Vísir - 06.06.1975, Side 2

Vísir - 06.06.1975, Side 2
2 Vísir. Föstudagur 6. júni 1975 vísnm Hvaða þjóð er mestur aufúsugestur íslendinga? Anna Veturliðadóttir, húsmóðir: Sviar eru ágætir og mjög gleði- legt að Svfakonungur skuli vera að koma hingað. Ég er ánægð með aukinn ferðamannastraum til íslands. Ragnheiður Björnsdóttir, optikari: Ég held engin sérstök þjóð, nema þá helzt Færeyingar. Mesti aufúsugesturinn yrði Elisa- bet Englandsdrottning ef við gæt- um fengið hana i heimsókn. Viihjálmur Arnason, lögfræðing- ur: Allt gott fólk er velkomið hingað. Skjöldur Eiriksson, skóla- stjóri: Færeyingar eru góð þjóð. Ég vil samt ekki flokka menn eft- ir þjóðerni, heldur eftir persónu hvers og eins. Bergþóra Asgeirsdóttir, hús- móðir: Norðurlandaþjóðirnar og vildi ég gjaman auka straum þeirra hingað. Auður Vigfúsdóttir, húsmóöir: Noröurlandabúarnir eru beztir, það eru vist örugglega ekki Þjóðverjarnir. SVONA TIL AÐ LÍFGA UPP Á ÖSKUNA... ,,Mér datt þetta í hug aö gamni minu til að Hfga upp á öskuna,” sagði Sigurfinnur Sigur finnsson teiknikennari i V e s t m a n n a e y j u m , en krakkarnir úr 6. bekk barna- skólans hafa myndskreytt hús- vegg i Eyjum. Sigurfinnur sagði að þetta hefði verið i fyrsta skipti, sem þau hefðu tekið svona verkefni að sér. Eigandinn hefði góðfús- lega gefið samþykki sitt fyrir skreytingunni, enda alltaf hægt að mála yfir ef illa hefði tekizt til. Þetta mæltist mjög vel fyrir hjá bæjarbúum. Fleiri veggir biða nú myndskreytingar og meira að segja vildu 2 eigendur að þegar yrði byrjað að mála hjá þeim. Hins vegar eru krakkarnir nú komnir i vinnu við að hreinsa ösku og sá og enginn timi til þess arna, en meiningin er að hafa þetta fyrir lokaverkefni hjá 6. bekkingum á hverju ári. Mikill áhugi var hjá krökkun- um á þessu verkefni og mættu um 20, eða um 90%, af þeim sem valin voru til að mála. Þau luku svo verkinu á einum degi. Og nú blasir myndin við ferðalöngum og öðrum sem leggja að Básaskersbryggju, en það er einmitt bryggjan sem Herjólfur leggst upp að. — EVI — Þetta eru 12-13 ára krakkar I Eyjum að myndskreyta vegg sem tilheyrir bátnum Kóp. Þess vegna er iagt út af nafninu og ráðandi eru kópar, en þar að auki finnst gullkista (full af gulli), 2 sokknir bátar, sjóræningjaskúta o.fl. Bæjarbúum Vestmannaeyja hefur svo sannarlega fundizt myndskreytingin hafa heppnazt vel og blða nú bara eftir fleiri. Ljósm.G.S. OÞÆGILEG BIÐ EFTIR SIMA lbúi viö Engjasel hringdi: „1 lesendadálkum Visis hefur áöur verið fjallað um sima- vandamál okkar ibúanna i Seljahverfi. En það, sem ég vil fá að vekja máls á nú, er það, hvernig fólki i þessu hverfi er mismunað. Þannig er mál með vexti, að tvö fjölbýlishús hafa risið þarna frá grunni langt á undan öllum öðrum byggingum i hverfinu. Það var þegar i stað settur simi ji annað fjölbýlishúsið og til þess notuð loftlina, þvi það var ekki hægt að leggja jarðstreng sök- um þess hve mikið frost var i jörðu og erfitt um gröft, að sögn simamanna. Ég hef átt bágt með að skilja, hvers vegna ekki var hægt að setja sima i hitt fjölbýlishúsið lika. Mér hefur að visu verið gefin sú skýring, að það sé ekki hægt að leggja linu yfir Dalselið vegna hinnar miklu umferðar um götuna. Simamenn hafa aft- ur á móti getað lagt linu yfir Seljabrautina, sem ég álit að sé ekki minni umferðargata. Frá þvi um áramótin hef ég hringt hvað eftir annað til að itreka þá ósk mina, að okkur verði útvegaður simi i fjölbýlis- húsið. Svarið, sem ég fæ, er alltaf þaðsama: „Hann kemur i næsta mánuði.” Það þarf varla að fjölyrða um það, hversu óþægilegt simaleys- iðer. Við I húsinu höfum bebið eftir sima i hálft ár, en flestir, sem missa simsamband I nokkra klukkutíma, eru strax Eitt Vandinn fór i feluleik, í: fetaði huldu stiginn, UndflfÍ eldsnöSgt báðar komu á kreik, skot kaldhæðnin og lygin. Ranki. orðnir alveg miður sin. Það gefur t.d. auga leið, hve alvarlegt það er að vera síma- laus þegar skyndilega þarf að ná ilækni, eins og ég varð sjálf- ur áþreifanlega var við þegar ég þurfti að fá næturlækni fyrir dóttur mina fyrir skömmu.” Lausn vandans fremur fólgin í að stofna: „Samtðk gegn ófengistízku' Vilhjálmur Einarsson skrifar: ,,Ég rakst á lesendabréf i VIsi, sem út kom 21. mai sl. Það er frá Kristjáni Þórarinssyni. Hann segir: „Áfengisneyzla er ekki það sama og áfengisböl” o.s.frv.. Laukrétt. En þess er bara að gæta, að áfengisböl er algjörlega óaö- skiljanlegur fylgifiskur áfengis- neyzlu, — þegar á heildina er litiö. Vel má vera, að Kristján sé öruggur um að vera laus við bölið þó að hann stundi neyzl- una,en hitt er einstakt fyrirbæri ef ekki er aðra sögu að segja um einhverja kunningja hans, svo aö maður minnist nú ekki á all- ar fréttimar, sem blöðin flytja af þessum málum. Nei, það er furðulega „blá- eygur barnaskapur”, að hægt sé að kenna mönnum almennt að neyta áfengis og vera þá lausir við bölið, — álika mikill barna- skapur og þaö, að áfengisbann leysi vandann. Eini hugsanlegi möguleikinn til að draga úr voðanum er frjálst framtak og samtök gegn áfengistizkunni.”

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.