Alþýðublaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 11
í SKUGGA MARÐARINS Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt Ég átti nú hálferfitt með að umgangast Noru. Þannig hafði það ekki verið áður en ég gifti mig, en nú virtist eins og einhver múr væri kominn upp á milli okkar, sem ef til vill var hennar verk, þvi mitt verk var hann vissulega ekki. Hún var i gróðurhúsinu þar sem hún var að reyna að rækta orki- deur og Donna sat á bekknum og horfði á hana vinna. — Nora, hvað heldurðu? hróp- aði ég. — Bella á von á kett- lingum. Hún sneri sér við og horfði á mig og hló. Nú var hún eins og ég kunni bezt við hana — kát og vin- gjarnleg. — Hvilik tilviljun! sagði hún. — Þú átt við .... okkur báðar? Nora kinkaði kolli. — Aumingja Donna verður liklega stúrin þegar hún kemst að þessu. Donna mjálmaði með vel- þóknun þegar nafn hennar var nefnt og neri sér upp við handlegg Noru. — Nú hefur hún náð frá þér forskoti, sagði hún við kisuna. Siðan sagði hún við mig: — Hvað KRÍLIÐ hefurðu hugsað þér að gera við þá? — Halda einum og finna heim- ili handa hinum. Ég gæti trúað að þau vildu fá einn á prestssetrinu. Við fórum nú inn og frú Glee færöi okkur kaffi með þessum storkunarsvip, sem Noru þótti svo kátlegur, en átti að sýna hve allt væri miklu betur leyst af hendi i Kaupmannshúsinu en á Whiteladies. Ég ætla að halda kvöldverðar- boð i næstu viku, sagði Nora. — Þið verðið að koma Minta. — Það yrði okkur mikil ánægja. — Þetta er sérstakt tilefni. Hún útskýrði það ekki frekar og ég spurði einskis. Ég var viss um að það væi ekki til neins. Nora var ekki af þvi tagi að hún léti veiða upp úr sér það sem hún vildi ekki segja. Á meðan við vorum að drekka kaffið heyrðum við hófatak á steinstéttinni við hesthúsin. — Þetta er Franklyn, sagði Nora, sem hafði litið út um glugg- ann. — Hann kemur hingað oft. Okkur þykir gaman að taka eina skák öðru hverju. Ég held hann sé fremur einmana siðan hann missti foreldra sina. Franklyn kom inn og var mjög virðulegur ásýndum, fannst mér. Ég velti þvi fyrir mér hvort þau myndu ætla gð tilkynna trúlofun sina og kvöldverðarboðið ætti að vera til þess. Það varð af hvorugu þeirra ráðið. En tiðar heimsóknir Franklyns i Kaupmannshúsið gátu bent i þá átt. Er öllu var á botninn hvolft þekkti ég hann mjög vel, og ég vissi að hann var ástfanginn af Noru. Ég hlakkaði til þessa kvöld- verðarboðs. Það væri að minum dómi svo ákjósanleg lausn ef Nora og Franklyn giftust og við yrðum öll hamingjusöm til ævi- loka. En i kvöldverðarboðinu brá mér heldur en ekki i brún. A trú- lofun var ekkert minnzt. 1 stað þess sagði Nora okkur að þetta yrði eitt siðasta kvöldverðarboð hennar þvi hún væri nú ákveðin að fara aftur til Astraliu. Bella var týnd. Við gátum okkur þess vitanlega til að hún myndi hafa farið i felur til að eiga kettlingana, en hvert höfðum við enga hungmynd um. Lucie sagði að kettir væru vanir þessu. Ég hafði áhyggjur af henni vegna þess að ég hélt hana mundi vanta mat, en eins og Lucie sagði voru áhyggjur ástæðulausar þvi hún vissi hvert leita skyldi þegar hún þyrfti þess með. Eftir hálfan annan sólarhring kom hún i leitirnar og það var þegar ljóst, að hún hafði gotið. — Við verðum að elta hana, sagði Lucie, — og komast að þvi hvar þeir eru. Við gerðum það, og okkur til undrunar visaði Bella okkur upp i turninn. Það hafði orðið að hætta vinnu þar vegna þess að ekki var völ á þeirri sérstöku viðartegund, sem nota þurfti. Stirling sagði að ekki kæmi til mála að breyta neinu, svo fresta varð þeim hluta verksins. Dyrnar upp i turninn hlutu að hafa verið skildar eftir i hálfa gátt, og Bella svo leitað þangað upp. Hún hafði farið efst upp i turninn, þar sem verka- mennirnir höfðu skilið eftir strigapoka, og þar fundum við fjóra þá indælustu kettlinga, sem ég hafði séð. Þeir voru gul- brúnir eins og Bella og ég varð hugfangin af þessum litlu blindu greyjum og snortin af umhyggju Bellu fyrir þeim. Hún malaði á meðan ég dáöist að þeim, en sýndi vanþóknun sina er ég snerti þá um leið augsýnilega illa ef aðrir nálguðust. — Það er betra að við skiljum þá eftir hérna uppi, sagði Lucie. — Hún verður ekkert hrifin af þvi ef við færum þá til. Hún myndi ef til vill reyna að fela þá. Kettir eiga til að gera það. — Ég ætla að hlynna að þeim, sagði ég. — Ég færi Bellu matinn hennar hingað sjálf. Ég fór strax til Noru að segja henni frá kettlingunum og hvar þeir hefðu fundizt og hún kvaðst ætla að koma eftir nokrra daga til að skoða þá. Ég gekk upp hringstigann á hverjum degi og mér varð oft hugsað til þess er ég var þarna uppi og skelfingin náði tökum á mér. Nú var óttatilfinningin með öllu horfin, Að Bella skyldi velja kettlingum sinum turninn að fæð- ingarstað, gerði hann aftur dásamlega hversdagslegan. Ég gerði mér að venju að fara upp á hverjum morgni klukkan éflefu með rjómakrús og mat handa Bellu. Hún bjóst við mér á hverjum morgni er ég fylgdist meö þvi hvernig kettlingunum færi fram. Ég var á leið þangað upp morgun einn þegar Nora kom. — Ætlarðu að koma og sjá kettling- ana? spurði ég. — Þú kemur með, sagði hún. Hún var orðin vingjarnlegri siðan ég kom til hennar til að segja henni frá kettlingunum. — Ég ætla einmitt að fara að gefa þeim, sagði ég. — Komdu upp með mér. Það var sannarlega engu likara en að ég hefði verndarengil, þvi mér er næst að halda að þetta hefði orðið mitt siðasta, ef Nora hefði ekki komið með mér. Ég lét undirskálina á steinriðið eins og TIIBOÐ óður nu ÍVA 700g 72.90 59.00 DOFRI 647g 58.70 49.00 I CUT - RITE vaxpappír 37.40 24.00 Formósa ananas 3/4 ds. 59.00 49.00 Molasykur 1 k9 63.00 59.00 TÆPANOL soog 102.00 88.00 X Brunaverðir Störf 3ja bruna varða við slökkvilið Hafnarf jaröar eru laus til u.msóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum Starfsmannafélags Hafnarfjarðarkaupstaðar. Upplýsingar um störfin veitir slökkviliðsstjóri. Uinsóknir skulu sendar undirrituðum eigi slðar en 4. apríl n.k. Bæjarstiórinn i Hafnarfirði ® ÚTBOÐ Tilboð óskast i að byggja dælu- og aðveitustöð að Reykjum i Mosfellssveit fyrir Hitaveitu Reykjavfkur og Rafmagns- veitu Reykjavikur. ÍJtboðsgögn éru afhent I skrifstofu vorri gegn 5.000.- króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 12. april n.k. kl. 11.00. INNKAUPAST.OFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frfkirltjuvegi 3 — Sími 25800 i Fatahreinsun Hafnarfjarðar ER að Reykjavíkurvegi 16 Rúskinnshreinsun Hraðhreinsun Kemiskhreinsun Þurrhreinsun Kilóhreinsun Dry Clean Gufupressun. Móttaka fyrir allan þvott fyrir þvottahúsið FÖNN. Opnað kl. 9 á morgnana. Opið í hádeginu. Opið til kl. 19 á föstudögum. Opið til kl. 12 á laugardögum. — Næg bílastæði. — VIPPU - BlLSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Haeð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar staerðir. smSaðar eftir beiðni. GLUGGASMIÐJAN Síðumúla 12 - Sími 38220 URÖÚSKAHIGRIPIR KCRNFLÍUS JONSSON SKÖLAVOROUSTIG 8 BANKASTRATI6 18688-18600 Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands hf. verður haldinn i Kristallssal Hótel Loft- leiða i Reykjavik laugardagiftn 31. marz n.k., kl. 2 e.h. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf, samkv. 22. gr. samþykkta bankans 2. Aukning hlutafjár. 3. Önnur mál. Aðgöngúmiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum þeirra i aðalbankanum, Lækjargötu 12, dagana 26. marz til 30. marz að báðum dögum meðtöldum. Reykjavik, 19. marz 1973 Sveinn B. Valfelis form. bankaráðs. Miðvikudagur 21. marz 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.