Alþýðublaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 3
Þeir hika ekki við að auglýsa VARID YKKUR Á LÓÐABRÚSKURUNUM! HLATUR Illæiö að mér! segir leikkonan I)onna Reading —■ en til þessa , liefur karlinönnuni orðið tiðræddara uin að 11110 væri fögur, kynæsaudi og þar frain eftir götunum. Nú hefur hún bætt nýj- um hæfileika við safn sitt — gamanleik. Þessa stundina leikur hún i stykkinu: „Liggðu ekki þarna,| segðu eitthvað”. Og hvað segið þið um Raðhiísalóð í Breiðholti á góðum stað til sölu. Tilboð send;st^BI. merkt: Ekki erú lóðabraskarar alveg dottnir uppfyrir enn, þrátt fyrir stórhert eftirlit borgarinnar. Ný- lega birtist t.d. auglýsing i einu dagblaðanna, þar sem raðhúsalóð á góðum stað i Breiðholti var aug- lýst til sölu gegn hæsta tilboði. bað mun þó harla fátitt að braskarar þessir auglýsi svo opinberlega, heldur fara viðskipt- in fremur fram bak við tjöldin. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk á skrifstofu borgar- verkfræðings, getur verið stór- varasamt að verzla við þessa braskara, þvi þeir geta allt eins selt fleiri en einum sömu eign- ina. Liggur.það i þvi, að nú fást lóöarsamningar ekki lengur fyrr en hús á lóðinni er fokhelt. Selji braskarinn lóðina án þess að hafa byggt á henni, verður sá, sem byggir, að byggja i nafni braskar- ans, en þegar húsið er fokhelt, getur braskarinn allt eins selt það öðrum. Ekki var skrifstofunni kunnugt um verulegt lóðabrask i borginni, en staðfesti þó, að þrátt fyrir hert eftirlit hefði ekki algerlega tekizt að koma i veg fyrir það. — þetta gerdist uka Enginn fiskisamningur — enginn viðskiptasamningur „betta kemur mér ekki á ó- vart, þar sem ég hef alltaf búizt við þvi, að á þetta atriði myndi reyna. baðhefur reyndar legið i augum uppi nú lengi”, svaraði Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra, þegar Alþ.bl. spurði hann i gærkvöldi um viðbrögð hans til tilkynningu Efnahagsbanda- lagsins þess efnis, að sá hluti viðskiptasamningsins við ís- lands, sem að sjávarafurðum lýtur, muni ekki taka gildi, fyrr en „lausn hefur fundizt i land- helgisdeilunni’. Utanrikisráðherra vildi ekki gefa neinar upplýsingar um efnisatriði þeirra nýju hug- mynda Breta um bráðabirgða- lausn, sem fram komu i viðræð- um brezka sendiherrans og ráð- herrans, en sagði, að rikis- stjórnin hefði ákveðið að halda áfram viðræðum við sendfherr- ann. ÞEIR DAÐRA VID HUGMYND- INA UM 400 ÞÚSUND TONN bað hefur verið heldur dauft yf- ir loðnuveiðunum tvo siðustu sólarhringa. Um kvöldmatarleyt- ið i gærkvöldi höfðu 12 skip til- kynnt afla, samtals 3100 lestir, en sólarhringinn á undan hafði afl- inn verið 4150 lestir. Heildaraflinn er þvi farinn að nálgast 370 þús- und lestir á vertiðinni, og ekki öll von úti að takist að veiða 400 þús- und lestir. . ☆ t gær voru flest skipin á veiðum á svæðinu frá Ingólfshöfða vestur að Vestmannaeyjum. A öðrum svæðum var veiði sáralitil. bróarrými er nú nægjanlegt allstaðar á landinu. Heimir SU var með mestan afla gær. 440 lestir, Loftur Baldvins- son EA var með 400 lestir og Hilmir SU var með 360 lestir. Kæra sig hreint ekkert um út- flutning á ostum „Stefna okkar er að flytja sem minnst út af mjólkurvörum, eða aðeins það sem framleitt er um- fram innanlandsþörfina, og á- stæðan fyrir þvi að útflutningur- inn dróst saman á siðastliðnu ári er sú, að innanlandsneyzlan jókst”, sagði óskar H. Gunnars- son, framkvæmdastjóri Osta- og smjörsölunnar, þegar Alþýðu- blaðið innti hann eftir hverju það sætti, að útflutningur mjólkurvara var 53 milljónum króna minni i fyrra en árið áður. Innanlandssalan jókst um 105 milljónir og var samtals 907.5 milljónir króna. Talsverð aukning var á sölu bitapakkaðra osta, eða 36%, og sagðist óskar þakka mikilli fræðslustarfsemi og kynningu á ostum þá aukningu. Mest var framleitt af smjöri á árinu, eða 1582 tonn fyrir innan- landsmarkað, en 77 tonn til út- flutnings, og er minnkunin aðal- lega þar. 1034 tonn voru fram- leidd af osti fyrir innanlands- markað og 937 til útflutnings, en mest var flutt út af nýmjólkur- dufti, 402 tonn, — aðeins 44 tonn voru seld innan lands. Ný- mjólkurduftið er aðallega selt til Bretlands og býzkalands. Sameinast um söluumboð Flugfélag Islands og Eimskipafélag Islands'h.f. hafa undirritað samning um að Flugfélag tslands taki að sér aðalsöluumboð fyrir Eimskipafélag tslands i Oslo, Stokkhólmi og London og ennfremur söluumboð i Glascow, Kaupmannahöfn og Frankfurt. Samtimis gerðu félögin með sér annan samning um farþegaflutn- inga með skipi aðra leiðina og flugvél hina. Illlllllllllll Framsóknarflokkurinn feigur segja SUF-menn „Tviskinnungur boðar feigð Framsóknarflokksins” segir i millifyrirsögn i grein á síðu ungra framsóknarmanna i Timanum i gær. Greinin er skrifuð i tilefni af þeim skoöunum, sem fram- sóknarþingmennirnir Jón Skafta- son og Björn Pálsson létu i ljós á fundi i Framsóknarfélagi Iieykjavikur um varnarmálin, en þar lýsti Jón Skaftason þvi yfir, að hann teldi, „að varnarliðið ætti ekki að hverfa af landinu”. Aðalfyrirsögn greinarinnar var: „Tek ekkert mark á sam- þykktum flokksþings! ”. Eru þessi orð höfð eftir Birni Páls- syni, sem nefndur er „Húnvetn- ingaþingmaður”, en hann mun hafa farið háðulcgum orðum um „andstæðinga hersetunnar”. Segir i greininni, að Jón Skafta- son hafi tekið undir ýmislegt i ræðu „Húnvetningaþingmanns- ins”, m.a„ ,,að menn tækju ekki þátt i atkvæðagreiðslum né held- ur mikHbmark á samþykktum flokksþings!! Höfundur greinarinnar, sem ekki er tilgreindur, en greinin er birt á ábyrgð stjórnar Sambands ungra framsóknarmanna, veltir þvi siðan fyrir sér, hvort ástæða sé fyrir unga framsóknarmenn að sækja næsta flokksþing Fram- sóknarflokksins, og spyr, „hvaða gagn.sé að fjölmennum og há- vaðasömum fundum flokksins, þar sem talað er frjálsum orðum um áhrif hins óbreytta flokks- manns, þegar sjálfskipaðir ein- ræðisseggir iáta skoðanir flokks- manna sem vind um eyru þjóta”. © Miövikudagur 21. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.