Alþýðublaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 7
að ganga á vatninu Enginn veit, hver visindalega út- skýringin er Vatnið úr lindunum er ekki geislaviíkt, málmblandað eða markvert að neinu leyti Vatnið er mjög óhreint og i þvi ætti að úa og grúa af sýkium frá þeim fjölmörgu sjúklingum, sem dýft er i það, þvi að vatnið rennur mjög hægt eftir leiðslum, sem gerðar eru af manna höndum. Sýkl- ar ættu þvi að þrifast þar vel. Þeir hafa aldrei fundist i vatninu.... Eftir óþekktu lögmáli. Michel Agnellet, læknir, sem fylgst hefur með heilsulækningum i Lourdes i áratugi — og er efnishyggjumaður — dkrifar i bókina ,,I accept these facts” (Ég viðurkenni þessar staðreyndir) ,,Þeir, sem vilja kynna sér læknavisindi, ættu að leita til Lourdes, sem miðstöðvar visindarannsókna... Ég tel, að kraftaverk brjóti aðeins i bága við eigin kunnáttu okkar. Ég hef lesið bókina yfir og hér er um að ræða lækningar samkvæmt óþekktu lög- máli...” Það er nú spurningin, hvort þetta er óþekkt lögmál. Að visu er ekki hægt að útskýra lækningar þessar visindalega, en menn hafa þekkt kaftaverkin svo öld- um skipti — notum við ekki rafmagn núna og hvað margir vita, hvað rafmagn er og hvers vegna það er? Bænalækning ,,Sé einhver sjúkur ýðar á meðal, þá kalli hann til sin öldunga safnaðarins, og þeir skulu smyrja hann með oliu i nafni drottins og biðjast fyrir yfir honum: og trúarbænin mun gjöra hinn sjúka heilan og drottinn mun reisa hann á fætur, og þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt munu honum verða fyrigefnar. Játið þvi hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið” (Jakobsbréf kafli 5, 14-18) Margir söfnuðir nota þessa gömlu bibliuaðferð enn i dag — og hún virðist heppnast vel. Innan islensku kirkjunnar eru aðeins fáeinir menn, sem hafa viljað notfæra sér þessa ævagömlu hefð og þvi spretta hér upp sértrúarflokkar eins og gorkúlur á mykjuhaug. Bænin og hugleiðsluáhrif hennar Bæn er ekki telepati (hugsana- flutningur), en þessi tvö hugsvið eru eigi óskyldhvort öðru. Fólki hættir til að telja bænina kirkjulegs eðlis eða skynsemis- mál — eitthvað, sem aðeins er notað i kikjunni sjálfri eða til að þylja fyrir svefninn. Með bæninni geta leyst öfl úr hömlum, sem hafa raunhæf áhrif. Við ættum ekki að nota bænirnar, sem sundurlaus orð, sem beint er til Guðs, heldur sem virkt afl hugsanaflutnings... Auk bænalækninga og ,,yfirlagninga” er margt, sem dýrlingum er tileinkað, m.a. þyngdarleysi. Jesús gat gengið yfir vatninu eftir þvi, sem Biblian segir og margt bendir til þes, að hér hafi ekki verið um sögusagnir einar að ræða. Buddha og lærisveinar hans gerðu slikt hið sama og aðrir dýrlingar hafa einnig gert það. Þeim hefur tekist að hefjast á loft og svifa yfir jarðaryfirborðinu. Þyngdarleysi Hin heilaga Teresa frá Avila, sem var uppi um 1500, lýsir þyngdarleysinu svona: ,,Það minnir mest á snöggt áfall, sem kemur áður en nokkur getur áttað sig og þá finnst manni, að hann sé ský eða örn, sem svifi upp og breiði úr vængjunum. Einu sinni kom þetta fyrir, þegar við krupum á bæn i kórnum og ég átti að meðtaka sakramentið. Ég bað nunnurnar og abbadisina, að minnast aldrei á þetta. Nunnurnar þurftu að halda mér, en hrifning min sást stöugt. Ég grátbað Guð vornog Herra um að sýna mér ekki fleiri ummerki náðar sinnar svo að aðrir sæju. Veslings Teresea! Hún neyddist einu sinni til að gripa i teppi til að halda sér við jörðina, en sveif til himins með teppi og allt saman! Svona ,,svif” er ekki aðeins fyrir dýrlinga, þvi að það sést oft á miðils- fundum og má þá minna á Indriða Einarsson, sem sveif yfir heila girðingu i vitna viðurvist. Indversku fakirarnir og jógarnir hafa oft sýnt hið sama. Enski læknirinn Hereward Carrinton hefur gert tilraunir með þetta og vigtað þyngdina, sem fallið hefur niður i allt að 27 kg. Þegar tilraun- inni var hætt, þyngdist fólkið hægt aftur. Miðvikudagur 31. júlí 1974 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.