Alþýðublaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 9
4 iþrótti 1 !£?■••• LEEDS OE WDLVERHAMTQN LEIKA IIM NÆSIU HELtl OC EEFA MR MED FORSMEKK AD OIKARNUM! Orslitin á siðasta getraunaseðli voru svo gott sem eftir bókinni, og fátt kom þar á óvart. Það þurfti þvf enginn að vera hissa á þvi þótt spámenn biaðanna stæðu sig vei og væru meö þetta 7-9 leiki rétta, enda sögðu þeir hjá Getraun- um að um 38 manns hefðu veriö með 12 rétta og 410 með 11 rétta. Leeds, Olfarnir og 2. deildar liðið Sunderland tryggðu sér réttinn til að leika i undanúrslitum bikarsins, en Arsenal og Cheisea sem skiidu jöfn verða að leika á ný, en þegar þetta er skrifaö liggja úrsiit i þeim leik ekki fyrir. Liverpooi hefur nú hiotið 50 stig f 1. deild eftir 34 leiki og eru þeir margir, sem spá liðinu sigri. Arsenal fylgir fast á eftir með 48 stig eftir jafnmarga leiki, en Leeds er i 3ja sæti með 44 stig eftir 31 ieik. Staða WBA á botninum er að verða næstum vonlaus og ekkert nema kraftaverk getur bjargað Liðinu frá falli f 2. deild. Spurningin er aðeins hvaða lið fylgir með og koma þar nokkur tii greina, en liklegast þykir mér, að það verði Norwich. Hétt er þó, að slá engu föstu um þetta frekar en annaö, þvi allt getur skeð i knattspyrnu, sem kunnugt er. Næsti Getraunaseðill sem er nr. 12. hefúr upp á marga skemmtilega og tvfsýna leiki að bjóða, þar sem úrslit eru siður en svo auðsæ fyrir fram. Við snúum okkur þá að spánni: BIRMINGHAM — COVENTRY X Birmingham tapaði um s.l. helgi á útivelli fyrir South- amton, en þrátt fyrir það hefur liðinu að öllum likindum tekizt að tryggja það að halda sæti sinu i 1. deild. Coventry tapaði i Bikarnum um helgina fyrir Olfunum. Þetta er nokkuð erfiður leikur og þykir mér liklegt að liðin skilji jöfn að þessu sinni, en fyrri leik þeirra lauk einnig með jafntefli. CHRYSTAL PAL. — WEST HAM X Chrystal Pal., sem enn er i fallhættu, tapaði fyrri leiknum gegn West Ham á Upton Park með 4-0. Það verður þvi fróð- legt að sjá hvernig fer að þessu sinni. Allt frá þvi C.Pal. kom i 1. deild hefur liðinu ekki tekizt að sigra annað Lundúnalið i deildarkeppninni, ef ég man rétt og á ég ekki von á þvi, að það takist að þessu sinni þvi ég spái jafntefli. IPSWICH — EVERTON 1 Þetta er einn af öruggum leikjum á þessum seðli, þvi fátt eða ekkert ætti að koma i veg fyrir sigur Ipswich yfir Everton á Portman Road á laugardaginn. Lið Everton er mjög slakt um þessar mundir, en leik- menn Ipswich aftur á móti i banastuði enda er liðið ungt að árum og þvi liklegt til afreka i framtiðinni. LEEDS — WOLVES 1 Bæði þessi lið tryggðu sér þátttöku i undanúrslitum bik- arsins um sl. helgi, og leika þar hvort gegn öðru, þar sem Leeds vann Derby úti og Úlfarnir Coventry á heimavelli. Leeds á þvi enn möguleika á sigri á báðum keppnunum, deildinni og bikarnum, en til þess verða þeir að vinna Olf- ana á laugardaginn. Leeds vann fyrri leikinn og ég spái Leeds aftur sigri i þessum leik. LEICESTER — STOKE 1 Leicester hefur ekki tapað leik á Filbert Street i undan- förnum 7 leikjum, svo ég á ekki von á öðru en heimasigri eða jafntefli I þessum leik. Þó finnst mér liklegra aö Leicester vinni þennan leik, þar sem Stoke er með aðeins tvo útisigra I vetur. Leicester vann fyrri leik liðanna á Victoria Ground með 1-0. VIÐAR HAFÐI NÆR KAFFÆRT LANDSLIÐIÐ! Viðar Simonarson og félagar hans i pressuliðinu höfðu nær skotið landsliðið i kaf i gærkvöldi. Lengi vel hafði pressan yfir þetta 3—5 mörk, en það var ekki fyrr en landsliðið tók til þess bragðs að taka Viðar úr umfcrð, að landsliðið fór að siga á, og tókst að vinna 22:19. Landsliðið átti mjög slakan dag, aðeins Agúst Ög- mundsson stóð upp úr meðalmennskunni. Hann gerði fimm mörk. Viðar Simonarson átti stórleik mcð press- unni, gerði niu mörk, og getur landsiiðsnefndin hrein- lega ekki gengið fram hjá honum. Forleikur i gærkvöldi var milli iþróttafréttamanna og dómara, og eins og vænta mátti unnu fréttamenn stór- sigur, 10:9. Þá léku Arsenal og Chelsea aukaleik i bikarkeppninni i gærkvöldi, og sigraði Arsenal 2:1, og mætir Sunderland i undanúrsiitum. Alan Ball (viti) og Ray Kennedy gerðu mörk Arsenal, en Peter llousman gerði mark Chelsea. I 1. deild vann Wolves iið West Brom 2:0 (Ken Iiibbitt og John Hichards skoruðu), og i 2; deild vann Burnley lið Portsmouth 4:0. Staða West Brom er orðin mjög alvar- leg. Myndin hér til hliðar sýnir „pressuna” skora i gær- kvöldi. —SS. MAN.CITY — ARSENAL 2 Rétt einu sinni spái ég Arsenal sigri og að þessu sinni á móti misjöfnu liði Man.City á Maine Road. Eins og Leeds er Arsenal i harðri baráttu við Liverpool um meistaratitilinn og ef einhver von á að vera til að hljóta þann eftirsótta titil verður þessi leikur að vinnast og hef ég trú á að það takist. Þó verður þvi ekki neitað að jafntefli kemur sterklega til greina, enda skildu liðin jöfn 0-0 á Hughbury fyrr i vetur. NEWCASTLE — CHELSEA 1 Þetta er nokkuö erfiður leikur, en ég held að heimavöllur- inn ráöi mestu um úrslitin. Heimavöllur Newcastle, St. James Park hefur reynzt liðinu drjúgur viö að hala inn stig, enda er Newcastle ekki auðunnið þar, sem kunnugt er. Chelsea hefur áttmisjafna leiki að undanförnu og hefur náö slökum árangri á útivelli. Mér finnst þvi flest mæla meö sigri Newcastle aö þessu sinni. SHEFF.UTD. — DERBY X Sheff.Utd. hefur átt misjafna leiki i vetur, en sennilega hefur liðinu tekizt að bjarga sér úr fallhættu. Derby hefur einnig gengið fremur illa og oft tapað stórt, sérstaklega á útivelli, þar sem liðiö hefur aðeins unnið tvo leiki. Þetta er þvi leikur tveggja liða, sem erfitt er að átta sig á og þvi bezt að reikna með jafntefli. WBA — SOUTHAMTON 1 Staða WBA i deildinni fer senn að verða vonlaus og fall i 2. deild staðreynd, ef ekki fer að vinnast leikur, þar sem liöiö er nú i neðsta sæti með aðeins 22 stig, eða þrem stigum minna en næstu lið. Það má þvi búast viö að leikmenn leggi sig alla fram gegn Dýrlingunum frá Southamton á laugar- daginn og þvi þykir mér ekki fráleitt að ætla það, að WBA vinni leikinn. LUTON — BRISTOL CITY 1 Þá erum viö komin að fyrsta leiknum af þrem úr 2. deild á þessum seðli. A Kenilworth Road mætir heimaliðið Bristo' City, en staða liðanna er ekki óáþekk, nema hvað Luton hefur þar heldur betur. Heimasigur eða jafntefli koma helzt til greina i þessum leik, en ég set traust mitt á heimaliöiö og spái Luton sigri. MIDDLESBRO — ASTON VILLA 1 Þá er annar erfiður leikur úr 2. deild, sem fram fer á Ayresom Park, þar sem heimaliöiö mætir hinu gamalkunna liöi Aston Villa. Þetta verður án efa jafn leikur, þar sem erfitt er að geta sér til um úrslit. Heimasigur eöa jafntefli koma helzt til greina, en ég hef meiri trú á Middlesbro og spá min er þvi heimasigur. Q.P.R. — BLACKPOOL 1 Þetta er leikur umferðarinnar i 2. deild, þar sem hér eig- ast við lið, sem eru bæði i efstu röð. QPR er i 2. sæti meö 46 stig eftir 33 leiki, en Blackpool er i 3ja sæti með 40 stig eftir 35 leiki. Telja má vist að QPR hafi tryggt sér annað af tveim efstu sætunum i deildinni, sem þýðir að liðið mun leika I 1. deild á næsta keppnistimabili. Ég spái þvi QPR öruggum sigri i þessum leik. Miðvikudagur 21. marz 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.