Alþýðublaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 2
Stjórn- Hringur eða ekki hringur — Nú er hægt að aka án þess að koma nokkru sinni að leiðarenda. Einhvern veginn á þessa leið mælti Magnús Torfi Ólafsson, samgöngumálaráð- herra, er hann opnaði brúna stóru yfir Skeiðará — og þar með beint vegasamband milli austur- og suðurlands. En er hægt að aka slikan þjóðveg, að ökumaður aldrei standi á leiðarenda — er hinn margumræddi hringvegur um landið þá orðinn að veruleika? Já: fyrir þá, sem sleppa Vest- fjörðum úr leið sinni. Sé þessi landshluti ekki sóttur heim er hægt að aka og aka uns bensin eða bill þrýtur, en vegur aldrei. En séu Vestfjarðavegir til þjóðvegakerfisins taldir, þá þrýtur vegur fyrri en bifreið. Þar finnst sá leiðarendi, sem engin Skeiðarárbrú stendur við. Til skamms tima var það svo, að þyrfti maður af Vest- fjörðum að bregða sér til Akureyrar að vetrarlagi, þá voru allar áttir þangað færar nema sú ein, sem þangað horfði. Nú mun vera hægt að komast þangað loftleiðis með öðru móti en þvi, að fara fyrst á einhvern þann stað fjar- sveitis, sem viðkomandi ætlar alls ekki til. Akandi komast Vest- firðingar hins vegar ekki til noröurlands með góðu móti á annan hátt, en þann, aö fara fyrst i Borgarfjarðardali um Bröttubrekku. Sumarleyfis- gestur, sem villist inn á Vest- fjarðarleið og ætlar hringveg- inn, verður sem sé að þræða sina eigin slóð alla þessa löngu leið til baka. Að visu á hann völ á þremur fjallaslóðum er nærri liggja — þ.e.a.s. vegun- um yfir Steinadalsheiði, Tröllatunguheiði og Laxár- dalsheiði — en vegarslóðar þessir eru oftast eins og Þing- vallaveginum gamla var eitt sinn lýst — að stæði skrattinn á öðrum endanum, en fortöpuð sál á hinum, þá myndi hann vart vinna það til að sækja hana. Vegalagningin um sandá og yfir stórár SuðAusturlandsins er mikið afrek og gott. En hitt er mesti misskilningur, að þar með finnist ekki lengur neinn vegarendi á islensku þjóð- vegakerfi. A.m.k. myndi hátt- virtur samgönguráðherra fara flatt, ef hann brygði sér vestur á firði i sumarleyfinu og kynni ekki að bakka. Nema hann hafi snúið svo gersam- lega við þeirri föðurlandsskil- greiningu genginna kynslóða i landi voru, sem Halldór Lax- ness fjallaði um i ræðu sinni á Þingvöllum, að fæðingarsveit hans tilheyri ekki lengur föðurlandinu. SB Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Heigidaga kl. 2 til 4. o Fyrir skömmu var leitaö til Varnarliðsins um aö flytja fársjúka stúlku frá Vestmannaeyjum tii Reykja- víkur, en flugveöur var þá mjög slæmt. Þrátt fyrir það fór björgunarþyrla á staöinn og sótti stúlkuna, Kristinu Lárusdóttur, 16 ára, og flaug með hana tii lteykjavikur, þar sem sjúkrabill beið og flutti hana þegar á spítala. Hún er á batavegi. — Myndina tók W.H. Sommers um borö í þyrlunni. — Þjóðhátíðargjafir ÓLAFUR JÓHANNESSON, for- sætisráðherra, tók i gær i ráð- herrabústaðnum, Tjarnargötu 32, á móti opinberum þjóð- hátíðargjöfum eða tiikynningu um þær frá eftirtöldum aðilum: 1) Al rik Haggblom, landshöfð- ingi á Alandseyjum, afhenti skipslikan. 2) Rogers C.B. Morton, innan- rikisráðherra Bandarikj- anna, tilkynnti um peninga- gjöf til námsstyrkja, pbstu- linsstyttu af v'isundum og sneið úr elstu trjátegund heims. 3) Poul Hartling, forsætisráð- herra Dana, afhenti peninga- gjöf að upphæð d.kr. 250.000.00 til stofnunar Arna Magnússonar og skýrði frá þvi, að danska þingið hefði ennfremur ákveðið að auka stofnfé „Fondet for dansk-is- landsk samarbejde” um d.kr. 250.000.00. 4) Pekka Tarjanne, samgöngu- ráðherra Finna, tilkynnti um penfngagjöf að upphæð 400.000.00 finnsk mörk, sem ætluð er til námsstyrkja. 5) Jákup Lindenskov, varalög- maður Færeyinga, tilkynnti um bókagjöf og bát, átta manna far, sem afhentur verður i byrjun ágúst. 6) Baron W.J.G. Gevers, sendi- herra Hollands,. afhenti Is- landskort frá árinu 1666. Pekka Tarjanne, samgönguráöherra, afhendir ólafi Jóhannessyni þjóðargjöf Finna. 7) Dr. Conor Crurse-O’Brien, póst- og simamálastjóri Ir- lands, tilkynnti um gjöf Ira, sem er steinsúla til minning- ar um landnám lra við Akra- nes. 8) Dr. Poul H.T. Thorlakson af- henti bók úr stærra safni bóka, sem Kanadamenn munu senda siðar. 9) Tryggve Bratteli, forsætis- ráðherra Noregs tilkynnti um peningagjöf að upphæð 1 milljón norskar krónur, ætl- uð til ferðastyrkja, lands- spildu til trjáræktar i Noregi og veggteppi. Ennfremur til- kynnti prófessor Hallvard Mageröy um bókagjöf frá norskum einkaaðilum til stofnunar Árna Magnússonar og Haakon S. Mathiesen, stórbóndi, tilkynnti um fræ, sem norskir aðilar ætla að gefa skógrækt rikisins. 10) Raimund Hergt, sendiherra Sambandslýðveldisins Þýskalands, tilkynnti um bókagjöf til háskólabóka- safnsins. 11) Bertil Zachrisson, kennslu- málaráðherra Svia, tilkynnti um bókagjöfog námsstyrkja- sjóð. Ólafur Jóhannesson, forsætis-« ráðherra, þakkaði gjafirnar, og sagði þá m.á. „Við tökum við þeim sem tjáningu um vináttu ykkar og virðingu fyrir islensku þjóðinrii, og enda þótt við metum gjafirn- ar sjálfar mjög mikils, þá er okkur enn svo farið sem forfeðr- um okkar á söguöld, að við met- um þó enn meira þá vináttu ykkar, sem gjafirnar eru tákn um. Okkur er tamt að vitna i Njáls sögu um þetta efni, þar sem Gunnar á Hliðarenda þakk- ar Njáli á Bergþórshvoli góðar gjafir með þessum orðum: „Góðar eru gjafir þinar en meira þykir mér vert vinfengi þitt og sona þinna”.” Víðkunnir stærðfræðing- ar hér á ferð A StÐASTA ARI lét prófessor Leifur Ásgeirsson af starfi við Háskóla Islands. Leifur hafði þá skipað eina embætti prófessors i stærðfræði við Háskólann frá 1945. 1 þessu til- efni bundust Islenzka stærð- fræðafélagið, Stærðfræðiskor Verkfræði- og raunvlsinda- deildar, Stærðfræðistofa og Reiknistofa Raunvisinda- stofnunar Háskóians samtökum um að hrinda i framkvæmd hugmynd Leifs um sumarstofnun i stærð- fræði. Sumarstofnunin'skyldi hafa um það forgöngu að bjóða hingað til lands kunnum erlendum stærðfræðingum. Þannig yrði rofin sú einangrun islenzkra stærðfræðinga, sem Leifur hafði þó sjálfur mátt búa við. Islenzka stærðfræðafélagið stofnaði i þessum tilgangi sjóð, sem margir félags- manna og velunnara Leifs hafa lagt fé til.-Auk þess mun Háskóli Islands taka þátt i kostnaði Sumarstofnunar- innar á þessu ári. Nú hafa nokkrir viðkunnir stærðfræðingar þekkzt boð Sumar'stofnunarinnar um að dvelja hér um tima i sumar og halda hér fyrirlestra og vinna með islenzkum starfs- bræðrum sinum. Má hér nefna próf: Erdös frá Ungverja- landi, sem dvaldi hér i viku um mánaðamótin júní-júli, próf. Garding frá Sviþjóð og próf. Engeler frá Svisslandi velja hér um þessar mundir i um 3. vikur, próf. Sigurður Helgason MIT er hér i heim- sókn, eins og oft áður, og siðar eigum við von á próf. E.M. Alfsen frá Noregi og próf. W. Klingenberg frá Þýzkalandi. Loks mun próf. W. Bade frá háskólanum i Berkeley staldra við hér á leið sinni au$tur um haf i byrjun ágúst. "CV 4 ÞRÓUN Þessi bær; eða þverskurður af bæ, er ejnn fjölda hluta sem sjá má á sýningunni i Laugardai, og eru veggir hans hiaðnir með norðlensku lagi. Sést það á hliðinni, þar sem bnausarnir i veggnum hallast á vixl cftir lögum upp á við. — | asa r W&- BLOMAHUSIÐ simi 83070 IIBVfl púnn Skipholti 37 í GIAEJIBflE I Opió til kl. 21.30. ÞAÐ B0RGAR SIG /ími 84200 I ^i^^Einnig laugardaga oa sunnudaga. Iaðverzlaíkron l Hj Miðvikudagur 31. júlí 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.