolbeins með tuskunni. Annars hélt ég þvi alltaf fram aö tuskan væri aðallega móðgun við hina virðulegu maddömu Pressu. En hvað um það, þannig náðist raf- magnið úr pappirnum. En eitt vandamálið birtist þá annað er leyst: Svo fór eftir þessa uppfinningu að pappirinn i Alþýðublaðinu reyndist verða eins og heldur óhrjálegur klósettpappir (nónotaður, nótabene) þegar drusluverkið var búið að káfa á honum. Ekki kann ég persónulega skil á neinni maskinu né veit hvursu með skuli fara. En i viðskiptum við þær er mér sagt af sérfróðum að gera eigi einkum þrennt, það er að segja þegar þær bila, sem kemur annað slagið fyrir: Fyrsta: Að gera ekkert, bókstaf- lega ekkert, biða og vita hvort bilunin ekki lagast af sjálfri sér. betta getur verið eins og höfuð- verkur eða gikt í læri hjá Grasa- Guddu — fyrir einhverju sérstöku veðri og þar fram eftir götum. Annað: Sparkað sé i maskinuna, og sparkað fast (vera á sólaþykkum gúmmistigvélum svo maður meiði sig ekki). briðja: Lemja maskinuna með hamri. Fyrst þegar öllum þessum til- tektum er lokið má kalla á tækni- mann. Mig grunar að þetta hafi verið for- skriftin að meðferðinni á maddömu Pressu á stundum, enda hygg ég að hún hafi ekki oftar verið ánægð með mennina en þeir með hana. En einn góðan vin átti maddama Pressa: bað var hann Theódór i Meitli. Sá maður skildi maddömuna betur en aðrir, enda kom hann henni fyrir i upphafi og var sóttur þegar búið var að biða, sparka og lemja. Hann kunni á henni öll tök og skar hana upp við botnlanganum, hjartanu, nýranu eða lifrinni eftir þvi sem við átti. Engum manni var maddaman þakklátari en Theódór i Meitli. Af öllum þeim masklnum sem Al- þýðublaöinu tilheyra er maddama Pressa næst þvi að hafa lifandi sál i minum huga. (Ég undanskil að visu þá ritvél sem ég sjálfur nota, þvi inn i hana skriður min eigin sál og á stundum bágt með að komast þaðan til baka.) Og þegar maddaman var komin i gang fannst mér hún alltaf draga þungt andann, svolitið móð og þreytt. bessar háttbundnu stunur vélar- innar eru i minum huga bergmál frá mörgum löngu liðnum kvöldum er sezt hafa að einhvers staðar djúpt inn i mér og verða aftur lifandi minning þegar vélin fer i gang. Fyrir um tuttugu árum var verk- um svo háttað á ritstjórn blaðsins, að ég varð að vinna á hverri einustu kvöldvakt i meira en tvö og hálft ár. Ég sá þá um fréttirnar. Siminn var á náttborðinu og stundum hringdu menn til min einhverja fregn eftir að ég var kominn i ró heima. Ég hafði á laun sérstakan samning við vin minn og starfsbróður borvald Kol- beins að ég mætti koma niðreftir meö fregnina og hann skyldi setja hana og stinga inn á forsiðuna i stað- inn fyrir einhverja aðra. A meðan þessu fór fram stöðvaði hann maddömu Pressu og mér fannst sem hún væri að kasta mæðinni. Svo þegar allt var tilbúið fór þessi þungi æðasláttur aftur i gang. Alltaf þegar maddaman fór i gang orkaði það þannig á mig sem ég mætti fara að hvila mig. Deginum var lokið. A siðari árum hefur oft verið rætt um að leggja maddömu Pressu fyrir róða. Ný tækni hefur verið fundin upp og hún er orðin gamaldags. Allir verða einhvern tlma gamlir og gamaldags. En meðan forráðamenn blaösins hugsuðu málið, og hugsuöu það enn betur, hélt maddaman áfram að skila blaðinu þrátt fyrir háan aldur og mikla vanheilsu. begar nú loksins er að þessu komið finnst mér rétt að kveðja maddö muna með stórri minningargrein — þegar hún nú safnast til feðra sinna og fer i brotajárn sem er útför allra maskina, þvi allur „málmur” er bræddur upp og steyptur á ný, sama hvur hann er og hvaða „hnappasteypari” um verkið fjallar. Og nú er hinn þungi andardráttur þagnaður fyrir fullt og allt. FJORUTIU OG NIU AR HIA ALÞYÐUBLADINU Meyvant Hallgrlmsson vélsetjari hefur starfað hjá Alþýðublaðinu lengur en nokkur annar maður bæði fyrr og siðar, alls 49 ár, þar af 44 ár sem vélsetjari. 1 tilefni þess að Meyvant er nú að hverfa úr þjónustu blaðsins áttum við stutt viðtal við hann i gær. — Viltu segja mér eitthvað af samskiptum þinum og Alþýðu- blaðsins, þessi tæp 50 ár sem þú hefur unnið hjá blaðinu? — bað væri mikil saga, ef sögð væri og úr minni tæk. begar blaðið var 50 ára birtist stutt viðtal við mig i afmælisblaði Alþýðublaðsins og segir þar m.a. sem enn á við — einmitt á þeim timamótum. þegar starfsemi prentsmiðju Alþýðu- blaðsins er að leggjast niður vegna eðlilegrar rásar nýs tima — nýrrar tækni. begar ég byrjaði að vinna hjá blaðinu var það prentað á Berg- staðastræti 19 og um þremur árum siðar um áramótin 1925—’26 var litið hús risið af grunni og þar var prentsmiðjan nýja i kjallaranum, en uppi afgreiðsla og ritstjdrn. Hún hlaut nafnið Alþýðuprentsmiðjan og auk þess að vera nokkuð vel búin letrum og tækjum var þarna þýzk setningarvél, sem eindálkað meginmál var sett á — og svo var náttúrlega handsett að auki. • Aðalhvatamaður að stofnun prentmiðjunnar var Hallbjörn Halldórsson, sem á þessum árum var ritstjóri blaðsins og prent- smiðjustjóri fyrstu árin. bessi prentsmiðja dugði óbreytt fram undir seinni heimstyrjöld, en um það leyti var alveg skipt um véla- kost og var það eiginlega beint framhald af þvi að blaðið var hægt stækkandi i broti og siðum fjölgaði eftir þvi sem timar liðu. betta er i höfuðdráttum saga prentsmiðju Alþýðublaðsins. . .” Mér þykir rétt að geta þessa hér á þessum timamótum, þegar vænta má þess að blaðið verði að minnsta kosti betur prentað en verið hefur nú um stund vegna ýmiskonar erfiðleika. — Hverjir unnu hér fyrsta daginn þinn á blaðinu. Hve lengi voru þeir að koma blaðinu saman og hvað kostaði það? — Alþýðublaðið var þá aðeins fjórar blaðsiður, var heldur litið i broti þá — og kostaði eina krónu á mánuði. Man ég eftir einum kaup- manni sem borgaði blaðið alltaf reiðulega, eins og vitanlega allir sem voru fastir áskrifendur gerðu, en hann aðeins, ef nógu margir fimmeyringar voru i kassanum hans. Guð blessi þennan kaupmann hvort sem hann er lifs eða liðinn. Viðvikjandi þvi hve lengi var verið að koma blaðinu saman, þá er þvi til að svara, þá var eins og enn i dag, allt starf við að koma út dagblaði kapphlaup við timann, það er sama hvort blað er stórt — þá fleiri höndur, eða litið — færri höndur. — begar maður er búinn að vera 50 ár i starfi hjá sömu stofnun er hann þá ekki með sérstökum hætti orðinn partur af henni og hún af honum? — bað getur vel verið að svo sé. Timinn liður án þess maður viti, maður eyðir æfinni að einum þriðja, tæplega þó, i stofnun, rúmum tveim þriðju annars staðar. beir hljóta aðeigaeitthvað i manni tveir þriðju hlutarnir. — Minnistu ekki ýmissa atvika? — Jú, jú, sannarlega. Ég get vel sagt frá ýmsu sem skeð hefur, það er margs að minnast, en eins og oft áður, timinn er naumur nú. bað væri þá helzt að minnast þess, kollegum minum til gamans, þegar ný tækni heldur innreið sina, með hraðgengum vélum, hvað fór gegnum höndur minar sem setjara eina kvöldvakt fyrir nokkuð mörgum árum. Eftir þá vakt tók ég handritin heim með mér og sund urliðaði i hverju verk mitt var fólgið það kvöld. Og það var ósköp venjuleg vakt frá 5—1 e.m. þá. Ég sé i fórum minum að setning min þau árin hefur verið, 503 vél- ritaðar linur á kvöldvakt og 460—575—448 og 485 vélritaðar linur 17—18 cm. breiðar, þau skipti sem ég athugaði þetta á dreifðu tima- bili, um eins ár skeið. bó sé ég á miða hjá mér einn sunnudag að ég hef sett 860 vélritaðar linur 63 stafir i linu, það er allmiklu meira magn en á venjulegum vöktum og hlýtur að liggja i meiri kyrrð á þeim degi og kannski einum tima lengri vakt, sem ég man ekki nú. En hvers vegna er ég að segja frá þessu? Ég geri það ekki til að mikla sjálfan mig, heldur er þetta stað- reynd. bað geta kollegar minir sannreynt sjálfir og ég veit að margir þeirra gera og gerðu miklu betur. Laugardagur 4. marz 1972 Laugardagur 4. marz 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.