Vísir - 06.06.1975, Síða 8

Vísir - 06.06.1975, Síða 8
Vlsir. Föstudagur 6. júni 1975 kHHHHIHHHHHBHHHHHKZSHBBi mss — & jgr £ '■ <r M Vlsir. Föstudagur 6. júnl 1975 hhHBS ÆMe Umsjón: Hallur Símonarsor, Fór ekki milli móla að betra liðið vann — sagði fararstjóri oustur-þýzka landsliðsins, Klaus Schlager Geir Hallgrlmsson, forsætisráð-, herra: — Þetta var stórkostlegur leik- ur. Islenzka liðiö lék mjög vel — mér fannst það næstum alltaf vera I sókn. Albert Guðmundsson, alþingismað- ur: — Þetta var mjög gott — uppskera mikils starfs, — já þetta var stórkost- legt, ein stærsta Iþróttafrétt ársins. Foote, dómari leiksins, frá Skot- landi: — Þetta var góöur leikur og auðdæmdur. Mörkin þrjú voru mjög góð. Það kom mér á óvart hve isl. liðið lék vel — og það haföi ekki nokkur áhrif á leik þess, þótt Þjóðverjar skor- uðu. Þaö kom mér á óvart. Með smá- heppni hefði tsland vel getað unniö stærri sigur. Asgeir Sigurvinsson — skoraði siðara mark Islands. Markið? — Þaö eina, sem maöur þarf að gera i sliku færi er aö skora — maöur verður aö skora. Það flaug ekkert I gegnum huga minn — ég sá aðeins markiö. tslendingar þurfa ekki að kvarta eða kvlöa framtlðinni á knattspyrnusviðinu — nú gefum við Evrópuþjóöunum ekkert eftir. m H mWrm? Hp||PÍ- \ hHh . §jj§ Ellert Schram, formaður KSt: — Já, það er margt aö segja — en orö geta ekki lýst þessu. Þessi sigur er mjög gleðilegur fyrir okkur I knattspyrnu- hreyfingunni — landsliöiö er alltaf að vaxa og sigurinn var ekki tilviljun. Þaö var ekki sanngjarnt að krefjast þess fyrir leikinn, að Islenzka liðið sigraði eða næði jafntefli við þetta sterka lið — en eftir hann hefði tveggja marka munur gefið réttari mynd af gangi hans. Það er gott skipulag I leik Isl. liðsins og þjálfari þess, Tony Knapp, á miklar þakkir skildar fyrir starf sitt — já, landsliðiö er alltaf að sækja á. Jens Sumarliöason, formaður lands- liðsnefndar: — Stórkostlegt — mjög ánægjulegur og athyglisveröur sigur — og sanngjarn. Hver hefði getað Imyndað sér, þegar Evrópukeppnin hófst, að Island yrði I ööru sæti I þess- um sterka riöli eftir fjórar umferöir! Helgi Danlelsson, stjórnarmaður KSt: — Þaö er erfitt að gera upp á milli leikmanna — Jóhannes og Asgeir eru frábærir leikmenn. Jón Magnússon, varaformaöur KSt: — Þetta er rétt hjá Helga — Jóhannes og Asgeir eru stórsnjallir, og svo sprettirnir hans Elmars og innköstin hans Guðgeirs. Klaus Schlager, aðalfararstjóri A-Þjóöverja:— Þetta var góður leikur — og betra liðið vann. Við getum ekki kennt neinu um tapið — ekki dómara eða velli eða veðráttu. Staðreyndin er einfaldlega sú, að Islenzka liöið var betra og ég óska Tony Knapp — og Is- lenzku landsliðsmönnunum — til ham- ingju með sigurinn. Þjálfari ykkar hefur náö frábærum árangri með liðið. Fyrirliði ykkar, nr. 6 (Jóhannes Eö- valdsson) er bezti maður Islenzka liðs- ins — klettur I vörn og stórhættulegur I sókn. Alltaf á ferðinni og skapandi hættu, þegar nr. 7 (Guðgeir Leifsson) tók hin frábæru innköst sln. Já, sjöan er athyglisverður leikmaður — leikinn og hefur gott auga fyrir samleik. Já, þessir tveir voru beztir hjá Islandi. Um mitt lið vil ég hafa sem fæst orð. Arni Þorgrfmsson, landsliösnefnd- armaður: — Maður beinllnis trúir þessu ekki — sigur gegn þessu sterka þýzka liði sýnir bezt hve landsliö okkar er orðið gott. Tony Knapp, landsliðsþjálfari: — Frábært — þetta er bezti leikur Isl. landsliðsins undir minni stjórn — og ég vona að þessi sigur hafi áhrif á öllum sviðum knattspyrnunnar á íslandi. Ég er mjög ánægður með alla Isl. lands- liðsmennina. STÆRSTI KNATTSPYRNUSIGUR ISIANDS Fimmtudagurinn 5. júnl 1975 verður lengi I minnum hafður i is- lenzkri knattspyrnusögu — mesti sigurdagurinn I 29 ár eða frá þvl islenzka landsliöið lék sinn fyrsta landsleik 17. júli 1946. Já, I gær- kvöldi var austur-þýzka landslið- iö, sem varð I 5.-6. sæti I siðustu heimsmeistarakeppni, lagt að velliá Laugardaisveliinum —lið- ið, sem varð eitt liða á HM i fyrrasumar til aö sigra heims- meistara Vestur-Þjóðverja, sigr- að og það verðskuidað. Isienzka landsliðið var nær þvl að sigra 3-1 eöa 4-1 en Austur-Þjóðverjar aö jafna. Og I liöi Austur-Þjóðverja voru 10 leikmenn, sem tóku þátt I HM. Þetta er ævintýri likast. Þetta er jafnbezta landslið, sem Island hefur átt, var skrifað hér i Visi eftir jafnteflið við Frakka á dögunum — og i gærkvöldi tók landslið okkar af allan vafa — ef einhver hefur verið. Þetta er bezta landslið, sem Island hefur átt. önnur staðreynd kom einnig I ljós I gærkvöldi — tsland hefur aldrei átt betri áhorfendur. Hvatning hinna nær ellefu þúsund áhorfenda á Laugardalsvellinum var ómetanleg — dreif Islenzku landsliðsmennina áfram. Slik hróp hafa aldrei heyrzt fyrr á Laugardalsvelli — aldrei hefur þar verið önnur eins stemmning. Aðeins eitt dæmi, samsvarandi, er til I islenzkri iþróttasögu — sig- urdagurinn mikli 29. júni 1951, þegar islenzka landsliðið I knatt- spyrnu sigraði Svia á Melavellin- um 4-3 — en stemmningin þá var löngu byrjuð áður en leikurinn hófst. Fréttirnar að landslið Is- lands I frjálsum Iþróttum hefði sigrað Dani og Norðmenn i Osló klukkustund fyrr, komu ólgu I blóðið. Það varð að sigra Svia — leggja þrjár Norðurlandaþjóðir að velli á einum og sama degi. Þá nötruðu Melarnir og Grimsstaða- holt og Vatnsmýrin gekk upp og niður — eins og Laugarneshverfið og Laugarásinn i gærkvöldi. Islenzka landsliðið i knatt- spyrnu hefur unnið mikil afrek i sjöunda riöli Evrópukeppni landsliða nú og er i öðru sæti i riðlinum. Tekið þrjú stig af þeirri þjóðinni, sem fyrirfram var talin sigurstranglegust, Austur-Þýzka- landi. Liðið á tvo leiki eftir — báða erlendis, viö Belgiu og Frakkland og þá fær islenzka liöiö virkilega aö sýna hvað I þvi býr. Síðustu fjórir leikir þess hafa verið frábærir — fyrst naumt tap, sem aldrei átti aö vera gegn Dön- um i Arósum i fyrrahaust (1-2), siðan jafnteflið I Magdeburg, jafnteflið við Frakka, og nú sigur gegn Austur-Þjóðverjum. Leikurinn I gærkvöldi var þó hinn langbezti — mun betri en gegn Frökkum, enda varð það að vera, þvi austur-þýzka liðið er miklu sterkara en það franska. Samt var sigur — verðskuldaður sigur — stærsti sigur islenzkrar knattspyrnu. Það voru hetjur I Islenzka landsliðinu — miklar hetjur og miklir knattspyrnumenn. Þaö er erfitt að gera upp á milli — en þrir voru þó fremstir, Guðgeir Leifs- son, maðurinn, sem skapaði ólgu i þýzku vörninni meö hinum frá- bæru innköstum sinum, maður- inn, sem virðist hafa sjötta skiln- ingarvit i sambandi við knatt- spyrnuna — sjá leik og leiki fram i timann, Asgeir Sigurvinsson, þessi kornungi, sterki piltur, sem er að komast i hóp beztu knatt- spyrnumanna Evrópu, og fyrir- liðinn Jóhannes Eðvaldsson — klettur varnarinnar og hinn sókn- djarfasti sóknarmanna — leik- maður, sem getur leikið hvaða stöðu sem er á knattspyrnuvelli. Og i kjölfarið fylgja Marteinn Geirsson, Gisli Torfason, Elmar Geirsson, Sigurður Dagsson, snilldarmarkvörðurinn — allt af- ar þýðingarmiklir leikmenn. Jón Pétursson vex I bakvarðarstöð- unni i hverjum leik — nýliðinn Hörður Hilmarsson kom þægilega á óvart, sterkur og fljótur, Ólafur Júliusson, sem bókstaflega er Knötturinn hvln i netinu — Jó- hannes Eðvaldsson (liggjandi á veilinum) skorar hið frábæra mark sitt á 9. min. Myndin efst á siðunni — Croy átti ekki mögu- leika að verja. Teitur Þóröarson horfir með velþóknun á knöttinn i markinu. Til hliöar. Jóhannes i opnu færi — aftur eftir innkast Guðgeirs — skallaði knöttinn yf- ir markvörðinn, en lika þver- slána. Ljósmyndir Bjarnleifur. „alls staðar” á vellinum, og bar- áttumaðurinn Teitur Þóröarson. — Karl Hermannsson tók stöðu Harðar, þegar nokkuð var liðiö á siðari hálfleik, og stóð sig virki- lega vel — og Matthias Hall- grimsson var fljótur að skapa sér færi, þann stutta tíma, sem hann var inn á. tslenzka liðið skoraði tvö glæsi- mörk í gær — fyrst Jóhannes, sið- an Asgeir — og tækifæri fékk liðið mun fleiri en þýzka liðiö. Jóhann- es skallaöi yfir i opnu færi — Elm- ar komst einn innfyrir, en „rak” knöttinn aðeins of langt — einnig var honum brugðið i vitateig og ,það jaðraði við vitaspyrnu, já, var viti, en skozki dómarinn, Foote, sem dæmdi sinn fyrsta landsleik, dæmdi ekkert — Guð- geir átti hörkuskot rétt framhjá, Asgeir þrumufleyga, sem snill- ingur Cory, sem nýlega var val- inn i Evrópulið i knattspyrnu, varð að sýna alla hæfni til að verja — já, og þannig mætti áfram telja. íslenzka landsliðið var miklu nær að auka við markatölu sina, en Þjóðverjar að iafna. —hsim. Jóhannes Eðvaldsson, fyrirliði: — Þetta er dásamleg tilfinning — sú bezta siðan ég byrjaði I knattspyrnu. Ég ætlaöi að fara að færa mig utar I teiginn, en þegar ég sá, að Ólafur Júliusson skall- aði knöttinn, beið ég — og hann kom til min. Ég varð eitthvað að gera — en á hvern hátt ég skoraöi markið var augnabliks viðbragð. Maöur veit að markiö er þarna — og það er hægt að skora á þennan hátt. Það var unaðs- legt að sjá knöttinn i markinu — en mér fannst eilifö, þar til dómarinn benti á miðjuna. Og annað — þaö er stórkostlegt að leika fyrir 11 þúsund áhorfendur — áhorfendur, sem voru með á nótunum. Það var eins og fjöru- tiu þúsund væru á vellinum — já, það er allt annað, Sigurður Dagsson, markvöröur: — Nei, það var ekki mikið um hættuleg augnablik fyrir mig — enda vörnin fyrir framan mig hreint frábær. Ég hafði litla möguleika aö verja, þegar Pommerenke skoraði. Knötturinn lenti alveg út við stöng neðst I mark- inu. Ég sá ekki, þegar Þjóðverjinn spyrnti á markið — það voru svo margir leikmenn I vitateignum. Marteinn Geirsson, miövörður: — Ég er yfir mig hrifinn — allt liðiö lék framar vonum. Leikskipulagið hefur verið vel æft — allt frá þvi i haust og heppnaðist fullkomlega. Þá er mikið atriði hve við leikmennirnir tölum mikiö saman i leiknum — beinlinis öskrum hver annan áfram. Guðgeir Leifsson framvörður: — I Mér hefur aldrei liðið eins vel — og við hefðum átt að vinna meö meiri mun. Innköstin? — já, það var gaman að sjá þá ólgu, sem þau sköpuðu hjá þýzku vörninni. —hsím.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.