Alþýðublaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 5
[alþýduj Infifitfii Útgefandi: Ritstjórar: Auglýsingastjóri: Útbreiðslustjóri: Aðsetur ritstjórnar: Auglýsingar: Afgreiðsla: Prentun: Blað hf. Freysteinn Jóhannsson (ábm.) Sighvatur Björgvinsson Fanney Kristjánsdóttir Þráinn Þorleifsson Skipholti 19, sími 28800 Hverfisgötu 8—10, simi 28660 og 14906 Hverfisgötu 8—10, sími 14900 Blaðaprent LAUNÞEGAMÁLSTAÐURINN HAFI ALLAN FORGANG Nú standa yfir viðræður fjögurra stjórnmála- flokka — Framsóknarflokks, Alþýðuflokks, Al- þýðubandalagS og Samtakanna — um hugsan- lega stjórnarmyndun þessara flokka. Að sjálf- sögðu munu mörg mál bera á góma i þeim við- ræðum, enda mörg vandamál, sem úrlausnar biða. Meginverkefni næstu rikisstjórnar — og meginviðfangsefni allra umræðna um stjórnar- myndun — hlýtur þó að vera efnahagsástandið i landinu og hvað gera skuli til þess að forðað verði alvarlegu kreppuástandi. Efnahagsmálin hafa löngum verið eitt helsta viðfangsefni stjórnmáíanna á íslandi. Þó hefur mikilvægi þeirra verið mismikið enda misstór sá vandi, sem við hefur verið að fást. Oft hafa þannig önnur mál en efnahagsmálin verið i brennideplinum. Það má e.t.v. frekar orða svo, að þá hafi efnahagsástandið verið þannig, að stjórnmálamennirnir hafi getað látið eftir sér að sinna frekar eða jafnhliða öðrum málaflokkum. En svo er málum ekki farið nú — þvi miður. Viðhorfin i efnahagsmálum þjóðarinnar eru nú svo uggvænleg, að hrein vá er þar fyrir dyrum. Og menn skyldu gera sér fulla grein fyrir þvi, að sá voði steðjar fyrst og fremst að launafólkinu i landinu, sem ekki aðeins sér fram á stórversn- andi lifskjör ef heldur fram sem horfir heldur á það einnig á hættu, að óöruggtverðiumatvinnu. Og þessi yfirvofandi hætta stendur okkur nær, en margur hyggur. Undir slíkurn kringumstæðum hljóta flokkar eins og Alþýðuflokkurinn, sem teljast málsvar- ar launafólksins i landinu, að leggja meginá- hersluna á það, að samstaða fáist um aðgerðir i efnahagsmálum sem i fyrsta lagi bægja frá þeirri hættu, er við launþegunum blasir, i öðru lagi tryggja fulla atvinnu og atvinnuöryggi, i þriðja lagi verða gerðar i nánu samstarfi við launþegasamtökin og i fjórða lagi tryggja hag þeirra, sem minnst mega sin i þjóðfélaginu. Á slikum timum eins og þeim, sem np eru, tel- ur Alþýðuflokkurinn það vera mikinn ábyrgðar- hlut af stjórnmálaflokkum að reyna enn á ný að þyrla upp moldviðri um mál, sem engum sköp- um skipta um afkomu almennings i landinu. Þvi fráleitara er það, ef stjórnmálaflokkár ganga þá til leiks með það að markmiði að reyna að knýja fram málefni, sem almenningur i landinu hefur i nýafstöðnum kosningum glögglega og ótvirætt tekið afstöðu gegn. Slikt er ábyrgðarlaus hrá- skinnaleikur og þeim einum ætlandi, sem láta sig það engu varða, hvort almenningur i landinu eigi að hafa nokkra möguleika til þess að standa af sér þann mikla afkomuvanda, er við blasir. Meginviðfangsefni næstu rikisstjórnar verður að vera það að leiða þjóðina út úr þeim efna- hagsörðugleikum, sem hún hefur komist i. Fumskylda flokks, sem vill með réttu kalla sig verkalýðsflokk, er að láta þetta máí hafa alger- an forgang og beita áhrifum sinum til þess, að það verði gert með þeim hætti, sem launafólkið i landinu getur við unað. Að setja nú önnur mál á oddinn — og það mál, sem þjóðardömur hefur verið felldur um — er hámark ábyrgðarleysis- ins. Menn, sem þannig vilja hugsa, hefur þjóðin ekkert með að gera eins og málum er nú háttað. ANKER JÖRGENSEN, FORMAÐUR DANSKRA JAFNAÐARMANNA: VIUUM AUKA SKILNING A NÆSTA ÞÆTTI f ÞRÚUN SAMFÉLAGSINS Það verður vist ekki annað sagt, en að jafnaðarmenn á Norð- urlöndum eigi nu i talsverðum erfiðleikum. Meðal norrænna jafnaðarmanna, t.d. i Danmörku, fara nú fram miklar umræður um þann vanda, sem við jafnaðar- stefnunni og flokkum hennar blasir. Þar er m.a. rætt um,:hvort jafnaðarstefnan i velferðarrikj- um norðursins sé i þann veginn að komast i sjálfheldu og hvort mikil áhrif verkalýðshreyfing- anna á stefnu og störf jafnaðar- mannaflokkanna séu þeim til góðs, eða ekki. Þá hafa einnig farið fram talsvert miklar um- ræður um það meðal danskra jafnaðarmanna, hvort timabært sé að skipta nú um forystumenn i flokknum — m.a. af þeirri ástæðu sem tilgreind var um sterk tengsl flokksforystunnar annars vegar og verkalýðshreyfingarinnar hins vegar, sem sumir segja, að stjórni öiium gerðum flokks og flokksforystu. Viggo Kampmann, fyrrum forsætisráðherra, hefur þannig nýlega ritað grein, þar sem hann lagði til, að nýjum manni — Erling Jensen — yrði falin forysta danska jafnaðar- mannaflokksins i stað Anker Jörgensens og vakti sú grein að sjálfsögðu mikla athygli og um- tal. t blaði danskra jafnaðar- manna, AKTUELT, birtist nú á sunnudaginn viðtal við Anker Jörgcnsen um þessi mál. Viötalið tók Harry Rasmussen, stjórn- málaritstjóri blaðsins. Birtist það hér á eftir I islenskri þýðingu, nokkuð stytt. A jafnaðarmannaflokkurinn nú i erfiðleikum? — Það væri rangt að segja. að hann ætti ekki erfiðleikum að mæta. Svo virðist, sem allir hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar, allir lýðræðisflokkarnir, eigi nú vandamálum að mæta. — Hefur jafnaðarmönnum tek- ist að treysta stöðu sina nægilega vel eftir kosningarnar og láta nóg að sér kveða? Það er ekki hægt að segja, að hugmyndirnar hafi streymt frá rikisstjórninni eða frá nokkrum þeim stjórnmálaflokkum, sem ættu að visa veginn eftir að við höfum fengið borgaralega rikis- stjórn. En það væri einnig rangt að halda þvi fram, að við höfum á reiðum höndum lausn á öllum vandamálunum, enda þótt við sé- um eini flokkurinn, sem höfum stefnu og hugmyndir, sem — a.m.k. þegar lengra liður — eiga möguleika á þvi að leysa þann efnahagsvanda, sem við er að etja. Það verður að viðurkenna, að okkur hefur ekki tekist að tryggja okkur nægilega fótfestu meðal al- mennings. „Hinir” eru flokkar, sem vilja halda áfram eftir hin- um gömlu og hefðbundnu leiðum á meðan við jafnaðarmenn vilj- um leggja út á nýjar brautir. Við höfum þvi þær sérstöku skyldur að rækja að fá fólk til þess að skilja hvað við viljum og hvað við gerum — og hvers vegna. Og það hefur okkur ekki tekist. En það er ekki stefna okkar að skera svo mjög niður opinber útgjöld, að velferðarþjóðfélagið þurfi að biða tjón þess vegna. Það er annarra vilji. Stefna okkar er heldur ekki sú að vilja skatta bara skattanna vegna. ABYRGÐ En við litum á það sem ábyrga stefnu að sýna borgurunum fram á, að samfélag, sem náð hefur langt á félagslegri framþróunar- braut, kostar meira i rekstri, en vanþróað samfélag. Okkur hefur ekki tekist að sýna rækilega fram á næsta þáttinn i framþróuninni, sem er og hlýtur að vera að inn- leiða lýðræðið i eignarréttarskil- greininguna. Okkur hefur ekki tekist að fá fólk til þess að skilja, hvað það er, sem á að koma i Anker Jörgensen framhaldi af velferðarþjóðfélag- inu: Þeir áhugasömustu af ,,okk- ar” fólki skilja það, en okkur hefur ekki tekist að koma þvi á framfæri við fólkið i landinu. Þetta er vandamál jafnaðar- manna — og raunar ekki bara i Danmörku. KAMPMANN Viggo Kampmann, fyrrum for- sætisráðherra, hefur nýlega látið I Ijós þá skoðun. að það myndi styrkja Jafnaðarmanna- flokkinn, ef Erling Jensen yrði gerður að formanni hans. — Það liggur i málsins eðli, að ég er ekki rétti maðurinn til þess að ræða, hver vera eigi formaður flokksins. Það er flokksþingið, sem ákveður það og það kaus mig einum rómi. Og ég vildi gjarna fá að bæta við: Ég hef ekki valið mig sjálfur! Ertu sár vegna greinar Kamp- manns? — Ég vil alls ekkert um hana segja. Ég vil ekki einu sinni láta i ljós nein vonbrigði með Kamp- mann' HLUTVERK VERKALYÐS- IIREYFINGARINNAR Fleming Madsen telur, að Alþýðusambandið stjórni Jafn- aðarmannaflokknum? — Hlutverk Alþýðusambands- ins i alþýðuhreyfingunni er nú hið sama og það hefur ávallt verið. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur alveg eðlileg tengsl við verka- lýðshreyfinguna einkum og sér i lagi varðandi mál, sem snerta kaup- og kjaramál. Verkalýðs- maðurinn Th. Stauning var i sömu afstöðu. Þetta samband flokks og hreyf- ingar er álika gamalt og flokkur inn er sjálfur. En það er ekki verkalýðshreyfingin, sem mælir fyrir um stefnu flokksins. VERÐBÓLGAN Er hægt að stöðva ve.rð- bólguna? — Allur hinn vestræni heimur á við gengisvandamál að eíja. Það sem við köllum hið kapitalistiska samfélagskerfi, á við erfiðleika 'að etja vegna þess, að ekki er lengur unnt að lappa upp á það með viðteknum aðferðum. Um og eftir 1930 rikti hér kreppuástand og þá var Jafnaðarmannaflokk- urinn það afl, sem hratt af stað aðgerðum, er sköpuðu atvinnu á ný. 1 löndum, sem ekki gripu til þeirra sömu ráða. endaði þróunin i fasisma. Nú, á áttunda ára- tugnum, er vandamálið þveröfugt við það, sem þá var — nefniiega verðbólga. Og þar þarf að beita öðrum úrræðum. Er sky ldusparnaður eitt þeirra? — Hér er um mál að ræða, sem er háð hinum innbyrðis valda- hlutföllum flokkanna i stjórn- málaheiminum. í dag hefur jafnaðarmannaflokkurinn ekki áhrif nema sem svara til stöðu hans þar sem hann hefur aðeins fylgi fjórða hvers kjósanda. Ahrifin eru þvi miður takmörkuð. en okkur tókst þó að hrinda árás, sem gerð var á samningsbundin kjör fólks. i staðinn fengum við lausn, sem vissulega er ekkert til þess að hrósa sér af, en þó ekki sú, er upphaflega var ráðgerð. HUGSJÓNASTEFNAN Hefðu jafnaðarmenn ekki getað haldið fast við hugsjónastefnu sina og þá lausn, er þeir helst vildu? —- Það hefði notið mikilla vin- sælda i ákveðnum hópum. En Jafnaðarmannafiokkurinn er stór stjórnmálaflokkur, sem hefur ábyrgð, og getur þvi ekki komist hjá þvi að standa andspænis vandamálum. Þess vegna geta atburðirnir orðið óvæntir. GÓÐ STJÓRNAR \NDSTADA Er uppgjafartónn i þér? — Þvert á móti. Hvert er þitt heiðarlega mat á rikisstjórninni? — 1 raun og veru hefur hún gert ýmislegt gott i sumum málum, m.a. af þvi, að hún hefur haft góða stjórnarandstöðu. Á Hartling enn að fá að leika á óttann við nýjar kosningar? — Við i Jafnaðarmanna- flokknum erum ekkert hræddir við nýjar kosningar, en óttinn er fyrir hendi hjá öðrum og við get- um hvorki komið i veg fyrir. að Hartiing notfæri sér það eða að sumir fJokkar verði óvenjulega meðfærilegir vegna óttans. VANDAMALIÐ Og hver er svo niðurstaða þin um mat þitt á flokknum og stöðu hans? — Að við verðum, — ekki i þrjósku heldur i trú á þvi, að við höfum eitthvað nýtt fram að færa — að halda áfram að vinna. Ekki með hugmyndir frá hinum pólitiska „súpermarkaði” að leiðarljósi, heldur með stefnu,, sem er i samræmi við tiðarand- ann. Við erum flokkur, sem erum nokkrum hársbreiddum á undan jöðrum méð nýjar hugmyndir. En fram til þessa hafa þær nýju kenningar aðeins verið hugar- fóstur. Við þurfum að skapa um þær skilning — það er vandanál okkar. Miðvikudagur 31. júlí 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.