Alþýðublaðið - 04.03.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.03.1972, Blaðsíða 2
^Fataverzlun fjölskyldunnar o^histurstræti Óskum að ráða VERKAMENN i byggingarvinnu. Upplýsingar i sima 82340. BRELIÐHOUT M Félag járniðnaðarmanna Arshátíð félagsins verður haldin föstudaginn 10. marz 1972 i Skiphól, Hafnarfirði og hefst kl. 8.30. Skemmtiatriði: Karlakór starfsmanna Vélsm. Héðins syngur. Gamanþáttur. Aðgöngumiðar afhentir i skrifstofu félags- ins að Skólavörðustig 16. Árshátiðarnefnd FRESTUR Framhald af bls. 3 en 710 kr. hærri, en þeir heföu orðið skv. gildandi lögum. Tek- juskatturinn hækkar hvorki meira né minna .en úr 1123 m.kr. i 3158 m.kr. Hins vegar mun út- svarið lækka nokkuð á móti, en. heildarskattbyrðin eykst, eins og áður sagði, um 710 k m.kr., sagði Gylfi aþ lokum. Málgagn Frh. af bls 5 blaðsins mun boðskapurinn, stefnansamt ávallt verða aðalat- riðið. Markmið Alþýðublaðsins mun ávallt verða að vinna betra og réttlátara þjóðskipulagi á íslandi, að þvi, að hagur þjóöar- innar fari sibatnandi, að sérhver íslendingur geti lifað æ farsælla og fegurra lifi á landi sinu. Auglýsingasiminn er 14906 t framhaidssögu sinni um sjálfan sig, 3. bindi, sem kom út fyrir jólin, ræðst Einar Sigurðs son, sem stundum er nefndur hinn riki, með dylgjum og .sjálfsbirgingslegum sleggju- dómum á föður minn, Astþór Matthiasson lögfræðing, sem starfaði og lifði i Vestmanna- eyjum og fékkst þar við útgerð og verksmiðjurekstur og var einn af framámönnum sjálf- stæðisflokksins þar um slóðir um Íangt árabil og meðai ann ars forseti bæjarstjórnar um margra ára skeið. Hann var ör- látur drengskaparmaður, óáleitinn og litið fyrir að rigsa á torgum. Hann var dulur nokkuð kannski og viökvæmur, en spaugsamur þar sem þaö átli við og að minnstakosti gæddur nægilega rikri og manneskju- legri kimnigáfu — og sómatil- finningu — til þess að láta sér til dæmis aldrei koma til hugar að semja lofsöng um sjálfan sig, hvað þá hann tæki upp á þvi á gamalsaldri að ryöjast fram á ritvöllinn með ótint nið um látna samferðarmenn. Allt um þaö auönaðist honum að skila bæri- legum starfsdegi hávaðalaust sem við ættingjar hans og venslamenn erum hreint ekkert hnipnir yfir, og er enda ólíklegt að margir athafnamenn hafi að leiðarlokum átt fleiri vini og færri óvildarmenn en einmitt Astþór Matthiasson. Priðja bindi æviminninga Einars er eins og hin fyrri árangur samvinnu hans og Þór- bcrgs Þórðarsonar: sá fyrri hlýtur að standa ábyrgur fyrir sagnfræöinni, og svo fellur það i hlut rithöfundarins að gera jafnvel lýgilegustu hluti trú- verðuga. Hann er vel verkinu vaxinn. Þeir eru að bauka viö þetta i ellinni gömlu mennirnir, og er mynd af þeim aftan á hlifðarkápunni þar sem Þór- bergur situr með þórbergskan svip og skrifar en Einar fattur hinumegin viö borðið og ryður sig. Köðin gæti hafa komið að fööur minum um það leyti sem hann lá á likbörunum. Það kemur nokkurnveginn heim við dánardægrið og svo útkomu- tima bókarinnar. Hann hefur allavega ekki verið búinn að vera margar vikur i gröfinni þegar þeir félagar tylltu sér sitthvorumegin við skrifborðið einn góöan veðurdag og hófust handa. Astþór fær hvergi að njóta sannmælis. Hann var svo mikill bókamaöur að það þótti tföind- um sæta ef hann sást bókarlaus þar sem hann hafði fengiö sér sæti. Þjóðlegur fróðleikur hverskonar var honum hugleik- inn og allir höfundar erlendir sem innlcndir nema honum þætti þeir beinlinis drepleiðin- legir, og hann hafði þá yfirsýn yfir veraldarvafstrið sem menn öölast trúlega skársta við ára- tuga lestur erlendra blaöa og timarita. llann var viðlesinn I fyllstu merkingu orðsins, og maöur litur um hillurnar sinar og sér þar dæmi þeirra bók- mennta sem hann hafði dálæti á. En Einar hefur þefað þaö uppi að maöurinn hafði lika reyfara um hönd, og þegar þeir Þórbergur hafa gert sér mat úr þessum óhugnanlegu tiðindum á sinn sérstæða hátt, þáliggurþað á borðinu að þeir hyggja að Ast- þór hafi setið heima og lesjð „rómana" þegar alvörugefnari menn og ábyrgöarfyllri voru út og suður að vera stórhuga. Sjálfshól Einars er sjaldnast langt frá illmælginni, og svo verður sannleikurinn úti þar einhvers staðar á milli. Það kemur i Ijós að nánast allir at- vinnurekendur i Eyjum voru vondir menn á þvi timabili sem bókin fjailar um — allir nema Einar. Aðrir atvinnurekendur vilja alls ekki hækka kaupið en Einari er það svo mikið kapps- mál að hann heldur naumast vatni. Eflaust verða einhverjar auötrúa sálir til þess að gleypa þetta hrátt, og eflaust eiga kellingar eftir að blessa bless- aðan öðlingsmanninn fyrir ör- lætið. En veraldarvanari menn og harðgerðari munu spyrja höföingjann hvenær honum hafi runnið viman. Þeim mun lika leika forvitni á að vita hvernig honum gangi sem stjórnar- manni i Sölumiöstöð hraðfrysti- húsanna að knýja karlana þar tii að hækka kaup verkafólksins í fiskvinnslustöövunum. Og enn- fremur mætti Einar gjarnan upplýsa okkur um kjör þess fólks sem vinnur i hans eigin húsum á yfirstandandi vertíö. Hefur það meö leyfi aö spyrja hætishót meira fyrir erfiði sitt en fólkið i öðrum húsum? Þegar Einar baslar föður minum um dyggilegri aöstoð skrifarans inn i samfélag vondu atvinnurekendanna, þá láist þeim vinunum sem endranær að geta þess sem kynni að gera slúöriö tortryggilegt. Þannig sést þeim vandlega yfir þá staö- reynd aö Astþóri hélst svo vel á fólki að hann naut starfskrafta sömu afbragðsmannanna ára- tugum saman, auk þess sem sömu vertiðarmennirnir sóttu til hans vinnu ár eftir ár og bjuggu raunar á heimili hans sumir hverjir. Svona fannst þeim afleitt aö vera hjá Astþóri. Ég vann með ýmsum af þessum mönnum á uppvaxtarárum minum og eignaðist vináttu þeirra, en aðra hef ég verið aö rekast á víðsvegar um landið allt fram á þennan dag og allt austur til Vopnafjarðar. Ég hygg að göinlum Vestmanna- eyingum komi það ekki á óvart þó að ég staðhæfi hér, aö það voru ekki kaldar kveðjur sem þessir menn báðu mig að færa föður minum á meðan hann var ennþá ofanjarðar. Góðviljaðir menn segja að Einar Sigurðsson komi barna- lega fyrir og að hann sé undar- legur hræringur hástemmdrar rómantikur og vatnsgrautar- kenninga. Þar hitti Þórbergur ömmu sina. Kannski trúir Einar þvi sjálfur sem hann er sifellt að gefa i skyn á maraþonskeiðisinu um farinn veg: nefnilega að allt hans brambolt hafi áVallt miðað aö þvi að bæta annarra hag og að það sé hvorki auðurinn né völdin né einu sinni frægðin sem hann sé að slægjast eftir i þrot- lausu vafstri sinu og þindar- lausu braski. Hann langar að vera dýrðlingur fiskhauganna. Nú, hann um það, og einhver sporðrennir eflaust þessu hrá- meti lika, og aumingja kell- ingarnar mega enn upp með vasaklútana. En mat Einars á manneskjunni er svo ein- strengingslegt að jaðrar viö vit- firringu. Hann fordæmir hik- laust og miskunnarlaust sér- hvern þann mann sem hefur önnur lifsviðhorf en hann, aðrar meiningar, jafnvel önnur hugðarefni. „Mikið er maðurinn skrýtinn: hann er ekki eins og cg”, sagði einfeldningurinn. Stundum kemst þetta út i smásmugulegt stagl eða óviður- Frh á bls. 8 o Laugardagur 4. marz 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.