Alþýðublaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 1
HLUTLAUS DÚMUR „Stirðnað lánakerfi stendur i vegi fyrir þvi, að framleiðsluþáttunum sé beint þangað, sem framlag þeirra til þjóðarbúsins er mest”. 3>3t3>3>3 VERSLUNARMANNAHELGIN: Aðeins ein utiskemmtun utan höfuðborgarinnar MIÐVIKUDAGUR 31. júlí 1974 - 138. tbl. 55. árg. Eina útisam- koman sem haldin verður utan Reykja- víkur um verslunar- mannahelgina verður haldin í Vatnsfirði fyrir vestan eða á sama stað og Vest- firðingar héldu þjóðhátið sina fyrir skömmu. Á skemmtuninni í Vatnsfirðinum mun Ámundi Ámundason verða mótsstjóri og sagði hann okkur að þetta yrði þriggja daga hátíð og hæfist hún á föstudaginn kl. 15.00 og lyki á sunnudagskvöldið. Þrjár hljómsveitir verða þarna til að skemmta gestum, en það eru Roof Tops, Haukar og Hljómar. Á daginn verða skemmti- atriði eins og þjóð- lagasöngur og eftirhermur. Öll aðstaða er hin sama og var á þjóðhátíð Vest- f irðinga, en sú hátíð þótti takast sérstak- lega vel. Þarna eru íveirdanspallar sem verða notaðir og næg bilastæði eru þarna og stórt sölu- Skotið á lögmann Færeyinga Gcðveill maður skaut i gær á lögmanninn i Færeyjum, Atla P. Dam. Skotið fór i annan fót lögmannsins, og eru meiðsl hans nokkur, en ekki talin hættuleg. Liggur hann nú á Landssjúkrahúsinu i Thorshavn. Atburður þessi skeði um kl. 13 i gær og verð- ur að teljast mesta mildi, að ekki hlaust verra af. Óhappaverk þetta vann maður, sem verið hafði til meðferðar sem geösjúklingur, en var kominn af sjúkrahúsi og talinn heill heilsu. Þessi sami maður, Byggve Joensen, stal fyrir nokkru bát sjúkrahúss- ins, sem notaður er til sjúkraflutninga milli eyja. Lagði hann leið sina til Noregs. Bátur- inn fannst en maðurinn ekki og var hann nýlega kominn heim til Fær- eyja aftur, er hann vann þetta óhappaverk. tjald auk annarrar nauðsynlegrar þjónustu. Ámundi kvaðst gera ráð fyrir að þarna myndu verða um 5000 manna, en auð- veldlega geta um 28 þúsund tjaldað þarna. Björgunar- sveitin Stakkur verður mótsgestum til aðstoðar. Þá mun vikingaskip sigla um Vatnsf jörðinn. I Vatnsfjörð úr Reykjavík mun vera um 7 — 8 tíma akstur. Dansleikir verða víða á landinu en eins og áður sagði verður eina úti- skemmtunin í Vatnsf irðinum. Helstu staðir þar sem dansað verður um helgina eru Arnarstapi á Snæfellsnesi þar m u n u h I j ó m - sveitirnar Brimkló og Júdas leika yfir helgina. Dansað verður í Skúlagarði í Kelduhverfi og að Skjólbrekku i Mývatnssveit. Þá verður dansað í Valaskjálfi, þar verður það sænska hljómsveitin Viki- vaki sem leikur fyrir dansi. Á föstu- dagskvöldið verður dansleikur í Aratungu en á laugardags og sunnudagskvöld verður dansað í Árnesi. Hljóm- sveitin B G. og Ingibjörg mun leika fyrir dansi i félags- heimilinu í Hnífsdal. Engar skemmt- anir verða á þeim stöðum þar sem venjulega hafa verið skemmtanir, eins og i Húsafelli, að Laugarvatni og í Galtalækjarskógi. Eins verður ekkert um að vera í Atla- vík, Vaglaskógi og á fleiri stöðum, sem áður hafa hýst gesti um verslunar- mannahelgina. HELGI BYÐUR UPP Á KAPPRÆÐUR UM HÖFUND NJÁLU EN VILL ALLS EKKI MÆTA BENEDIKT ,,Salan á mánudaginn var eins og venjulega hefur verið á mánudögum”, sagði Ragnar Jónsson, skrif- stofustjóri' hjá ATVR, þegar Alþýðublaðið hafði samband við hann i gær. Fólk hefur þvi ekki veriö langþyrst eftir lokunina fyrir þjóðhátiðarhelgina. Verslunarmannahelgar- ösin er ekki komin i gang, enda þótt þjóðhátið sé haldin i Reykjavik um næstu helgi og virðast menn þvi ekki telja liklegt, að til lokunar áfengisverslana verði gripið. Hefur slikt ekki veriö gert viö stað- bundnar þjóðhátiðar ársins til þessa, heldur aðeins fyrir allsherjarhátiöina á Þingvöllum.. ,,Einn fyrir afa”, segir mamma við sveininn unga, þegar hún tekur upp nestispakk- ann hans, sem er matreiddur einhvers staðar úti i löndum. BB ÞORSKFLOKIN HALDA VERÐINU EN SALAN HEFUR STÓRMINNKAÐ Eins og blaðið skýrði frá i gær, hefur meðal- neysla Bandarikjamanna á frystum fiskafurðam stórlega dregist saman. Þannig hefur neyslan á þorskflökum, miðað við fyrstu fimm mánuðina nú og I fyrra minkgð ^ir 8,2% milljónum punda I 4,7 m/p á mánuði nú, eða um 43%. Sá misskilningur varð I fréttinni I gær, að þessar tölur voru sagðar eiga við þorskblokkina. Hirgðir þorskllaka i USA eru nú 12,3 m/p og nægja til 2,6 mán. neyslu, en voru á sama tima i fyrra 14,7 m/p og nægðu þá til 1,8 mán, neyslu. Neysla á þorskblokk hefur hins vegar lækkað úr 15,7 m/p fyrstu fimm mánuðina i fyrra niður i 9,2 m/p nú, eða um 41%. Þessar tvær tegundir eru meira en helmingur alls þess frysts fisks, sem við flytjum til USA cn við flytjum 80 til 85% alls okkar frysta fisks þangað. Birgöir þorskblokka i USA eru nú 24,1 m/p og nægja til 2,6 mán. neyslu, en voru 14,0 m/p á sama tima i fyrra og nægðu til 0,9 mán. neyslu. Samfara seluörðugleik- um i kjölfar þessa, hefur þorskblokkin lækkað i verði, og var þannig seld á 60 sent, fyrr á árinu. Þorskflökinhaldahins veg- ar enn verði en önnur flök munu flest hafa lækkað. Ekki eru neinar breytingar fyrir- sjáanlegar á þessu ástandi i bráð, en þetta veldur m.a. þeim örðug- leikum islensku frysti- húsanna að þau eru stöðugt rekin með meiri halla, skv. skýrslu hag- rannsóknarstjóra. Þetta hefur i för með sér birgðasöfnun, sem þýðir aukna fjármagns- bindingu fyrir frystihús- in, sem svo leiðir til auk- innar skuldasöfnunar þeirra. Guðjón B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar SIS, sagði I viðtali við blaðið I gær, að frystihús innan SIS gætu ekki beðið margar vikur eftir að hið opinbera gerði viðeigandi ráðstafanir til bjargar þessum málum.- Helgi á Hrafnkels- stöðum skorar fræði- menn og sagnfræðinga til einvigisumræðna um, hver sé höfundur Njálu. Fari svo, aö einhver cða einhverjir verði við áskorun Helga, fara þessar ó- venjulegu kappræður fram á Þróunarsýn ingunni i Laugardals höllinni næstkomandi laugardag. Það er hafi fyrir satt, að Helgi láti sér i léttu rúmi liggja, hvort einn eða fleiri sagnfræðingar mæta til þessa leiks, að þvi tilskyldu þó, að Benedikt Gislason á Hofteigi verði ekki einn þeirra. Eins og kunnugt er, deila menn um það, hver sé höfundur Njálssögu, en flestir fræðimenn hafa skoð- un á þvi máli, sem þeir telja rökstudda. llelgi á Hrafnkelsstöö- um hefur ekki farið dult með ágreining sinn við ýrnsa þjóð- kunna fræðimenn i þessu efni, og ekki mun skorta áheyrend- ur, ef úr þessu einvigi veröur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.