Alþýðublaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 7
FLEST SJÁLFSMDRÐ ERU FRAMIN A MANUDOGUM EN ÞJÚÐVERJAR SÝKNA VEÐRIÐ SEM SJALFSMORÐSVALD 1 flestum löndum er sjálfs- morð skráð sem tiundi efsti dauðavaldurinn. Þessi skráning táknar ekki, að sá fjöldi fólks, sem þannig endar lif sitt, sé miklum mun meiri, en ef eðli- legri orsakir hefðu komið til. Flest sjálfsmorðin verða hjá ellihrumu fólki. Fólk ákveður þó að gera enda á lif sitt ekki að- eins á hinu erfiða hrumleika- yfirgangsskeiði og þegar gamalsaldurinn færist yfir, heldur einnig á æskuskeiði og kynþroska. Fólki, sem haldið er af alvar- legum sjúkdómum, er einnig hætt við að gripa til sjálfsmorðs. Þunglyndi er algeng orsök sjálfsmorða — þriðjungur til helmingur af sjálfsmorðstilfell- um á rætur sinar að rekja til sliks sálarástands — og einnig alkóhólismi, eiturlyfjaneyzla og sálrænt eða tilfinningalegt álag. Lifskjör og aðbúð geta einnig fengið einstakling til þess að fremja sjálfsmorð — einangrun, að vera rifinn frá fjölskyldulifi sinu, handtökur, skúkrahúss- dvöl, hælisdvöl eða skortur á efnislegum gæðum lifsins geta haft sömu áhrif. Sjálfsmorðahlutfallið 17,6 af þúsundi er sorgleg niðurstaða i þjóðfélögum, þar sem mið- og lægri tekjustéttir hafa nóg að bita og brenna. Dr. R. Rakoczy hefur rann- sakað spurninguna um, hvort veðurfar hafi einhver áhrif á fjölda sjálfsmorða. Hann rann- sakaði 1.611 sjálfsmorðstilfelli skráð af lögreglunni i Munchen á árunum 1965 til 1970. Sjálfs- morðstilraunir, sem ekki tók- ust, voru ekki athuguð, þvi þau drógu upp ennþá dekkri mynd. Sérfræðingar telja, að hlutfallið á milli sjálfsmorða og sjálfs- morðstilrauna, sem ekki takast, sé 1 á móti 3 eða 1 á móti 10. Áður en litið er á niðurStöður rannsóknanna um, hvort veður hafi áhrif á sjálfsmorð, þá skul- um við lita á nokkrar almennar niðurstöður, sem rannsóknir Dr. Rakoczy hafa leitt i ljós. Af 1.611 sjálfsmorðum voru 958, eða 59,5%, framin af karl- mönnum og 653, eða 40,5%, af konum. Hlutfall karla er hærra en kvenna vegna þess, að fyrir utan árið 1970 voru fleiri karl- menn en konur, sem bjuggu i Munchen. A athugunartimabil- inu fjölgaði ibúum borgarinnar um 12,5%, en á sama tima fjölg- aði sjálfsmorðunum um 48%. Flest sjálfsmorð bæði kvenna og karla voru framin á mánu- degi. Skýringin kann að vera sú, að sjálfsmorð, sem framin voru um helgi, komust ekki upp fyrr en á mánudögum. Meðal karl- manna var föstudagur sá dagur, sem næst flest sjálfsmorðin voru framín á. Einna óvæntust var sú niður- staða, að það var ekki nóvem- bermánuður með sitt leiðinlega, þrúgandi þokudrungaða veður- far, sem fól i sér mesta sjálfs- morðahættuna, heldur hinn sól- riki júnimánuður. Sú var niður- staðan um karlmennina, en hvað konum viðvikur, þá frömdu mun fleiri konur sjálfs- morð i desember en i júnl. Aöfaradagar jóla voru þeir dag- ar, sem minnst var um sjálfs- morð hjá körlum. Ein af ástæð- unum, sem hægt er að nefna fyrir tiðum sjálfsmorðum kvenna i desembermánuði er sú, að þegar jólin nálguðust jókst til muna rótleysistilfinning og einmanakennd þeirra. Skipting sjálfsmorðstilvika á árstiðir leiddi i ljós, að fátt fólk framdi sjálfsmorð á sumri, flestir karlmenn völdu til þess vetur eða vor, flestar konur haustið. Athuganir á sjálfsmorðsað- ferðunum leiddu ekkert óvænt i ljós. Karlmenn völdu þá harð- lyndu aðferð annað hvort að skjóta sig eða að hengja, en flestar konur kusu annað hvort að taka inn of mikið af lyfjum eða stökkva út um glugga, niður af brúm, háum byggingum o.s.frv. Dr. Ungeheuer og Dr. Brezovsky frá veðurstofnun Vestur-Þýzkalands i Bad Tölz lögðu linurnar um þann hluta rannsóknarinnar, sem tók til þess hvort veðurfar hefði ein- hver áhrif á tiðni sjálfsmorða! Aðferðirnar, sem notaðar voru, byggðust á skiptingu veðurfarsins eftir þvi, hvort það væri liffræðilega hagstætt eða óhagstætt. Heitið ,,liffræðilega hagstætt veður” merkti veðurfar við háan loftþrýsting, þ.e.a.s. gott veður. Þetta veðurfar er mjög ákjósanlegt svo jafnvægi megi haldast i likamsstarfseminni. Heitið „liffræðilega óhagstætt veður” var notað um veðurfar við lágan loftþrýsting, sem hefur truflandi áhrif á likams- starfsemina. Rannsóknir hafa áður sýnt, að við slikar aðstæð- ur verða flest umferðarslys, vinnuslys og almenn sjúk- dómstilfelli. Þessir tveir aðal-flokkar veð- urfars skiptust svo i sex undir- flokka eftir þvi, hversu hár eða lágur loftþrýstingurinn var og hvers konar aðstæður að öðru leyti i veðurfari fylgdu. Þau 1.611 sjálfsmorðstilfelli, sem Dr. Rakoczy rannsakaði, voru einnig notuð við athugan- irnar á hugsanlegum tengslum veðurfars og tiðni sjálfsmorða, sem skipulagðar voru af veður- fræðingunum frá Bad Tölz. Hin óvænta niðurstaða reyndist vera, að flest sjálfsmorðstilfell- in urðu við „liffræðilega hag- stæð veðurskilyrði”, en sláandi var þó, að mörg af sjálfsmorð- um karlmanna urðu i veðurfari, sem dæmt var „liffræðilega óhagstætt”. Af þessum athugunum má draga þá ályktun, að veðurfar hafi engin áhrif á tiðni sjálfs- morða. Róandi öfl eru þau ytri og innri átök, sem einstakling- urinn verður að ganga i gegn- um. Áhrif veðursins samanbor- ;ð við þessi öfl eru litilvæg, og yfir höfuð að tala er ósannað með öllu, að veðrið hafi nokkur minnstu áhrif á tiðni sjálfs- morða. Það er ekkert sem sannar, að Föhn-vindar (þeyvindar, ein- kennandi fyrir Bacariu á sumr- in) hafi nokkur bein áhrif á það fólk á þessum slóðum, sem sviptir sig lifi. Ahrif Föhn-vindanna á heilsufarið eru yfirleitt mjög ofmetin af al- menningi. Allsherjarathuganir á sjálfs- morðum benda til, að veðurfar hafi mjög litil áhrif á væntan- legan „sjálfsmorðskandidat”. Rannsóknir á sjálfsmorðum sýna fram á, að þau eiga sér þrjústig, —eða öllu heldur á að- dhagandinn sér þrjú stig. Hið fyrsta er þegar einstaklingur byrjar að hugleiða að svipta sig lifi. Annað stigið er þegar farið er að meta kosti og galla sjálfs- morðsins. Um það bil 70% þeirra, sem sjálfsmorð fremja, taka á þessu stigi afdráttar- lausa ákvörðun um að fremja sjálfsmorðið. A þriðja stigi, þegar að þvi kemur að fremja sjálft verkið, eru flestir orðnir rólegir, ákveðnir og stilltir, einbeita sér að viðfangsefninu. Þeir forðast allt samband við umheiminn og láta sig örugglega engu skipta hvernig veðrið er. Þessi þrjú stig geta staðið yfir misjafnlega lengi. Tímaritið EFFE er svar ítalskra rauðsokka við kvennablöðum og tíma- ritum í Playboy-stíl Framan á kápusiðu nýs tima- rits i Róm trónar mynd af eilitið- ið tómlátum, dökkhærðum karl- manni, nöktum að ofan, með loðna bringu og rennilásinn á buxunum dreginn nokkuð niður fyrir naflann. „Hver er þetta?” er spurt i myndatexta á kápusiðunni. Svarið: „Enginn sérstakur. Þetta er aðeins hliðstæða hinna hálfnöktu yngismeyja, sem venjulega skreyta kápusiður myndskreyttra timarita.” Hið nýja timarit heitir „EFFE”, en sá er italski fram- burðurinn á bókstafnum F (feminism: kvenleiki) og útgef- endur þess ætla þvi að verða evrópugerðin af hinu vinsæla „kvenfrelsistimariti” i Banda- rikjunum „Ms”. „EFFE” er samið af hópi kvenblaðamanna og ritstjóra, sem nú eru að reyna að útvega nægilegt fjármagn svo hægt sé að byrja að gefa ritið út reglu- lega einu sinni i viku, vonandi frá og með vorinu. „Kynningarheftið” hefst á ávarpi ritstjórans: „Hvers vegna EFFE? Það er ekki að- einseinber tilviljun, að öll þessi kvenna-timarit hafa karlmann, sem ritstjóra, karlmannsheila, sem rekur þau af öryggi, á sama tima og konurnar — alveg eins og konur Múhameðstrúar- mannanna, sem ekki fá að fara inn i moskurnar — eru skildar eftir fyrir utan aðalstöðvarn- ar.” „EFFE vill nú vera alveg hið gagnstæða. Upphugsað, undir stjórn og samið af konum. Þetta timarit hyggst upplýsa konur um allt, sem þeim við kemur, beint eða óbeint, svo þær geti sjálfar komizt að sinum eigin niðurstöðum”. „EFFE hyggst opna augu þeirra fyrir öllum blekkingun- um, allri misnotkuninni, öllum rangindunum sem þær frá ómunatið hafa verið þvingaðar til þess að sæta i nafni þess „náttúrulögmáls” sem sannar- lega er kominn timi til að taka til endurskoðunar”. Kynningarheftið hefur upp á að bjóða efni svo sem eins og upplýsingar um alþjóðasamtök kvenna, viðtal við óánægða eiginkonu um kynferðismál, hæðnisfullar svipmyndir af eiginkonum (eins og þeim er al- mennt lýst), frásögn af erfiðleikum italskra mæðra, hvar megi verða sér úti um getnaðarvarnir og hvernig eigi að nota þær og niðurstöður af efnagreiningum á snyrtivörum, sem háskólinn i Bologna annað- ist. „Við erum að reyna að búa til italska hliðstæðu timaritsins Ms”, segir Adele Cambria, blaðakona. Byrjað var að ráða i ritstjórn- ina i mai-mánuði s.l. og nú skipa hana sjö blaðakonur og ritstjór- ar i fullu starfi ásamt 15 aðstoðarskriffinnum og eru konur á aldrinum frá 26 til 55 ára. Meðal starfsfólksins er Daniela Colombo, hagfræðing- ur: Donata Francescato, sál- fræðingur; Leslie Deonelli, félagsfræðingur og Lara Foletti, leikkona og ensku-kennslukona til viðbótar við þjálfaðar blaöa- konur. Konurnar eru ekki i nein- um einum kvennasamtökum og þvi siður segjast þær vera mál- svarar kvenréttindafélaga i Italiu. „Blaðið er ekki opinbert mál- gagn neins hóps”, segir Adele Cambria. „En við erum vinstri sinnaðar og aðhyllumst Marx”. Lausasöluverð hvers eintaks af timaritinu á • að verða 200 lirur (35-40 kr.). Konurnar telja, að eintakafjöldinn verði að vera 30 til 35 þúsund, svo blaðið beri sig. „t fyrstunni vildum við ekki taka auglýsing- ar”, sagði Daniela Colombo, „en nú höfum við komizt að þeirri niðurstöðu að auglýsingar séu efnahagslegar forsendur blaðaútgáfu á Italiu”. Meðal annarra vandamála er að skapa blaðinu réttan stil. „Við viljum, að blaðið sé skrif- að á einföldu og auðskildu máli”, sagði Daniela Colombo, „en við viljum ekki hafa mál- farið svo grunnfærið, að lesend- unum þyki sem litið sé niður á þá”. Konurnar segja, að þær hafi ekkert á móti samverkamönn- um úr hópi karlmanna en þó þvi aðeins, að þeir hafi upp á vand- að og gott efni að bjóða. Sem svar við þeirri fullyrðingu sumra italskra karlmanna, að konurnar væru karlmanna- hatarar sagði Adele Cambria brosandi: „Við hötum aðeins þá karlmenn, sem eru hatursfullir. Okkur finnst sem við séum að yrkja ónumið land á ttaliu,” bætti hún við, „en það hefur ekki verið auðveít”. „Þegarkona i þessu landi tek- ur ákveðna afstöðu til mikil- vægs málefnis, þá hættir hún á að einangrast, verða einmana og útskúfuð úr samfélaginu. Við vonum, að EFFE geti breytt einhverju um þetta.” Eiga karlmenn að njóta einkaréttar á þvi að skoða hitt kynið nakið i timaritum? Ekki svo segja italsk- ar rauðsokkur — og þar með er nakti karl- maðurinn orðin sölu- vara i EFFE. o LEIKLIST FURÐU- VERKIÐ Þ jóöleí khúsiö: FURÐUVERKIÐ Barnaleikrit samið af leikendum Söngtextar: Hrafn Pálsson Lög: Hrafn Pálsson og Árni Eifar Ráðleggingar: örnólfur Thorlacius Leikstjóri: Kristín Magnús Guðbjarts- dóttir Teiknun leikmuna og búninga: Birgir Engilberts Þjóðleikhúsið brá á þá nýbreytni á laugardaginn að efna til frumsýningar á nýju innlendu barna- leikriti utan höfuðborgar- innar eða nánar tiltekið I stórglæsilegu nýju félags- heimili Grindvikinga, sem nefnt er „Festi”. Er vissulega fagnaðarefni, að þessi sjálfsagða þjón- usta við leiklistarunn- endur utan Reykjavikur er hafin, þó i litlu sé, og væntanlega verður fram- hald á. Salurinn i „Festi” var fjölskipaður, og tóku hinir ungu áhorfendur sýningunni hið bezta, enda gafst nokkrum þeirra kostur á beinni þátttöku I gamninu. Um sjálft „Furðuverk- ið” er annars það helzt að segja, að það var „samið eftir hugmyndum Kristinar Magnús Guð- bjartsdóttur i samvinnu og með tillögum frá Sig- mundi Erni Arngrims- syni, Herdisi Þorvalds- dóttur og Höllu Guð- mundsdóttur”, eins og segir i leikskrá. Iföfund- arnir fjórir fara með hin mörgu og fjölbreytilegu hlutverk leiksins, sem fjallar um ekkert minna en sólkerfin, upphaf jarð- ar, kviknun lifs, fiska, fugla, risaeðlur, apa- menn, steinaldarmenn og loks sjálfa jarðsöguna. Sá fróðleikur, sem fram kemur i leikritinu, er bor- inn fyrir leikhúsgesti undir visindalegri leið- sögn Ornólfs Thorlacius- ar, svo varla þarf að efast um að hann sé raunhlitur. Greinilegt var, að mörg barnanna á frumsýningu áttu erfitt með að koma þessum visindalega fróð- leik heim og saman við það sem þeim hefur verið kennt i skóla og kirkju um guð almáttugan, Adam og Evu, höggorminn og ann- að þessháttar, og er ekki nema gott um það að segja, að leikhúsverk, hvort sem er fyrir yngri eða eldri kynslóðir, veki spurningar og jafnvel andmæli. Hitt kann að vera álita- mál, hvort visindalegir fróðleiksmolar af þessu tagi eigi nokkurt erindi uppá leiksvið, þó leikræn meðferð jarðsögunnar kunni að geta lifgað uppá efnið i kennslustundum. Mér fannst fyrir mina parta efnið vera langtum of vélrænt eða sálarlaust til að verðaverulega hug- tækt, og samt hlýt ég að játa að börnin fylgdust með sýningunni af tals- verðum áhuga, einkan- lega þegar til einhverra átaka kom, til dæmis i fimmta atriði þar sem Grimmi Dinó kom við sögu og i atriðunum um apamenn og steinaldar- menn. En slik dramatisk atriði voru að minum dómi of fá, þó margt væri hnyttilegt i hugmyndum leiksins og útfærslu þeirra. Kannski er ekki úr vegi að lita á þetta framtak fjórmenninganna sem lýsandi dæmi um félags- legt meðvitundarleysi ís- lendinga yfirleitt, sem er einn iskyggilegasti böl- valdur allra okkar lifs- hátta. Leikhúsið er i eðli sinu vettvangur mann- legra samskipta og átaka> það er fyrst og fremst spegill mannlifs- ins eða skurðarborð þar sem krufið er eðli manns og samfélags, sögu og goðsögu. Þvi aðeins er það hlutverki sinu trútt, að þessir þættir séu ekki vanræktir. Það uppátæki að rekja þróun jarðsög- unnar og þróun frum- stæðasta lifs á jörðinni (áður en mennsk vitund kom til sögunnar) i leik- formi þykir mér ákaflega langsótt og nánast jaðra við flótta frá þeim ótal- mörgu timabæru við- fangsefnum sem hvar- vetna blasa við og full ástæða væri til að glima við á leiksviðinu, ekki sizt i barnaleikritum. Leik- húsið á meðal annars að vera hvati til umhugsun- ar um brýn samtiðarefni, og barnaleikrit eiga engu siður en önnur leikhúsverk að varpa ljósi á mannleg sam- skipti og félagslegan vanda. Þessu er hvergi til að dreifa i „Furðuverk- inu”, og fyrir bragðið verður leikurinn ein- kennilega fjarlægur og framandi, og vitánlega að sama skapi fullkomlega meinlaus, nema kannski i augum presta og kristi- lega þenkjandi fólks. Það er hinn augljósi ótti við að takast á við veruleg og kannski umdeild viö- fangsefni, sem gerir verk af þessu tagi svo ógeð- felld, þó þau kunni að vera dálitið skemmti- leg. Og ekki skal ég lasta þá leikgleði og hug- vitssemi sem leikendur sýndu i þessu „andlausa” verki. Kristin Magnús Guðbjartsdóttir, Herdis Þorvaldsdóttir og Sigurð- ur örn Arngrimsson eru gamalkunnir og sviðs- vanir leikendur, sem ánægjulegt var að sjá i óvenjulegum og marg- breytilegum gervum, og virtist Sigurður örn eiga auðveldast með að vekja hlátur barnanna. Halla Guðmundsdóttir er nýliði, sem vakti fyrst umtals- verða athygli i „Lýsi- strötu”, en hún gaf hinum reyndari leikurum hvergi eftir i þessu verki, var þokkafull og kankvis i lát- bragði með sérkennilega mjúkan og fallegan hljóm i röddinni. Eg óskaði þess bara hvað eftir annað, að þessir góðu leikkraftar hefðu verðugra viðfangs- efni við að glima. Hrafn Pálsson samdi hnyttna og vel orðaða söngtexta við leikinn auk þess sem hann samdi lög við textana ásamt Arna Elfari, sem jafnframt samdi leikhljóð og annað- ist undirleik. Teiknun leikmuna, búninga og auglýsingaspjalda ann- aðist Birgir Engilberts, en ljósameistari var Kristinn Danielsson. Sýningin var hæfilega löng, yfirleitt fjörleg og fjölbreytileg, en sem fyrr segir ákaflega rýr I and- anum. Þareð stundum er talað um Þjóðleikhúsið sem musteri tungunnar og vænta má að börnin gluggi I leikskrá sér til andlegrar uppbyggingar, er sorglegt að rekast á setningu einsog þessa i þvi merka plaggi: „Jafn- framt er þvi gert skóna, að þjónusta leikhússins við áhorfendur utan höfuðborgarinnar fari vaxandi . . .” Sigurður A. Magnússon Miðvikudagur 21. marz 1973 Miðvikudagur 21. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.