Alþýðublaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 12
BANN Lögbann var i gær lagt á fundarboöanir, útgáfu félags- skirteina og innheimtu félags- gjalda Guðmundar Bergssonar, Árna Markússonar, Einars Hannessonar, Haraldar Henrys- sonar, og Ólafs Hannibalssonar eða Steinunnar Harðardóttur, i nafni Samtaka frjálslyndra i Reykjavik. Var gerðarbeiðendum Bjarna Guðnasyni alþm. og fleirum gert að setja kr. 75.000.00 i tryggingu og var hún lögð fram i réttinum. Lögbannið er, eðli sinu sam- kvæmt, aðeins bráðabirgðaráð- stöfun, og fellur niður, ef ekki verður innan viku höfðað staðfestingarmá1 fyrir Bæjárþingi Reykjavikur. Lögbannsúrskurð kvað upp Jón P. Emils, fógeti i málinu. Fundur Samtaka frjálslyndra i Reykjavik i gærkvöldi samþykkti samhljóða að breyta nafni félags- ins i „Samtök frjálslyndra og vinstri manna i Reykjavik”. Eins og sagt var frá hér i blaðinu i gær var lögð fram beiðni um lögbann við boðun þessa fundar, og annarra athafna þeirrar stjórnar, sem fundinn boðaði,en það voru Guðmundur Bergsson og fleiri. Lögbannsbeiðendur voru Bjarní Guðnason, alþm., og aðrir, sem upphaflega voru kosnir i aðal- stjórn Samtaka frjálslyndra i Reykjavik. Gerðarþolar, Guðmundur Bergsson og upphaflega kosnir menn i varastjórn félagsins, báðu um frest til greinargerðar. Fóget- inn, Jón P. Emils veitti frestinn og kom þvi beiðnin ekki til úrskurðar fyrir hinn boðaða fund i fyrrakvöld. Klukkan fjögur i gær var fógetaréttur settur á ný. Lagði lögmaður gerðarþola, Hörður Einarsson, hrl. fram greinargerð og Ijósrit úr fundargerðarbók, og lögmaður gerðarbeiðenda, Logi Guðbrandsson hrl. fleiri réttar- skjöl. Var siðan gert hlé á réttar- haldinu. Að loknum fresti til at- hugunar á framlögðum gögnum fór fram munnlegur málflutning- ur, þar sem lögmenn aðila útlistuðu og itrekuðu gerðar kröfur. Meðal annars, sem kom fram i málflutningi gerðarþola, var þvi lýst yfir, að Guðmundur Bergs- son, hefði tekið við formanns- störfum, sem kjörinn varafor- maður. Hann hefði kvatt til stjórnarstarfa þá varamenn, sem kjörnir hefðu verið af aðalfundi, til þess að gegna þeim störfum, ef kosnir aðalmenn i stjórn sinntu ekki lengur stöðum sinum i fé- lagsstjórninni. Til þessa hefði einmitt komið, er þeir neituðu að vinna með Guðmundi sem for- manni, eftir að Bjarni Guðnason ,,hafði haslað sér völl utan félags- ins” eins og orsökin fyrir brott- vikningu Bjarna var orðuð á sín- um tima. Var þvi lýst yfir, að Guðmundur og hans stjórn hefði verið reiðubúin til að vinna að málum félagsins með gerðar beiðendum. Með hliðsjón af félagslegum og pólitiskum hagsmunum taldi lög- maður gerðarþola rétt að áskilin yrði veruleg fjártrygging. Gerðarbeiðandi taldi, að það væri ekki hlutverk fógeta- réttarins að meta efnisástæður málsins að öðru leyti en þvi, sem tæki til afstöðunnar til lögbanns- beiðninnar. Má nú vænta þess, að stefnt verði til staðfestingar á lögbann- inu fyrir Bæjarþingi Reykja- vikur, og málið verði þar efnis- lega sótt og varið. KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli kl' 1 09 3 Sími40l02. Framkvæmdanefnd bygg- ingaráætlunar hefur ákveðið að taka tilboði Breiðholts hf i bygg- ingu 314 nýrra ibúða fyrir nefndina. Breytingartilboð Breiðholts hf sem gerir ráð fyrir steyptum innveggjum, var 242 milljónir og 600 þúsund krónur, en tilboð Istaks hf i.verkið var 242 milljónir. Þetta er sjötti og siðasti áfangi byggingáráætl- unarinnar. Við töldum rétt að taka hærra SBNDIBIL AS1ÖDIN Hf tilboðinu i þessu tilfelli, þvi Breiðholt hf. hefur byggt fyrir okkur frá upphafi áætlunarinn- ar, og mun i lok hennar hafa skilað tæplega 1200 ibúðum”, sagði Eyjólfur Sigurjónsson for- maður framkvæmdanefndar i samtali við Alþ.bl. i gær. Vinnulaun voru lægri i tilboð Istaks en hjá Breiðholti. Hins vegar var efniskostnaður minni hjá Breiðholti. Henni fannst það ekki nógu lifandi að standa yfir pottunum i Vestmannaeyjum, Eyjastúlk- unni Sigriði Högnadóttur, og bað þvi um að verða flutt úr mötuneytinu og út á Skansinn til að sprauta vatni.En þar þótti karlmönnunum hún heldur djörf i baráttunni við hraunið, svo hún var sett i simavörzlu á Skansinum á daginn, en samt sem áður gengur hún á hólm við hraunið. Á kvöldin slæst hún i hóp þeirra, sem koma slöngun- um fyrir uppi á gamla hrauninu til að kæla niður nýju hraun- tungurnar — það verk fram- kvæmir sérstök vakt klukkan 8—12. ,,Patton hafði litla trú á mér til að byrja með”, sagði Sigrið- ur’ þegar Alþýðublaðið hafði tal af henni i gær, ,,en ég held að hann hafi skipt um skoðun”. Sigriður verður 17 ára gömul i haust og lauk landsprófi i fyrra og ætlaði að safna sér fyrir skólagöngu til að geta farið i Myndlista- og handiðaskólann næsta vetur, ,,en það verður varla af þvi strax”, sagði hún. „En það gerir ekkert til, það verður fyrst að bjarga Eyjum, — og ég ætla að vera heima, hvaðsem á dynur”, og hún varð ákveðin i röddinni, svo enginn gat efazt um að hugur fylgdi máli. MÆLARNIR GEFA VISBENDINGU UM AD GOSID KUNNIAD VERA (RÉNUN Fyrsta visbendingin um það, að j gosið i Vestmannaeyjum kunni að vera i rénun gerði vart við sig klukkan sex i fyrrakvöld en þá sýndu siritandi mælar i Eyjunum minni titring á jarðskorpunni en nokkru sinni hafði mælzt áður, og I var hann þá tiu sinnum minni en | hann hefur lengst af verið frá byrjun gossins. Einnig hefur rúmtak hraunrennslisins verið tiu sinnum minna sl. hálfan mánuð en það var jafn langan tima áður. Sveinbjörn Björnsson eðlis- I ífræðingur, hjá Raunvisindadeild Háskólans, sagði við Alþýðublað- ið i gær kvöldi, að haldi jarð- skorpan áfram að vera svona ró- leg vakni miklar vonir um, að gosið fari rénandi, en þetta ástand sýni, að átökin i gignum og hraunrásinni i hann, séu minni en [nokkru sinni fyrr. i Alþýðublaðið bar þetta einnig undir Sigurð Þórarinsson jarð- fræðing, og sagði hann, að alla- vega væru þetta ekki merki um, að nýr gigur væri um það bil að myndast, þá ættu mælarnir að sýna aukinn titring. Að öðru leyti vildi hann ekkert um þetta segja, þar eð hann fór ekkert til Eyja i gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.