Alþýðublaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 8
Ekkert tekst hjá Víkingum og fallið blasir við liðinu Ekki tókst Vikingum að sigra Akureyringa i seinni leik liðanna á Laugardalsvellinum á laugardaginn og eru þvi enn i neðsta sætinu. Ekki var hún rismikil knatt- spyrnan semliðin sýndu, frek- ar en fyrri daginn. Það var sparkað, hlaupið og sparkað eða hlaupið sparkað og hlaup- ið. Fyrri hálfleikur var mun skárri en sá siðari þó hvorug- ur hafi verið góður. Akureyr- ingarnir byrjuðu af miklum krafti og sköpuðu sér nokkur hættuleg tækifæri i byrjun leiksins. Vikingarnir voru hins vegar fyrri til að skora, á 14. min. komst Jóhannes Bárðarson inn i sendingu hjá vörn Akur- eyringa, sem horfðu sem lamaðir á hann renna boltan- um i markið. Á 30. min dæmdi Hannes Þ. Sigurðsson vitaspyrnu á Vik- ing eftir að einn varnarleik- maður þeirra hafði handleikið knöttinn innan vitateigs. Nokkuð strangur dómur. úr vitaspyrnunni skoraði Sig- björn Gunnarsson með lausu skoti. Það sem eftir var hálf- leiksins áttu bæði liðin góða möguleika á að skora mörk en ekkert gekk. Seinni hálfleikurinn var mun lélegri, Víkingar voru meira með boltann en enginn broddur var á sókn þeirra og áttu Akureyringar auðvelt með að bægja allri hættu frá. t liði Akureyringa er enginn einstakur sem skarar fram úr nema Gunnar Austfjörð. t liði Vikings voru þeir Magnús Þorvaldsson og Helgi Helgason bestu mennirnir. Leikinn dæmdi Hannes Þ. Sigurðsson mjög vel. 1. deild Akranes 11 6 5 0 17:7 17 Keflavik 11 8 3 2 18:8 15 Valur 11 2 6 3 14:14 10 ÍBV 11 2 6 3 14:14 10 KR 11 3 4 4 12:16 10 Fram 11 2 5 1 13:15 9 Akureyri 11 3 3 5 12:23 9 Víkingur 11 2 4 5 10:13 8 Næstu leikir i deildinni: Fimmtudaginn 8. ágúst: Vik- ingur—ÍBK....Laugardaginn 10. ágúst: KR — iBV....Akur- eyri—Valur Akranes—Fram. Markliæstu menn: Stcinar Jóliannsson, Keflav. 6 Teitur Þórðarson, Akran. 5 Orn óskarsson, ÍBV 5 Matthlas Hallgrimss, Akran. 5 „Það er vist óleyfilegt að leika með staf í I. deildinni, en þá er bara að harka af sér og leika staflaus, en ég skal leika á laugardaginn” sagði hinn eitilharði miðherji ÍBV Örn Óskarsson i fyrri viku við fréttamann Alþýðublaðsins. örn meiddist illa þegar hann var taklaður upp á Akranesi um fyrri helgi, það illa að hann varð að ganga við staf niestalla siðustu viku og gat auðvitað ekkert æft. En örn er harður af sér og hann fór á Sjúkrahúsið i Eyj- um á laugardaginn þar sem hann var sprautaður og vaf- inn. Hann ætlaði sér að vera viðbúinn ef á þyrfti að halda og hann þráði. að komast útá völlinn, jiráði að skora mark. Og þegar 15. min. voru eftir af leiknum við Fram og allt i stáli tók Viktor Helgason þjálfari IBV þá ákvörðun að senda örn út á eftir miklar og erfiðar vangaveltur. Og örn skoraði jöfnunar- mark iBV á siðustu sekúndun- um. —HJ Fjöldi áhorfenda fylgdist með Kalott-keppninni í Sviþjóö, enda veður mjög hagstætt og áhugi fólks þar meiri fyrir frjáls- iþróttum. Fremstá myndinni eru fofeldrar Friðriks Þórs og fylgjast þau spennt meö honum I þristökkinu. ■ 1 1 1 j jfík j 7M0 írl l É'MíjlML Karl Þórðarson hefur átt mjög góða leiki meö liöi sinu IA I sumar og hefur vakið aðdáun fyrir lipurð sina. Hann mun I kvöld fara til ölafs- vikur ,og keppa þar við heimamenn i Bikarkeppninni. Bikarkeppnin íkvöld Þá verða leiknir 7 leikir t kvöld verða leiknir 7 leikir i Bikarkeppni KSt, upphaflega áttu þeir að Verða 8 en þar sem nú hefur verið ákveðið að leika á Laugardalsvellinum þá leika Armann og KR sinn leik þar annað kvöld. En i kvöld munu Fylkir og Fram leika á Laugardalsvellinum og hefst leikurinn' kl. 20:00. sem komist áfram i 8-liða keppnina og svo sigurvegar- arnir úr leik Völsungs og Þróttar N. Eftirtalin lið ieika i kvöld: Völsungur — Þróttur Nes- kaupstað Haukar — Valur Vikingur Olafsv. — Akranes IBV — Breiðablik Fram — Fylkir Akureyri — Vikingur R. Selfoss — Keflavik Telja má fullvist að það verði 7 lið af 8 liðum úr I. deild A morgun leika svo Armann — Kr. I 2. deild Staöan í 2. deild eftir leikina um . helgina: FH—Haukar 2:0 Þróttur—Ármann 1:1 Selfoss—Völsungur 4:1 Breiðablik—tsafjörður 4:3 FH 11 8 3 0 26: :4 19 Breiðablik 11 7 2 2 31: 11 16 Þróttur 11 5 5 1 19: : 12 15 Haukar 11 5 3 3 18: 14 13 Selfoss 11 4 0 7 14: 23 8 Völsungur 11 3 1 7 17: : 26 7 Ármann 11 3 1 7 12: 25 7 tsafjörður 11 1 1 9 10: 32 3 Úrslitin hjá kvenfólkinu 1 kvöld fer fram úrslitaleik- urinn i tslandsmótinu i kvennaknattspyrnu. Þá leika til úrslita FH og Akranes. Leikurinn verður leikinn á KR vellinum og hefst kl. 20:00. Miðvikudagur 31. júlí 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.