Alþýðublaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 4
Bjarnason— minningarorö Þriðjudaginn 13. marz var gerö útför Olafs Björns Bjarna- sonar frá ólafsvikurkirkju. Ólafur Björn Bjarnason var fæddur 5. ágúst 1906, i Kötluholti i Frööárhreppi, sonur hjónanna Bjarna Sigurössonar, bónda, og Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Olafur var yngstur af ellefu systkinum, en tvö þeirra dóu á unga aldri. ólafur missti móöur sina þegar hann var sex ára gamall.en Ingibjörg systir hans stóö fyrir heimilinu fyrstu tvö árin eftir aö móöir hans dó, eöa þangað til faðir hans giftist ööru sinni, Kristjönu Magnúsdóttur. Hún var ekkja og átti son frá fyrra hjónabandi, sem ólst upp hjá henni i Kötluholti, Þórarin Þórarinsson, siðar ritstjóri Timans. Ólafur ólst upp i Kötluholti hjá fööur sinum og stjúpu, unz hann fluttist hingað til ólafsvikur fjórtán ára að aldri og átti hér heima siðan. Ólafur hóf sjómennsku hér i Olafsvik á árabátum, fór til sjós norður á firði og á sild svo sem ungir menn gerðu á þeim tima. 1923 gerðist sá atburður hér i byggðinni, að þrjár skipshafnir fengu vélbátinn óskar úr Rifi, átta tonna bát, inn i Kolgrafa - fjörð til þess að sækja krækling, sem þá var hafður til beitu. Þegar báturinn kom til ólafs- vikur var komið myrkur, norðan veöur og sjór. A bátnum var prammi sem skipsbátur, og fóru þrir ungir ofurhugar i land á honum, en þeir drukknuðu allir. Ekkert sást frá bátnum fyrir myrkri og ekkert sást úr landi. Einn af þessum þremur var bróðir Ólafs, Sigurður að nafni, maöur á bezta aldri. Olafur átti hlut aö trillu með Magnúsi Jónssyni i Gislabæ og fleirum. Báturinn hét Glaður og var Magnús formaður, en Ólafur vélstjóri. Þeir félagar gerðu þenna bát út fram yfir 1940, en þá höföu stærri vélbátar leyst trilluna af hólmi hér i Ólafsvík. Eftir það var Olafur á ýmsum bátum, lengst á bátum með Jónasi Guðmundssyni, tengda- syni sinum. Hin siðari árin vann Ólafur i landi, einkum að veiðarfæragerö hjá tengdasyni sinum, en Ólafur var sjómaður góður og kunni til verka i bezta máta að öllu þvi, er að sjó.- mennsku laut. Olafur var maður hæggerður og sérlega prúður i allri fram- komu. Hann var þvi vinsæll og mikils metinn af öllum sam- starfsmönnum sinum og öðrum, sem til hans þekktu. Hann var heimakær og unni mjög heimili sinu og fjölskyldu. Fyrir tveimur árum kenndi hann sjúkleika, sem ekki reyndist unnt að yfirstiga. A þessum tima sjúkdóms og erfiðleika kom enn betur i ljós hin sterka skapgerð Ólafs, hiö mikla ró- lyndi hans og æðruleysi. Ólafur Björn giftist 1930, eftir- lifandi konu sinni, Laufeyju Þorgrimsdóttur frá Baldurs- haga hér i ólafsvik. Bjuggu þau fyrstu árin i Baldurshaga, hjá foreldrum Laufeyjar, þeim Þor- grimi Vigfússyni og Sigrúnu Sigurðardóttur. En lengst bjuggu þau aö Sandholti 6. Þau Laufey eignuðust fimm börn: Láru, gift Jónasi Guðmunds- syni, útgerðarmanni i ólafsvik, Ingunni, gift Svavari Arnasyni, skrifstofumanni i Hafnarfirði, Sigrúnu, gift Ragnari Agústs- syni, vélgæzlumanni' i Olafsvik, Erlu, gift Baldri Jónssyni, múrara i Ólafsvik, og Hilmar, ógiftur i foreldrahúsum. Þá ólu þau hjónin upp eina stúlku, Sól- veigu Jóhannesdóttur, systur- dóttur Laufeyjar. Ég minnist ólafs Björns, er hann dvaldist hér á unglings- árum, við sjóróðra, mjög snotur piltur og geðþekkur, sem tók þátt i skemmtanalifi byggðar- innar með öðru ungu fólki, sem vélstjóra á GLAÐ, þar sem hann gegndi starfi sinu með alúð og natni, og við fjölmörg önnur tækifæri, þar sem hann kom fram af hinni sönnu hátt- visi hins ágætasta drengs. Við hjónin þökkum Ólafi Birni samfylgd um langan veg, og vottum Laufeyju og fjölskyldu hennar samúð okkar. Ottó Arnason. Áfram i ensku fréttunum skiptir um Mik Magnússon, hinn kunni fréttamaður, sem annazt hefur ensku fréttatimana i útvarpinu er að hætta störfum hér á landi og hverfur til starfa i Bretlandi. Fréttamaður blaðsins ræddi við Mik i gær og forvitnaðist um áform hans og ástæöur fyrir brottförinni. Hver er ástæðan fyrir brottför þinni til Englands, Mik? Astæðan er sú, að þrátt fyrir að ég er búinn að starfa við is- lenzka rikisútvarpið i þrjú ár sem fréttamaður og með fréttir á ensku, hefur mér ekki tekizt að fá fullráðningu, eöa heldur fastráðningu við útvarpið.með þeim hlunnindum sem þvi fyigja. Starf mitt hefur verið fólgið i þvi aö afla frétta i enska frétta- timann og lesa, þegar mest er um erlenda feröamenn og þarf ég þá að vinna sjö daga i viku i sjö mánuði. Þegar ég hóf þenn- an starfa, fékk ég 12 þúsund krónur i kaup á mánuði, en hafði hins vegar 36 þúsund á mánuði nú siðast er ég hætti. Þar sem ég hafði ekki nema sjö mánaða vinnu við útvarpið, varð ég að taka að mér kennslustörf og fréttamennsku fyrir erlend blöð og útvarpsstöðvar, til að geta lifað sómasamlegu lifi, og þegar bezt var veðrið á sumrin gat ég raunar aldrei farið út úr bænum með fjölskylduna. Við hvað ferð þú að starfa i Bretlandi? Ég fer að starfa við aðal- fréttastofu B.B.C. i London og fer með konu mina, Hönnu Jó- hannsdóttur, og tvær dætur til London á morgun. - en land Hvernig leggst svo ferðin i þig? Þetta leggst vel i mig! Ég fæ kaup semsvarar 56 þúsund krónum á mánuði fyrir 40 stunda vinnuviku og sér greiðsl- ur fyrir kvöld og aukavaktir. Ég heföi gjarnan viljað vera hér áfram þar sem ég er orðinn is- lenzkur rikisborgari og reyndar búinn að vera það nokkur ár, en mig vantaði hér atvinnuöryggi i þvi starfi sem ég hafði áhuga fyrir. Þarna fæ ég hins vegar vel launað starf og atvinnuör- yggi fyrir mina fjölskyldu. Ég vil taka fram við þig, að eflaust eigum við oft eftir að koma hingað i sumarfri, en hinsvegar hef ég hugsað mér að vera þarna meðan börnin ganga i skóla. B.P. Keflavík tuttugu- faldar húsnæðið Útvegsbankinn hefur tekið til starfa i nýjum og vönduðum húsakynnum að Hafnargötu 60. Hefur bankinn sjálfur byggt hús- ið, sem er liðlega 1000 fermetrar, en húsnæði það sem bankinn hef- ur haft frá stofnun 1963, var að- eins 55 fermetrar að stærð. Útvegsbankinn hóf starfrækslii útibús i Keflavik árið 1963. Nokkru siðar keypti bankinn lóð undir nýtt bankahús að Hafnar- götu 60, en framkvæmdir drógust i nokkur ár. Stærð hins nýja bankahúss er 3700 rúmmetrar. Fyrsta hæð er 400 fermetrar og önnur hæð 240 fermetrar, og i kjallara eru rúmgóðangeymslur, sem aðalbankinn mun einnig nota. Hörður Bjarnason byggingatæknifræðingur annaðist hönnun og umsjón með byggingunni. SJALFKJORIÐ í FRAMSÖKN Stjórn og varastjórn Verka- kvennafélagsins Framsóknar i Reykjavik var sjálfkjörin á aðaifundi félagsins, sem hald- inn var sunnudaginn 11. marz s.l. Stjórn Framsóknar skipa: Jóna Guðjónsdóttir, formaður, Þórunn Valdimarsdóttir, vara- formaöur, Guðbjörg Þor- steinsdóttir, ritari, Ingibjörg Bjarnadóttir, gjaldkeri, og Helga Guðmundsdóttir, fjár- málaritari. Varastjórn félagsins skipa: Kristin Andésdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir. Úr sjúkrasjóði félagsins voru á s.l. ári greiddar kr. 1.250.000,00 en úr atvinnuleysis- sjóði kr. 60.060,00. Fjórtán félagskonur létust á siðastliðnu starfsári. Um siðustu áramót voru I félaginu 2.121 kona. A aðalfundinum var sam- þykkt að tillögu stjórnarinnar, að ársgjald verði óbreytt á þessu ári, kr. 2.000,00.- BROS væru liðnir tveir timar, 17 minútvr og 33 sekúndur siðan þú komst. Lög um_________________5 c. Aðrar tekjur. Ákvæði þessarar greinar taka ekki til Reykjavikur- borgar. o------------------------ 116. gr. Nánar skal kveðið á um skipulag og stjórn einstakra landshlutasamtaka I sam- þykktum þeirra,sem staðfest- ar skulu af ráðherra og birtar i B-deild Stjórnartiðinda. 1 samþykktum skal enn fremur kveðið á um gerð fjárhags- áætlunar og ársreikninga samtakanna, starfssvið fram- kvæmdastjóra o.fl. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði til bráðabirgða. Landshlutasamtök sveitar- félaga skulu hafa sent ráð- herra samþykktir sinar til staðfestingar fyrir árslok 1974. Sveitarfélögum, sem ekki áttu beina aðild að landshluta- samtökum sveitarfélaga við gildistöku þessara taga, er heimilt að fela fuiltrúa sýslu- nefndar, sbr. 2. mgr. 111. gr., umboð gagnvart landshluta- samtökunum til loka kjör- timabils sveitarstjórna 1978. Miðvikudagur 21. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.