Alþýðublaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 6
Jesús var ekki einn um Giovanni Savino er ungur Itali, sem vann fyrir skömmu við klettasprenging- ar i klausturgarðinum i borginni San Giovanni Rotondo, fyrir austan Napoli. Einn af munkunum gekk margsinnis fram hjá honum eina vikuna og talaði vingjarnlega til unga mannsins, sem undraðist það þegar munkurinn sagði annað eins og þetta: ,fLáttu það nú ekki á þig fá! Vertu kjarkmikill!” o.fl. álika. Nokkrum dögum siðar skildi Giovanni betur, hvað það var, sem munkurinn hafði átt við, en þá lá hann mikið særður á sjúkrahúsi. Hann var að sprengja bjarg og steinn lenti i auga hans. Hann missti það gjör- samlega. Steinflisar voru i hinu auganu og læknarnir gerðu sér ekki miklar vonir um að bjarga sjóninni. Nokkrum vikum siðar kom munkurinn á sjúkrahúsið. Hann klappaði á gagn- augað á verkamanninum unga og nokkr- um dögum siðar var komið nýtt og sjá- andi auga i augnatóftina! Giovanni var útskrifaður — en þó var hann steinblindur á þvi auga, sem stein- flisarnar lentu I. Fáeinum dögum seinna hitti hann munkinn og þakkaði honum fyrir lækninguna. Munkurinn brosti aðeins og klappaði honum á hina kinnina. Nokkrum dögum siðar sá hann með báðum augum. Nútíma dýrlingur. Þetta er aðeins ein af þeim f jölmörgu sögum, sem ganga um munkinn, PIO, sem er einhver ótrúlegasti maður nú- timans. Hann lést fyrir fimm árum og tug- þúsundir lita á hann sem dýrling, þó að kaþólska kirkjan hafi ekki viðurkennt hann sem slikan (það tekur mörg ár að fá mann viðurkenndan sem dýrling). Bænalækning eða aðstoð dýrlinga við lækningu sjúkra hefur þekkst um alda- raðir. Jesús, postularnir og aðrir dýr- lingar hafa þekkst á ,,handyfirlagn- ingu”, sem læknaði sjúka. Sumar þessara lækninga er að visu hægt að skrifa á reikning dáleiðslu, sem haft hef- urgóðáhrif á andlega lömun, sálarlega sjúkdóma eða blindu og málleysi, sem stafaði af taugatruflunum. Hitt er svo annað mál, að sú skýring nær alls ekki yfir nema litinn hluta sjúkdómanna. Yfirskilvitlegir h æfileikar Pater Pio læknaði marga, sem voru álika véikir og ungi verkamaðurinn, sem minnst var á i upphafi. Allt bendir til þess, að munkurinn hafi verið gæddur óvenju miklum hæfileikum á sviði, sem við köllum gjarnan ,,yfir- skilvitlegt”. Hann gat lesið hugsanir sjúklinganna. Hann kom fólki oft á óvart við skrifta- mál með þvi að segja þvi frá syndum, sem gleymst hafði að skrifta. Stundum sendi hann frá sér fólk áður en til skrifta kom, þvi að honum fannst það ekki vilja opna huga sinn. Það kom fyrir, að hann harðneitaði að læknafólk, sem hann sagði, aðhefðisýkst vegna synda sinna — og að fyrir syndirn- ar yrði ekki bætt nema með játningum. Hún fékk sjónina! Það var þó ekki þannig með litlu stúlkuna, Gemma di Giorgi, sem var blind frá fæðingu — hún fæddist án þess að hafa augnasteina. Amma hennar fór með hana til messu hjá Peter Pio árið 1947, en mikill mann- fjöldi var ævinlega viðstaddur, þegar hann messaði. Pater Pio vissi ekki, að þeirra væri von, en undir messulok hrópaði hann: ,,Komdu hingað, Gemma!” Fyrst skriftaði stúlkan fyrir munkin- um og seinna gekk hún til altaris i fyrsta skipti. Eftir matinn hitti hún munkinn aftur og hann blessaði hana. Stúlkan rak upp óp. Hún fékk sjónina og hefur séð siðan. Læknar geta alls ekki skýrt þennan fyrirburð, þvi að .augasteina hefur hún ekki enn! Helgar heilsulindir Furðulegt, en þó ekkert einsdæmi. Við hinar helgu heilsulindir i Lourdes i Suður Frakklandi hafa oft orðið kraftaverk og tugþúsundir manna læknast af vonlaus- um sjúkdómum. Læknafjöldi fylgist gjörla með öllum sjúklingum og reynt er aðgreinaað þá, sem bata hafa fengið af ólæknandi sjúk- dómum og hina, sem hafa þjáðst af taugasjúkdómum. Til að lýst sé yfir, að kraftaverk hafi gerst, þarf sjúklingurinn að koma i skoðun ári seinna. Það væri óðs manns verk að telja upp alla þá sjúkdóma, sem sagt er að fólk hafi fengið bót af við hinar helgu lindir. Þar er yfirleitt um alla hugsanlega sjúk- dóma að ræða. 0 Miðvikudagur 31. júlí 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.