Alþýðublaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 9
Vegna bréfs Péturs óskarsson- ar, unglingadómara frá Norð- firði, sem birtist i Alþýðublaðinu 19. júli s.l. undir fyrirsögninni: „Hættulegt fordæmi”, sé ég mig knúinn til þess að drepa hér á nokkur atriði viðkomandi þessum leik, sem var liður i íslandsmóti 3ju deildar, og fór fram á Norð- firði þann 22. júni s.l. Er búið að blása þetta mál mjög upp, eink- um frá öðrum aðilanum. Málið gengur út á það að reyna að knýja fram 'með offorsi, hluti, sem eiga sér mjög veikan málstað. ( Skipun dómara á umræddan leik Þegar leikmenn Leiknis leggja af stað til leiks frá Fáskrúðsfirði, þá var ekki annað vitað, en að dómari yrði óli Fossberg frá Eskifirði. Eftir þvi, sem ég bezt veit, þá raðar óli Fossberg dómurum hér á Austfjörðum nið- ur á hina einstöku leiki. Er þvi ekki hægt að sniðganga hann i þessu leiðindamáli. En þegar til Norðfjarðar kemur, þá, er þar enginn Óli Fossberg landsdóm- ari, heldur Pétur.óskarsson, ung- lingadómari, sem dæmir fyrir Norðfjarðarliðið. Honum til trausts og halds voru 2 aðrir félagsbundnir Þróttarar, sem hann brúkaði sem linuverði. A Norðfirði er okkur tjáð, að Óli Fossberg hefði þurft að hlaupa i skarðið fyrir einhvern dómara á Reyðarfirði og af þeim sökum ekki getað dæmt þennan leik. Getur það hafa átt sér stað, að Pétur hafi átt að dæma á Rey ðar- firði, en óli hlaupið i það skarð? Hvað kallar maður slik vinnu- brögð? Ég tel það eitt af grund- vallaratriðum, að félagsbundinn dómari hafi alls ekki heimild til þess að dæma heimaleiki sins liðs, i þessu tilfelli einn af þýðingarmeiri leikjum 3ju dcild- ar. Er ekki hægt að vera sammála um það? Nú kann einhver að spyrja af hverju við lékum þá leikinn, og snerum ekki bara beint til Fáskrúðsfjarðar aftur. Við hug- leiddum það svo sannarlega, en þau atriði, sem urðu þess vald- andi, að við gerðum það ekki voru þessi: 1. Ferð sem þessi er mjög kostnaðarsöm, þar sem leik- rhenn greiða þær að mestu sjálfir. 2. Erfitt getur reynzt að fá leik- menn lausa úr vinnu i fleiri en eina slika ferð. 3. Og siðast en ekki sizt — hvaða tryggingu hefðum við fyrir þvi, að unglingadómarinn frá Norð- firði dæmdi ekki lika næst, þeg- ar við kæmum. Við héldum i einfeldni okkar, að simtal við Óla Fossberg, daginn fyrir þennan leik, væri einhvers virði, þar sem hann staðfesti, að hann sjálfur ætti að dæma. Dómgæsla unglingadómarans Það hlýtur jú að þurfa sérstak- an ,karakter’ til þess að geta tek- ið að sér að dæma jafn þýðingar- mikinn heimaleik sins liðs sem þennan. En þar sem unglinga- dómarinn er greinilega ekki með neitt brjósk i nefinu heldur full- harðnað bein, þá horfir málið öðruvisi við. En nú verður vikið að brott- rekstri Leiknisleikmannsins og aðdragandanum: t leiknum send- ir einn leikmanna Þróttar knött- inn til markvarðar sins, en ekki tókst þó betur til en það, að knött- urinn fer yfir markvörðinn, og við þaö verður kapphlaup milli markvarðarins og Leiknisleik- mannsins, sem endar með sigri Leiknisleikmannsins, sem skorar mark. Hvað annað er hægt aö dæma en mark? Jú, nú kom kunnátta og hlutleysi unglinga- dómarans i góðar þarfir. Blés hann i flautu sina af kunnáttu og festu og dæmdi umsvifalaust aukaspyrníi á leiknismanninn, og þar með markið af. ömurlegur dómur. Á hvað var dæmt? Við þennan dóm kom hlé á leikinn og menn ekki á eitt sáttir um dóminn. Urðu úrslit þau, sem frægt er orðið, að unglinga- dómarinn sýndi Leiknismannin- um rauða spjaldið, sem leikmað- urinn reif. Ekki ætla ég mér að fegra þessa framkomu, en tel leikmanninn vera búinn að taka út sina refsingu. Þá segir i bréfi unglingadómarans, að það hafi tekið 5 minútur að koma leik- manninum af velli i stað 3ja min- útna, sem hann gaf honum. Hið rétta i þessu máli er það, að Leiknismenn voru alvarlega að hugsa um að ganga af leikvelli og hætta þessum skripaleik, þvi ekki voru þetta fyrstu „mistök” dómarans. En við það að eiga á hættu keppnisbann á liðið, þrauk- uðum við 10 áfram. Um þessa töf er unglingadómaranum fullkunn- ugt. Þá hótar unglingadómarinn i bréfi sinu, ýmist að senda inn dómaraskirteini sitt, eða senda aganefnd K.S.t. svo magnaðar skýrslur, eftir að hann hæfi störf að nýju, að engum blandaðist hugur um það, hver hefði völdin. Ekki treysti ég mér til þess að meta hvor kosturinn yrði farsælli, en segi einungis guð hjálpi aga- nefndinni. Verðug verkefhi eða hitt þó heldur. tþróttamannsleg framkoma Ekki hef ég lesið i dagblaði öllu dónalegri kveðjur sendar nafn- greindum mönnum en unglinga- dómarinn sendi þeim mönnum, sem starfa i aganefnd K.S.Í.. Ég ernú svo ósvifinn að leyfa mér að benda á það, að hingað til hefur verið borin virðing fyrir aga- nefnd K.S.Í., en getur það ekki reynzt hættulegt fordæmi ef ung- lingadómari sem þessi reynist megnugur að setja aganefndinni stólinn fyrir dyrnar? Einnig tel ég það ekki heldur Iþróttamannslega framkomu unglingadómarans að skrifa - i dagblöð eftirfarandi: ...”og það sem meira var, að hann lét ekki sitja við orðin tóm, heldur hrinti hann dómaranum, þannig að hann féll við.” Eða treystir unglingadómarinn sér til þess að standa við þessi o.'ð? Þá tel ég það heldur ekki iþróttamannslega framkomu að hvetja austfirzka dómara til þess að leggja inn skirteini sin og láta leikmenn sjálfa um dómgæzlu. Nei, þá vil ég vona að austfirzkir dómarar beri gæfu til þess að bregðast við þessari áskorun á svipaðan hátt og Norðfirðingar brugðust við kosningaframboði unglingadómarans i siðustu bæjarstjórnarkosningum. I.okaorð Að endingu vil ég benda enn- frekar á veikan málstað ung- lingadómarans, en það er, við eigum hérá Fáskrúðsfirði nokkra dómara með svipuð réttindi og unglingadómarinn hefur, — meira að segja leikmanninn, sem hann rak út af. Ef við snerum nú dæminu við, létum til dæmis Þrótt frá Nes- kaupstað koma til Fáskrúðsfjarð- ar, og létum jafnframt Leiknis- menn algerlega um dómgæzlu, Þá vakna eftirfarandi spurning- ar: 1. Mundu félagar úr Þrótti nokk- urn tima samþykkja slikt? 2. Gæti hugsazt að dómgæzlu- menn hefðu einhver áhrif á úr- slit leiksins? 3. Gæti verið, að aganefnd K.S.l. væri þessu andvig, einfaldlega af ótta um, aó verkefni hennar myndu e.t.v. stóraukast? Virðingarfyllst, Helgi Númason, þjálfari Leiknis. Sala minnispenings Þjóðhá- tíðarnefndar 1974 er hafin. Söluna annast bankar og helstu mynt- salar. Fornar vættir og landnáms- eldur prýða peninginn, sem hann- aður er af Kristínu Þorkelsdóttur teiknara. Peningurinn er 7 cm í þvermál, hátt upphleýptur og þykk- ur. Slegnar voru tvö þúsund samstæður af silfur- og bronspen- ingí, sem kosta kr. 18.000,00, og ellefu þúsund eintök af stökum bronspeningum á kr. 1.900,00. Hver peningur er númeraður. Pen- ingarnir eru seldir í öskjum, og fylgir hverri þeirra smárit, sem gerir grein fyrir landvættum ís- lands og r/v ... Miðvikudaqur 31. júlí 1974,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.