Alþýðublaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 2
„Þegar Arnór Kerlinganef kom með þá tillögu að heldur skyldi lóga hundum en gamalmennum urðu fyrstu deilur um hundahald á íslandi” og sannar, cins og i flciri forn- sögum. Telur hann, að vcl væri þvi fé varið, ef hann fengi nokk- ur þúsund krónur til að upp- fræða nútima veðurfræðinga um staðreyndir þeirra fræða i fornum sögum. Það er ekki fyrir nútima veöurfræðinga aö finna þær út eftir máli og orða- lagi. Segist Pétur hafa tileinkað sér kunnáttu veöurfræðinga forn- aldarinnar og sé hún mikill vis- dómur, sem hann vilji gjarnan miðla öðrum af. Mikinn lærdóm megi draga af Vatnsdælasögu, Gisla sögu Súrssonar, Laxdæla- sögu, Njálu og Grettissögu, og Eyrbyggjasögu. Meðal annars hafi isöld skoll- ið á hér á landi miklu fyrr en á norðvestur Pólarsvæðinu, þ.e. á svæðinu fyrir vestan Grænland eða fyrir vestan Dumbshaf, eins og það er á mörgum gömlum kortum. „Þegar Arnór kerlingarnef kom með þá tillögu, að heldur skyldi lóga hundum en gamal- mennum, urðu fyrstu deilur um hundahald á Islandi”, sagði Pétur Hoffmann, er hann leit við hjá okkur um daginn. Pétur sagði, að á löngum harðindakafla varð Gunnar á Hliðarenda heylaus, og fleiri menn. Þá settu höfðingjar sam- an fund til að leysa vandann, þegar hungursneyð var orðin. Vildu sumir fækka fólki, og þá helzt gamalmennum. Ekki voru höfðingjar sammála um þetta, og kom þá meðai annars fram ofangreind tillaga. Pétur H. Salómonsson bað okkur að koma litlu kveri til skila fyrir sig. Er það merkt Al- þýðubókasafni Rcykjavikur, en Pétur fann það á göinlu ösku- haugunum fyrir 25 árum. Þetta er Sigurðar Kristjánssonar út- gáfan af Vatnsdælasögu. „Þótt bókin sé min lögleg eign, vil ég nú skila henni, enda er ég búinn að kynna mér efni hennar”, sagði Pétur. Fyrir utan alvarlegar tima- skekkjur i sngunni, kvcður Pét- ur veðurfarslýsingar sögunnar athyglisverðar. Þær séu réttar Pétur H. Salómonsson segist vilja uppfræða veðurfræðinga um veðurfars- lýsingar í fornsögunum I dag ætti enginn Vestmannaeyingur að þurfa að kvarta undan atvinnuleysi Allur þorri Eyjafólksins býr nú ó Stór-Reykjavíkursvæðinu ,Viðvikjandi þeirri vinnu, sem unnin hefur verið úti i Eyjum, má vel segja, að i ýmsu tilliti hafi af eðlilegum orsökum verið byrjað á öfugum enda. Venjulega er það svo, þegar starfsemi er hafin, þá er fyrir hendi fjármagn og skipulag. 1 Vestmannaeyjum var brýn þörf fyrirvaralausra athafna. Þá hugsar enginn um kaup og kjör. En að sjálfsögðu er þegar að þvi komið, að slikt verður að ræða. Þegar menn hafa unnið i hart- nær tvo mánuði við algerlega ó- vanalegar aðstæður, og óneitan- lega oft hættulegar, þá kemur i þessu tilliti sitthvað upp, sem menn þurfa að koma sér saman um. Þetta er eins og hver annar vandi, sembrugðizt er við, þeg- ar hann ber að höndum” „Þegar, á leiðinni til lands, hugleiddi ég, hvernig hægt yrði að snúast við hinum ýmsu vandamálum, sem blöstu við”, sagði Jón Kjartansson, formað- ur Verkalýðsfélagsins i Vest- mannaeyjum, er við áttum við hann tal i gær. Taldi Jón, að eins og nú væri komið málum, þyrfti enginn Vestmannaeyingur að kvarta yfir þvi að fá ekki vinnu. „Þegar ASt bauð verkalýðs- félögunum i Eyjum aðstöðu á skrifstofu sinni, leysti það mik- inn vanda og auðveldaði öll okk- ar störf”. Rætt við Jón Kjartansson, formannVerkalýðs félagsins í Vestmannaeyjum — og sagt frá grein um hann í dönsku blaði Ekki kvað Jón liggja fyrir ná- kvæmt yfirlit yfir búsetu og at- vinnu allra Eyjabúa. Bæði væri alltaf eitthvert vinnuafl á hreyf- ingu og einnig skorti á, að fólk léti skrásetja sig. Þó er ljóst, að allur þorri fólks er á Reykja- vikursvæðinu. Um 100 fjölskyld- ur eru i Keflavik, 36 i Olfusborg- um, 10—12 i Hveragerði, Þorlákshöfn og Eyrarbakka. Við sögðum Jóni frá grein, sem hér fer á eftir i lauslegri þýðingu, og birtist i danska blaðinu Aktuelt. Kvað Jón menn frá danska og sænska sjónvarp- inu hafa komið að máli við sig og hefði hann farið með þeim út i Eyjar, þar sem þeir hefðu gert þátt út frá viðhorfi einnar fjöl- skyldu. Sagði Jón okkur, að hann hefði svo sem ekki gert annað en það, sem sjálfsagt var, eins og aðrir, en hér fer sem sagt þessi grein á eftir: Utvegar atvinnulausu flóttafólki frá Vest- mannaeyjum vinnu. Alþýðusambandinu islenzka hefur bætzt nýr liðsmaður eftir eldgosið með öllum þess óskap- legu afleiðingum. Hann heitir Jón Kjartansson. Jón hefur engan fastan tima og ef maður hringir i skrifstofu Alþýðusambandsins, til þess að tala við hann, fær maður þau svör, að hann sé ekki staddur þar. Skrifstofustjórinn veit heldur ekki, hvenær hans er von. Jón Kjartansson vinnur sitt sérstæða og hrifandi starf i kyrrþey og á eigin spýtur. Svo hljóðlega hefur hann unn- ið, eftir að hann varð samstarfs- maður Alþýðusambandsins, að Ólafur Hannibalsson, skrif- stofustjóri, þekkir hann ekki persónulega. Hannibalsson staðfestir bara, að Jón Kjartansson hafi lagt af mörkum frábært starf i þágu verkamanna frá Vestmanna- eyjum, en hann er formaður fé- lags þeirra. Þegar eldgosið hófst, og allt fólk varð að flytja i skyndi til meginlandsins, var það Kjartansson, sem þegar i stað leitaði uppi alla þá félaga sina, sem hann komst yfir' að sinna, til þess að vera þeim persónu- lega stoð og stytta, en þó fyrst og fremst til þess að fullvissa þá um, að hann myndi ganga i það af fullum krafti, að útvega þeim nýja vinnu. Ekki aðeins fyrir þá sjálfa, heldur einnig fyrir eigin- konur þeirra, sem á Heimaey unnu nokkuð utan heimilisins, einkum i fiskiðnaðinum. 1 sjónvarpsþættinum um vandamálin, sem fylgdu i kjöl- far eldgossins, fjallaði Jón Kjartansson um þá erfiðleika, sem búið var að yfirstiga, og dró upp mynd af þeim óskaplegu vandræðum, sem ætti eftir að takast á við. Preben Dich fréttamaður danska sjónvarpsins á Islandi, var svo heillaður af Kjartans- syni, að hann helgaði einmitt honum og hæglátum frásögnum hans langa kafla i útsending- unni. Ólafur Hannibalsson hjá Al- þýðusambandinu áætlar, að um 2500 manns hafi staðið uppi at- vinnulaus eftir skyndiflutning- ana til lands. Verulegum hluta þessa fólks hefur þegar verið tryggð atvinna, meðal annars fyrir snarráða aðstoð Jóns Kjartanssonar. Sjálfur lætur Jón litið yfir störfum sinum, segir ólafur Hannibalsson i viðtali við AKTUELT. Kjartansson er hóg- vær maður. Starf Jóns hefur einkum lotið að vinnumiðlun, en jafnvel engu siður félagsráðgjöf. Hvarvetna dást menn mjög að framtaki Jóns i hjálparstarfinu, sem hann hefur i té látið við hlið stjórnvalda og Rauða krossins. Raunhæft framlag hans sést bezt af þeim árangri, sem það hefur borið. Þó gera menn á skrifstofu Alþýðusambandsins i Reykjavik ekki minna úr þeirri uppörvun, sem hann hefur veitt félögum sinum og fjölskyldum þeirra, sem harðast hafa orðið úti, vegna náttúruhamfaranna. © Miövikudagur 21. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.