Alþýðublaðið - 04.03.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 04.03.1972, Blaðsíða 12
Stutt og laggott Hávaði í heim- spekideildinni Það gerðist siðastliðinn þriöjudag, að heimspekideild Háskóla islands mælti með, að umsækjandi fengi stöðu, sem dómnefnd, kjörin af henni sjálfri, hafði dæmt óhæfan til að gegna. Þetta er i fyrsta skipti, sem slikt gerist í sögu deildarinnar. Það var i fyrravetur, sem staða lektors i almennum málvisindum var auglýst laus til umsóknar. i fyrstu kom ekki framnein umsókn, en eftir, að umsóknarfrestur var útrunninn kom fram umsókn frá dr. Magnúsi Péturssyni. Kaus þá heimspekideiidin nefnd þriggja málfræðinga til að dæma um hæfni hans. Einn nefndarmanna er doktor I al- mennum málvisindum. Siðastliðinn þriðjudag var svo álit nefndarinnar lagt fyrir heimspekideildarfund og lagði formaður nefndarinnar til, aö frestað yrði að veita þetta embætti og þaö auglýst siðar, þar sem umsækjandi teldist ekki hæfur. Þessi tillaga var felld með sjö atkvæðum gegn átta. Þá bar Bjarni Guönason, prófessor og alþingismaður, fram tillögu um það, að deildin mælti með þvi, að Magnúsi yrði veitt staðan. Þessi tillaga var samþykkt með 12 atkvæðum gegn þrem- ur. Mikiil urgur mun vera með- al stúdenta vegna máls þessa og sátu þeir á fundum i gær. Nú standa málin þannig, að það er I höndum menntamála- ráðherra, að meta hvort hann telur meira virði atkvæði heimspekideildarmanna eða álitsgerð sérfræðinga, — doktors i almennum málvis- indum og tveggja málfræð- inga. Paasio: Munum styðja ykkur Paasio, forsætisráðherra Finnlands heldur íslenzku forsetah jónunum veizlu í kvöld og er fastlega gert ráð fyrir þvi, að hann muni itreka þann stuðning Finna við málstað tslendinga i land- helgismálinu, sem Kekkonen lýsti yfir i gær. Jarlinn borg- ar brúsann Nýlega féll f borgardómi Reykjavikur dómur I máli, sem reis vegna deilna trygg- ingafélags og eigenda flut- ningaskipsins Jarlsins um skemmdir, sem urðu á vélum skipsins. Kröfðust eigendur þess hálfrar milljónar króna I skaðabætur. Málavextir eru þeir, að skipið var á leið til Færeyja i flokkunarviðgcrð og áður en farið var, tryggðu eigendur Jarlsins hann hjá Tryggingu hf. Síðan gerðist það, að vélar skipsins stöðvuðust og töldu vélstjórar, að sjór hefði kom- izt inn á vélarnar. Þegar þær voru kannaðar, kom í ljós, að i legum þeirra var mikið ryð og þar með töldu eigendurnir að trygg- ingarfélagið bæri ábyrgðina. Tryggingarfélagið neitaði þvi hins vegar. Niðurstaöa dómsins varð sú, að stefnandi, Jarlinn, hefði ekki sannað, að skemmdirnar á vélinni mætti rekja til at- burðar, sem Trygging hf. bæri ábyrgð á. Guilfoss tók mðri a rifi t gær lauk sjóprófum vegna óhapps, sem Gullfoss varð fyrir skammt fyrir utan Kaup- mannahöfn 23. febrúar siðast- liðinn. Skipið var sem kunnugt er á leið frá Hamborg úr flokkun- arviögerð til Kaupmanna- hafnar. Þegar það átti skammt ófarið þangað tók það niðri á sandrifi. Tókst fijótlega að ná skipinu af rifinu og i Kaupmannahöfn voru skemmdir kannaðar og reyndust óverulegar. Ekki er fullljóst hvernig þetta atvikaðist, nema að á þessum slóðum er siglinga- leiðin þröng, auk þess sem dimmviðri var, þegar óhappið átti sér stað. Taxar hækka Taxti leigubila hækkaði um 8% í gær, og er „startgjaldið” nú 64 krónur í dagvinnu og 77 krónur f næturvinnu. Taxti sendibila hækkaði sömuleiðis um 8%, auk fleiri breytinga vegna mismunandi stórra bíla. Bflstjórarnir fóru fram á eitthvað meiri hækkun, en samkomulag varð um 8 prósentin. Þess má að lokum geta, að texti leigubflstjóra hefur lítið hækkað á und- anförnum árum. Síðasta hækkun var fyrir rúmu ári, aðeins tvö prósent.— Ég er að reyna að komast til botns í því... HVORT BRIDGESPILARAR SÉU MARGIR GRANDALAUSIR SIGGA VIGGA OG TILVERAN „ÞAÐ SETTI AÐ HENNI OFBOÐSLEGAN HIKSTA” OKKAR Á MILLI SAGT Þórhallur Vilmundarson hélt nýlega fyrirlestra um islenzk örnefni við þrjá norska háskóla, i boði þeirra xxx Upp lýsingaþjónusta landbún aðarins segir f fréttatil- kynningu, að 1. marz sl. hafi verkamaður á 4. taxta Dags brúnar þurft að vinna samtals 907,15 min. fyrir einu kg. af hverri tegund hinna 12 algeng- ustu flokka mjóikurog kjötvara, en 970,5 á sama timá fyrra xxx I fréttatilkynningu frá Hagstof- unni segir, að i janúar sl. hafi verið flutt út fyrir kr. 887,4 millj. en inn fyrir kr. 1.051,7 millj., og þvi sé vöruskiptajöfn- uður óhagstæður þennan mánuö um kr. 164,3 millj. Sama mánuð i fyrra var vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um kr. 179,5 millj. XXX Þjóðhátiðar- nefnd hefur ákveðið að efna til samkeppni um tónverk til flutn- ings á þjóðhátiðinni 1974, og hátiðarljóð, og er skilafrestur til 1. marz 1973 xxx Stjórn SÍS hefur, i tilefni af 70 ára afmæl- inu, ákveöið að gefa starfs- mannafélaginu eina milljón króna að gjöf til byggingar sumarhúsa við Bifröst, en gengið hefur verið frá leigu- samningum um 300 hektara land þar i grennd xxx A afmæli Kaupfélags Þing eyinga var ákveðið að leggja milljjón króna í menningar sjóð félagsins, hálfa I Bókasafn Þingeyinga á Ilúsa- vik, hundrað þúsund I Lauga skóla, en ýmsum öðrum aðilum verða veittar smærri upphæðir xxx 5. janúar sl. gaf forseti Gabon út tilskipun þess efnis, að landhelgi Gabons skuli vera 30 sjómilur, sem mælast frá stór- straumsfjöruborði xxx -kkar á milli sagt veiddi Kekkonen Finnlandsforseti, er hann kom hingað til lands i fyrrasumar, 8 löxum meira en forseti tslands hefur veitt alla sina tið. Kekkonen veiddi 8 laxa. xxx NIXON Það kvað vera indælt i Kina. í Kina er fullt af grjónum. Og Nixon flaug austur og át þar — og át þar grjónin með prjónum. Á kreiki var Nixon í Kina með kverið rauða uppá vasann. Hann kvað vera indælt i Kína og kverið i sifellu las hann. Með Chou En-lai stórveizlur sat hann. Með Chou En-lai drakk hann og át hann. En Nixon kom aftur Nixon og nærist á gamla mátann. # , (A.c'rr? U-T FYRIR 50 ÁRUM Stórtjón varð á Garðsauka í föstudagsveðrinu. Fauk þakið af fjósi, hlöðu og tveimur öðrum úthýsum. Gripirnir komust út og náðust með naumindum saman. Svo var hvasst að fólk gat naumast fótað sig. Svo mik- ið aflöguðust húsin að liklega þarf að gera þau upp að nýju aö miklu leyti. Tjóniö er þvi mjög mikið. Viðast eystra höfðu hús skemmzt. Gisli ólafsson frá Eiriksstöð- um og Jósep Húnfjörð kveðast á i Bárubúð að öllu forfallalausu i kvöld. Hver skyldi sigra?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.