Alþýðublaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 5
—...... | Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit- alljþÝdlf stjóri Sighvatur Björgvinsson. Frétta- I H ■■■■ stjóri Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ll^MTlábyrg®armaður Freysteinn |||K||][|| Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar II JHverfisgötu 8-10. Simi 86666. Blaðprent hf. DÝRKEYPT reynsla Islendingar hafa lært ýmislegt á þvi röska eina og hálfa ári, sem rikisstjórn ólafs Jóhannessonar hefur setið að völdum. Þeir hafa m.a. lært það, að farsæl stjórnun lands- mála af hálfu þingmeirihluta og og rikis- stjórnar skiptir miklu meira máli en margir héldu. Svo oft og svo lengi hafði verið talað um ágalla stjórnmálanna og ódugnað stjórnmála- manna, að sumir landsmenn voru farnir að halda, að stjórnmálin skiptu i rauninni sára litlu um afkomu og velferð þjóðarinnar og stjórnmálamenn þvældust fyrir frekar en hitt. Það þurfti hins vegar slæma rikisstjórn til þess að sýna hversu gersamlega rangar slikar og þvilikar hugmyndir eru. Jafnvel beztu ytri að- stæður — eins og islenzka þjóðin á nú að fagna — geta engu bjargað, ef rikisstjórn og þing- meirihluti eru óhæf til stjórnunarstarfa. Þá fer allt i kaldakol á samri stundu og þeir einu, sem þá geta bjargað þjóðinni úr klipunni, eru reyndir, hæfileikamiklir og umfram allt dug- legir stjórnmálamenn, sem kunna til sinna verka. Það eru þeir, sem kunna að hegða sér svo, að meginkostur góðrar stjórnunar fái notið sin — en hann lýsir sér m.a. i þvi að fólk veitir stjórnuninni enga sérstaka athygli þvi allt gengur svo slétt, fellt og árekstralaust fyrir sig. Það er ekkert við þvi að segja þótt mistök séu gerð, aðeins ef af þeim er lært. Rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar hefur aldrei getað lært af sinum mistökum. En það hefur þjóðin gert. Almenningur hefur fyrir löngu gert sér grein fyrir þvi, að mistök voru gerð vorið 1971, þegar núverandi stjórnarflokkar voru studdir til valda. Og það er áreiðanlega langt þangað til þau mistök endurtaka sig, geri þau það nokkurn tima. Svo dýrkeypt hefur reynslan verið. Svö gröm er þjóðin i garð þeirrar rikis- stjórnar, sem á uppgangstimum hefur fært þjóðina á barm algers efnahagshruns. Stjórnarflokkarnir eiga nú ekki upp á pall- borðið hjá almenningi — sizt af öllu Alþýðu- bandalagið. ER ÞETTA BYGGÐASTEFNAN? Eitt af slagorðum hjá Framsóknarflokknum um langa hrið hefur verið „jafnvægi i byggð landsins”. Hafa Framsóknarmenn talið sig vera sérstakan málsvara byggðastefnunnar. Þess sjást hins vegar fá merki nú, þegar þeir eru farnir að stjórna málefnum þjóðarinnar. Árið 1972 — á fyrsta f járlagaári rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar — voru opinberar fram- kvæmdir skornar niður um sem svarar 174,6 m kr. Reiknað hefur verið út, hvernig þessi niður- skurður rikisstjórnarinnar á opinberum fram- kvæmdum hefur skipzt á landshluta. Þá kemur m.a. i ljós, að á sama tima og niðurskurðurinn nam sem svaraði 298 krónum á hvern ibúa Reykjaneskjördæmis voru framkvæmdir á Vestfjörðum skornar niður um 2.145 krónur á mannsbarn. Sem sagt niðurskurður fram- kvæmda á hvern ibúa Vestjarðakjördæmis var sjö sinnum meiri, en niðurskurðurinn á þétt- býlissvæðinu á Reykjanesi. Er það þetta, sem Framsókn nefnir byggðastefnu? Hvernig væri, að kjósendur þeirra Steingrims Hermannsson- ar og Bjarna Guðbjörnssonar inntu þá eftir svari. LOG IM LANDSHLUTA- SAMTOK sveitarfél. Sex þingmenn, þeirra á meðal Stefán Gunnlaugss., einn af þingmönnum Alþýðu- flokksins, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnar- lögum. Frumvarpið kveður á um, að á eftir 109 gr. laganna komi nýr kafli um landshluta- samtök sveitarfélaga, sem orðist svo: 110. gr. Akvæði kafla þessa gilda um landshlutasamtök sveitar- félaga, þ.e. Samtök sveitar- félaga i Reykjaneskjördæmi, Samtök sveitarfélaga i Vesturlandskjördæmi, Fjórðungssamband Vest- firðinga, Fjórðungssamband Norðlendinga, Samband sveitarfélaga i Austurlands- kjördæmi og Samtök sveitar- félaga i Suðurlandskjördæmi. Akvæði þessa kafla gilda um Reykjavikurborg, eftir þvi sem við á, sbr. einkum b-lið 112. gr., en ákvæði kaflans hagga ekki gildandi reglum um stjórn borgarinnar. 111. gr. Sérhvert sveitarfélag á aðild að samtökum sveitar- félaga i sinum landshluta. Samtökunum er heimilt að veita sýslufélögunum aðild að landshlutasamtökunum. 112. gr. Hlutverk landshlutasam- takanna er: a. að vinna að sameiginleg- um hagsmunum sveitarfélaga og héraða i umdæmi sinu og landshlutans alls, b. að vinna að áætlanagerð varðandi landshlutana i sam- ráði við Framkvæmdastofnun rikisins, c. að vinna að öðrum verkefnum samkvæmt lögum, d. að vinna að framkvæmd- um á samþykktum aðalfunda samtakanna og annast al- mennt ráðgjafastarf i þeirra þágu. 113. gr. Hver sveitarstjórn kýs full- trúa og varafulltrúa á aðal- fund samtakanna eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar eða oftar, sé það ákveðið i sam- þykktum samtakanna. Kjör- gengir eru aðalfulltrúar og varafulltrúar i sveitarstjórn og framkvæmdastjórar sveitarfélaga. Sveitarfélag með 300 ibúa eða — _ 301 700 _ — — 701 1500 — — _ 1501 2500 _ — _ 2501 5000 _ — _ 5001 10000 _ — _ 10001 o.fl. _ Heimilt er einstökum lands- hlutasamtökum að ákveða fulltrúaf jölda með öðrum hætti en greint er i 2. mgr., enda sé ákvæði um það i sam- þykktum samtakanna, sem ráðherra staðfesti. Eigi sýslufélag aðild að Iandshlutasamtökunum, sbr. 111. gr., skal sýslunefnd kjósa einn fulltrúa og varafulltrúa úr sinum hópi, sbr. 1. mgr. 114. gr. Æðsta vald i málefnum landshlutasamtakanna er i höndum aðalfunda þeirra, sem haldnir skulu ár hvert. A aðalfundi skal kosin stjórn samtakanna,5-ll menn, eftir þvi sem nánar er ákveðið i samþykktum, og jafnmargir varamenn. Formaður er kosinn sérstaklega. Séu stjórnarmenn fleiri en 7, er þeim heimilt að kjósa þriggja manna framkvæmdaráð, eftir þvi sem nánar er kveðið á i samþykktum. Stjórnin fer með yfirstjórn samtakanna milli aðalfunda og hefur umsjón með störfum samtakanna og fjárreiðum. Stjórnin ræður fram- kvæmdastjóra og annað starfslið samtakanna. færri kýs einn aðalfulltrúa _ _ þrjá — _ _ fjóra — — — fimm — _ _ sex — - — sjö — 115. gr. Tekjur samtakanna eru: a. Argjöld aðildarsveitar- félaganna, skv. samþykktum aðalfundar. b. Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, skv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Framhald á bls. 4 Aðal- fundur Aöalfundur Kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnar- firði verður haldinn í kvöld í Alþýðuhúsinu og hefst kl. 20,30. Á DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundar- störf. 2. Upplestur og kaffi- drykkja. STJÓRNIN Málefni Reykjavíkur- borgar verða til umræðu á almennum fundi, sem FUJ í Reykjavík efnir til á Hótel Esju, mánudaginn 26 marz n.k kl. 20,30. Gestur fundarins: Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi. FUJ STJÖRNARKJÖR Alþýðuf lokksf ól k í Reykjavík er minnt á, að tillögur Trúnaðarmanna- ráðsins um nýja stjórn félagsins liggja frammi á skrifstofum Alþýðu- flokksins, sem veitir allar nánari upplýsingar. FLOKKSSTARFID Revkvíkinaar VIÐTALSTÍMAR Gylfi Þ. Gislason, formaður Alþýðu- flokksins, verður til viðtals á vegum Alþýðuflokksfélags Reykjavikur n.k. fimmtudag, 22. marz, kl. 17-19 á skrif- stofum Alþýðuflokksins, Hverf isgötu 8- 10. Síminn í viðtalsherberginu er: 1-50- 20. Hafnfirðinaar VIÐTALSTÍAAAR Reglulegur viðtalstími á vegum Alþýðuflokks- félaganna i Hafnarfirði verður n.k. fimmtudag, 22. marz, kl. 17-19 á Alþýðuhúsinu, Hafnarfirði. Til við- tals verða Hörður Zóphaníasson, bæjarfulltrúi og Haukur Helgason, bæjarfulltrúi. FÉLÖGIN Hafnfirðingar KVÖLDVAKA Alþýðuflokksfélögin i Hafnarfirði efna til kvöldvöku i Alþýðuhúsinu i Hafnarfirði sunnu- daginn 25. marz n.k. kl. 20,30. Fjölbreytt skemmtiatriði verða, m.a. Bingó Kaffi- veitingar verða á boðstólum. Nánar auglýst siðar. Alþýðuflokksfélögin i Hafnarfirði KJORSTJóRN Miðvikudagur 21. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.