Alþýðublaðið - 04.03.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.03.1972, Blaðsíða 5
alþýðu) Útgáfufélag Alþýðublaðsins h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson (áb.). i Aðsetur ritstjórnar lilP.ÍHlil Hverfisgötu 8-10. Símar 14-900 (4 línur). NÝn BLAD - BETRA BLAD í dag eru timamót i rösklega hálfrar aldar sögu Alþýðublaðsins. Ný prenttækni er tekin í notkun. Sú fullkomnasta. sem völ er á. Það var árið 1947, þegar siðast voru gerðar tæknilegar breytingar á prentun blaðsins, sem talizt geta hliðstæðar þeim, sem nú hafa á orðið. Þá var keypt til Alþýðublaðsins sú prentvél, sem þjónað hefur blaðinu síðasta aldar fjórðunginn. Sú vél er nú löngu orðin útsiitin, enda búin að duga vel. Það er þvi langt siðan aðstandendur Alþýðu- blaðsins fór að dreyma um nýja prenttækni sem bætt gæti útlit blaðsins og aukið möguleika þess til þess að veita lesendum betri þjónustu. Nú hefur sá draumur náð að rætast með samstarfi fjögurra islenzkra dagblaða um kaup og rekstur á fullkominni offsetprentsmiðju. Slikt samstarf eitt út af fyrir sig er sögulegur viðburður í íslenzkum blaðaheimi. Afleiðingar þess eru stórbætt þjónusta þessara blaða við lesendur sina, en breytingar til bóta eru þó sennilega mestar fyrir lesendur Alþýðublaðsins. Auglýsingasími 14-906. Blaðaprent h.f. Þvi er ekki að leyna, það vita raunar allir, að Alþýðublaðið hefur lengst af átt við fjárhags- lega erfiðleika að búa. Samt sem áður hefur það oft komið i hlut Alþýðublaðsins að taka forystu um nýjungar í islenzkri blaðamennsku. Saga blaðsins getur um marga slika atburði, bæði frá fyrri og siðari timum, Ritstjórn blaðsins hefur nú i undirbúningi tilraunir með ýmsar slikar nýjungar, sem munu koma fram i blaðinu, sumar á næstunni, en aðrar þegar nokkur reynsla hefur fengist á hina nýju prenttækni. Auk þess að vera almennt fréttablað hefur Alþýðublaðið ávallt haft og mun hafa ákveðnar skoðanir á þjóðmálum. Alþýðublaðið er mál- gagn islenzkrar jafnaðarstefnu og styður Alþýðuflokkinn, flokk islenzkra jafnaðarmanna. Eins og formaður Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gislason, segir i grein i Alþýðublaðinu i dag er markmið Alþýðublaðsins ávallt það sama, að vinna aðbetra og réttlátara þjóðfélagi á íslandi. Hin nýja prenttækni mun gera blaðið að enn máttugra vopni i þeirri baráttu. TÖKUM FREST Þá er rikisstjórnin loks komin frammeð endanlegar breytingartillögúr sinar við skattafrumvörp þau, sem rikis- stjórnin sjálf lagði fram á Alþingi i desember s.l. Það hefur tekið stjórnina nokkuð á þriðja mánuð að ljúka þvi verki. Siðustu tillögurnar bárust ekki frá henni, fyrr en um eða eftir miðja viku og ætlunin er að ljúka nú afgreiðslu frumvarp- anna með sérstökum hraða. Þótt rikisstjórnin hafi þannig tekið sér nokkuð á þriðja manuo til þess að gera endanlega upp við sig hvað hún vildi gera við skattafrumvörpin ætlar hún ekki að veita stjórnarand- stöðunni nema nokkra daga til þess að kynna sér breytingar- tillögurnar og ganga frá sinum eigin. Þegar Alþingi afgreiðir nú ný skattalög verða liðnir hart nær tveir mánuðir frá þvi framtals- fresti lauk Islenzkir skatt- borgarar fá þvi enga hugmynd um, eftir hvaða reglum á þá verður lagt, fyrr en löngu eftir að þeir hafa orðið að skila fram- tölum sinum. Fyrir utan það, hve allur málatilbúnaður rikis- stjórnarinnar I sambandi við skattamálin, hefur verið með miklum eindæmum. er. betta hneykslanleg og ámælisverð framkoma gagnvart al- menningi. Vegna þessara atriða hefur þingflokkur Alþýðuflokksins gert það að aðaltillögu sinni, að Alþingi vlsi skattamálunum i heild aftur til rikisstjórnarinnar og málið verði undirbúið fyrir næsta þing. Veitir sannarlega ekki af þvi, að svo sé gert. FORHEIMSKUN Leiöari Timans i gær er ein hver sá allra heimskulegasti, sem i þvi blaði hefur birzt, — og er þá langt til jafnað. Þar er fjallað um nýjustu veröhækk- anirnar og þá yfirlýsingu rikis- stjórnarinnar, að kaupmáttur launa skuli aukinn. Greinarhöfundur reynir að sanna það, að verðhækkanir hafi alls ekkert rýrt kaupmátt- inn. Og hvernig fer hann að þvi? Jú, honum reiknast svo til, aö verkamaðursé nú u.þ.b. 10 min. lengur að vinna fyrir kjötkllói en i marz 1971, en hins vegar tveim minútum skemur að vinna fyrir einum mjólkurlitra. Siðan segir blaðið: ,,En sé haft i huga, að venju- leg fjölákylda neytir meira magns mjólkurvara en kjöt- vara, hefur kaupmáttaraukn- ingin verulega aukizt frá þvi i fyrra....” Það sem biaðið er raunveru- lega að burðast við að segja er, að hinar miklu veröhækkanir hafi aldeilis ekkert rýrt kaup- mátt launanna, — vel að merkja ef fólk dragi stórl^ga við sig neyzlu kjöts en drekki þeim mun meiri mjólk i staðinn. Ollu vitlausari röksemdafærsla hefur sjaldnast sézt i islenzku dagblaði,— jafnvel ekki i Timanum. Gylfi Þ. Gísla- son skrifar MALGAGN JAFNAÐAR- STEFNU I dag er merkisdagur i sögu Alþýðublaðsins. Það tekur nú i sina þjónustu nýjustu tækni i prentun dagblaða. Ytri gerð blaðsins verður eins og hún gerist bezt i blaðaheimi nútimans. Þvi munu allir gamlir og nýir vinir og velunnarar Alþýðublaðsins fagna. Alþýðublaðið er orðið hálfrar aldar gamalt. A siðum þessa blaðs hefur fyrst verið vakin athygli á óteljandi umbótamál- um, sem á sinum tima þóttu ótimabær og jafnvel fjarstæöa, en eru nú löngu komin i framkvæmd og þykja sjálfsögð. Alþýðublaðið var fyrsta málgagn jafnaðar- stefnunnar á tslandi og hefur I hálfa öld veriö eina dagblaðið, sem barizt hefur fyrir framgangi þeirra hugsjóna, sem eru kjarni lýöræðissinnaðrar jafnaðar- stefnu. Alþýöublaðiö mun áfram og ávallt verða málsvari þessara hugsjóna. Það er ánægjuefni, að nú skuli hægt að boða þær á ný- tizkulegri og áferöarfegurri hátt en áöur. En i augum Alþýðu- Frh. á bls. 2 SðSÍALISMI Á TÍMAMÚTUM Sósialisminn er ekki aðeins á kveðin aðferð til þess að leysa stjórnunarleg vandamál i samfél- aginu. Sósiaiisminn er hugsjóna- stefna, byggð á ákveðinni heim- speki, sem studd er áþreifan- legum staðreyndum úr daglegu lifi. Vegna þess að umhverfi mannsins tekur slfelldum breyt- ingum, hver ný kynslóð skapar nýjan heim, breytast þær stað- reyndir úr daglega lifinu, sem heimspeki sósialismans og aðferðafræði styðjast við. Það hefur aftur I för með sér nauðsyn breyttra viðhorfa sósialista tii ýmissa mikilsverðra málefna samfélagsins, þótt grunntónninn i sósiölskum viðhorfum og sósialskri heimspeki sé ávallt sá sami. Hvorki aðferðafræði né heim- speki sósialismans hefur þvi nokkru sinni verið mótuð i eitt skipti fyrir öll. Sósialisminn hlýtur að vera i sífelldri endur- sköpun. Hver ný kynslóð á aö skapa sósialismann að nýju, en ekki að taka hann athugasemda- laust og óbreyttan i arf frá fyrri tið. Það er vitaskuld einfaldasta leiðin út úr vandanum að búa til trúarbókalegt kennisetningar- kerfi úr skrifum þeirra manna, eins og Marx og Engels, sem fyrstir bjuggu til ákveðna aöferðarfræöi reista á sósialskri heimspeki. Þetta hefur svo sem verið gert. Þeir sósialistar, sem valið hafa þessa leið til þess eins að losa sig frá þvi erfiði að þurfa að hugsa og álykta sjálfir lita á þá Marx og Engels (aö Lenin við- bættum) sem nokkurs konar yfirmannlega spámenn, sem aldrei getur skjöplast. Þe'ir sam- þykkja ekki aðeins heimspeki- legar ályktanir spámannanna, heldur aöferðarfræði þeirra i öllum smáatriðum og telja hana geta leyst öll samfélagsvandamál allra tima. Heittrúaðir Marx- Leninistar eru þvi nokkurs konar kirkjulegt samfélag innan heims- hreyfingar sósialista með sinum páfum, kardinálum og prelátum. Þannig starfar t.d. kommúnista- hreyfingin I heiminum meö Mao sem patriarkann I Peking, fyrst Stalín, siöar Krúsjeff og nú Kosygin/Brésnef sem hans heilagleika i Moskvu og þar til viðbótar nokkra siðbúna sér- trúarsöfnuði i öðrum iöndum, — „hússita” I Júgóslaviu, „mót- mælendur” á Frakklandi og á ítaliu og „frikirkjusöfnuð” á Kúbu. Aldrei „stofnun”. Sósialismi á vitaskuld ekkert skylt við þetta kirkjulega kenni- setningarkerfi. Hann getur aldrei orðið „stofnun” einfaldlega vegna þess að sósialisminn er i eðli sinu byitingarstefna á öllum timum og undir öilum kringum- stæðum. Sósialisminn getur aldrei orðið svo sáttur við sjálfan sig og sitt umhverfi að hægt sé að segja um hann hingað og ekki lengra. Þess vegna er þaö jafn frálcitt að halda þvi fram, að ekki aöeins aliar heimspekilegar ályktanir Marx, Engels og Lenins heldur einnig aðferðafræði þeirra i smáatriöum sé jafn rétt og óbrigðul nú og þegar .þær voru gerðar og að segja, að heimurinn hafi staðið kyrr allan þann tima, sem siðan hefur liðið, — I millitið- inni hafi ekkert gerzt En þótt þau sannindi að sósialisminn þarfnist sifelidrar endursköpunar hafi ætið veriö jafnaðarmönnum Ijós hafa þeir þó oft ekki hegðað sér i samræmi viö það. Tökum t.d. Islenzka jafnaðarmenn. Hversu Iangt skyldi vera siðan ideologiskar umræður hafi farið fram meðal þeirra? Siðustu ritverk sem ég minnist i svipinn um þau efni, eru bæklingar, sem Gylfi Þ. Gislason skrifaði fyrir ca. 15 árum. Og þeir jafnaðarmenn á tstandi, sem vilja telja sig „sannari” lýðræöis- sósialista, en Aiþýöuflokksmenn, hafa ekki lagt nokkurn skapaöan hlut til málanna nema gömul slagorð. Á timamótum. Þetta er heldur ekkert sér- islenzkt fyrirbæri. Hugsanaietin á jafnt við um t.d. jafnaðarmanna- flokka nágrannalanda nn a. Ideólógiskar umræður og skrif hafa verið þar harla litt áberandi. Þaö er helzt nú, i sambandi við hugsanlega aðild Noregs og Dan- merkur að EBE sem örlaö hefur á slikum umræðum. Og jafnvel forystu f I okkur norræns lýðræðissósialisma, Alþýöuflokkurinn I Sviþjóð, virð- ist hafa lýst þegjandi samþykki við kapitaliskt eðli sænsks þjóð- félags um alla fyrirsjánlega framtið. Hann lætur sér nægja það eitt að vera „admin- istrativur” stjórnandi kapitalisks þjóðfélags. A Norðurlöndum stendur sósialisminn þó á timamótum. Ummerki þess dyljast engum. Aðferðafræði jafnaðarmanna- flokkanna þarf endurskoöunar við vegna breyttra tima og breyttra aðstæðna. Þannig er t.d. valda jafnréttið orðið miklu þýðingarmeira i þessum þjóð- félögum en efnahagslegt jafnrétti einfaldlega vegna þess að etna- hagslegt jafnrétti fæst ekki nema með þvi móti að valdajafnréttiö i þjóðfélaginu sé fyrst aukið. Sama máli gegnir raunar um jöfnun á frelsi einstaklinga og EFTIR SIGHVAT BJðRGVINSSON félaga. Þar liggur sennilega mesta misréttið i samfélaginu i dag. En jafnaðarmenn hafa verið svo uppteknir af efnahags- málunum að þeir eiga i erfið- leikum með að átta sig á þessum nýju viðhorfum. öll aðferðafræði þeirra beinist fyrst og fremst aö efnahagsmálunum einum. Og sú aðferðafræði á ekki lengur við. Hún er döguð uppi. Jafnaöarmannaflokkarnir þurfa þvi að endurskapa sina sósiölsku aðferðafræði. En það verður ekki gert nema I kjölfar öflugra ideologiskra umræðna. Og þar stendur hnifurinn i kúnni. Byggingarfélag Alþýðu Reykjavik Aðalfundur félagsins verður haldinn, þriðjudaginn 7. þ.m. kl. 20.30 að Hótel Sögu, átthagasalnum. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin. Laugardagur 4. marz T972 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.