Vísir - 06.06.1975, Side 3

Vísir - 06.06.1975, Side 3
Visir. Föstudagur 6. júnl 1975 3 í þéttbýli Hundahald varasamt — reynsla Bandaríkjamanna uggvœnleg Nýjar upplýsingar um hunda- hald I Bandarlkjunum eru ugg- væntaniegar, en allt bendir til að hundahald hér I Reykjavik aukist,” sagði Skúli G. Johnsen borgarlæknir i viðtali við blaðið. Gizkað er á, að upp undir 2000 hundar séu I Reykjavlk, og þeim fjölgar hraöar og hraöar, enda hvolpum yfirleitt ekki lógaö, heldur ýmist gefnir eöa seldir. í Bandarikjunum er þetta ekki aöeins heilbrigöis- eða félags- vandamál heldur I fremstu röð vandamála. Þar er hundur á hverja 6 Ibúa. í New York borg skilja hundar eftir sig 150 tonn af saur daglega (sambæriíeg táia fyrir Reykjavik væri 1.5 tonn/. Vaxandi hluti af ráöstöfunarfé sveitarfélaga I Bandarlkjunum fer Ikostnaöarliöi,er varöa hunda og ketti. Aætlaö er aö áriö 1973 hafi opinberar stofnanir og einka- stofnanir variö 500 millj. dollara I dýraeftirlit og lógun dýra. (Sambærilegar tölur fyrir Reykjavlk væru 30 milljónir króna, og aö 13.500 hundum og köttum heföi veriö lógaðj Reynslan sýnir aö hundaskatt- ur takmarkar ekki hundahald. Hafnfiröingar hafa þegar fengið reynslu af takmörkuöu hunda- haldi og hefur það ekki gefiö góöa raun. Þá benti Skúli á aö meöferö á skepnunum væri mjög ábótavant. Þaö væri ekki hiö rétta eöli hunda að fá ekki að ganga lausir. ófáir heföu oröiö varir við hunda lokaða inni i bll um miðjan dag I einhverjum einkabllnum vælandi og ýlfrandi. Yfirgnæfandi meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu býr I ein- hvers konar sambýli. Hundahald viö sllkar aöstæöur hefur I för meö sérmargvíslegóþægindi, svo sem óþrifnaö, smithættu, ótta barna og slysahættu (bit), o.s.frv., óþægindi, sem tiltölulega fámennur hópur veldur meiri- hlutanum. Alls konar sjúkdómar geta borizt frá hundi til manns. 1 Svlþjóö er áætlað að 2% hunda séu smitaðir af salomonella sýklum, sem valda taugaveiki og taugaveikibróður. Skúli sagöi aö sem matvæla- og iönaöarþjóö þyrftum viö aö vera vel á veröi gegn þessu vandamáli. Þess má geta I lokin, að bann við hundahaldi I Reykjavlk er I fullu gildi. Þaö var samþykkt I borgarstjórn áriö 1970 meö 14 at- kvæöum á móti 1. -EVI ÍG ER AÐ BAKA, ha, ha, ha,! Skýjað á Suðurlandi um helgina, en sól á Vesturlandi Þcssar litlu hnátur voru bún- ar að koma sér upp ágætri eld- unaraðstöðu fyrir utan heimili sitt að Granaskjóli 16. Auðvitað voru notuð öll nýtlzku þægindi eins og sést á myndinni. Sögöust þær vilja nota sólina og góöa veöriö til þess að baka þessar ljúffengu „drullukökur”. En siöan átti að bjóða öllum krökkunum i hverfinu i allsherj- ar veizlu og var búizt við mikl- um fagnaði. En hvernig þeirri veizlu lauk, eða hvort nokkur fékk I magann, vitum við ekki. Búizt er viö áframhaldandi sól I dag og hiti getur liklega komizt upp i 10—12 stig hérna á Suðvesturlandi. En með kvöld- inu mun þykkna upp og búizt er við skýjuöu lofti og ef til vill smárigningu um helgina. Þeir.sem hafa áhuga áað elta sólina, gætu reynt að bregða sér á Vestfirðina eöa norður á land um helgina, þvi að spáö er sól og ágætu veöri þar. Annars er mjög hlýtt loft fyrir utan suð- vesturströndina, svo aö það er aldrei nema við fáum bráðum góöa hlýviörisdaga hérna i Reykjavik. —HE Eitt neyðarsímanúmer Þingoð um hvernig eigi að hjólpa hinum slasaða óður en hann kemst ó sjúkrahús „Eitt af aöalmálunum var að koma á einu og sama neyðar- simanúmeri I löndunum til að hringja I, þegar nauðsyn á bráðri hjálp kemur upp,” sagði Tryggvi Þorsteinsson læknir á slysastofu Borgarspitalans I viðtali við blaðið, en hann er nýkominn heim af þingi sem haldið var I Miinchen I Þýzka- landi um skipulag á slysa- og neyöartækjaþjónustu. Þetta var fjórða þing sinnar tegundar. Fyrsta þingið var i San Fransisco, þá I Lissabon, og svo i Róm. Auk aöalskipuleggj- anda þingsins, að þessu sinni Bandarikjamannsins, dr. Willi- ams Gemma, stjórnuöu þvi prófessor dr. Rosa d’Andrea frá Itallu og prófessor dr. Eduardo doAmaral frá Portúgal. Full- trúar 14 ríkja, allir meðlimir NATO, nema Tyrklands sátu þingið, auk áheyrnarfulltrúa frá Sviss. A þinginu var fyrst og fremst fjallað um þau atriði sem lúta að hjálp hins slasaöa áður en hann kemst á sjúkrahús. Nr. 1, hvernig þeir slösuðu geta komið boðum frá sér um hjálp. Nr. 2, hvernig koma á hjálpartækjum og hjúkrunarliöi á slysstað og nr. 3, hvaöa ráö eru til að stytta timann, þar til komiö er að hin- um slösuðu. Tryggvi sagði aö Þjóöverjar væru langfremstir aö þessu leyti. Þeir heföu alltaf þyrlur til taks ásamt vel þjálfuöu sjúkra- liöi meö mjög fullkomnum tækj- um. Næstir kæmu Bandaríkja- menn, en hin rikin langt á eftir, enda þyrfti óhemju fé, ef svo vel búið liö ætti að vera fyrir hendi. „Af þátttökurikjunum höfum viö samt komið okkur mjög vel áleiöis I þessum efnum,” sagöi Tryggvi og mætti m.a. þakka það störfum Almannavarna rikisins. — EVI. Mallorka, eða — Sólarferð /_ _____________|«_______ t júll- og ágústmánuði flytja snjóbilar farþega um Vatnajökul. Feröir þessar hófust fyrst fyrir 3 árum, en lögöust niður I fyrra- sumar. Það eru Jöklaferöir á Akureyri, sem ætla að vera meö snjóbila á Dyngjuhálsi við noröurjaöar jökulsins. Þaðan er auðvelt að fara dagsferðir eins og t.d. á Bárðarbungu. Þá verður hópum gefinn kostur á að leigja snjóbil- ana til lengri eöa skemmri tima. Þannig væri t.d. hægt að fara á öræfajökul eða i Kverkfjöll. Veröið á dagsferöunum verður 4.950.- pr. mann á Bárðarbungu. Ef farið er lika i Grimsvötn kost- ar ferðin 6.900.- kr. Unnt er að gista i skála sem Jöklaferðir eiga viö Gæsavötn, sem eru rétt viö Dyngjuháls. Þar eru kojur og svefnpokapláss. Gistingin kostar 400 kr. Feröir verða skipulagöar úr Reykjavik að Dyngjuhálsi, að þvi er Einar Þ. Guöjohnsen upplýsti. Þaö er ferðafélagiö Útivist sem ætlar aö fara 4ra daga ferðir i júli og ágúst. Fargjaldiö veröur 5.500,- kr. Norðurleiðir skipuleggja hálendisferðir 2svar i viku. Með þeim verður hægt aö komast að Tungnafellsjökli. Einar sagði að gönguland væri þarna ágætt og þyrfti fólk ekki aö hafa áhyggjur af aö þvi leiddist þarna. Kuldinn ætti ekki að hrjá menn, svo framarlega sem þeir væru vel búnir. —BA Erfiðleikar hjá lagmetisiðnaðinum: Undirboð frá Kanada skemmir fyrir okkur Staða lagmetisiðnaðarins er ekki sem bezt eins og stendur. Útflutningur á léttreyktum sildarflökum, eða „kipper snack” eins og varan er kölluð, til Bandarikjanna hefur minnk- að verulega. Stafar þetta af ódýrri framleiðslu á þessari fisktegund i Kanada, sem hefur undirboðið Bandarikjamarkað, sem er stærsti markaður ís- lendinga á „kipper snack”. Þetta kemur sér mjög illa fyrir íslendinga, þvi „kipper snack” er ein af mikilvægari framleiðsluvörum lagmetis- iðnaðarins og eina vörutegund- in, sem Norðurstjarnan i Hafn- arfirði framleiðir. Útflutningur á þorskhrognum til Bretlands, sem var talsverö- ur til skamms tima, hefur einnig dregizt saman. Sama er að segja um útflutning á kaviar til Frakklands og Italiu. Stafar þetta af óhagstæöri stööu i mál- efnum Efnahagsbandalagsins. Sem dæmi um þetta má nefna að Islendingar greiða nú 30% innflutningstolla af kaviar til Frakklands meðan Danir greiða aðeins 10% innflutningstolla. Islendingar eiga ekki við sömu vandamál að glima og Norðmenn, hvað snertir sardinuiðnaðinn, þvi við fram- leiðum aðallega fyrir innan- landsmarkað, sem ekki hefur dregizt saman. En útflutningur Norðmanna á sardinum á Bandarikjamarkað hefur dreg- izt saman um 20% siðan i ágúst 1974, stafa þessir erfiðleikar einkum af óhagstæðu gengi norsku krónunnar gagnvart Bandarikjadollar. -HE. Landshappdrœtti Sjólf stœðisf lokksins: DREGIÐ Á MORGUN Landshappdrætti Sjálfstæöis- flokksins er nú komiö á lokastig, þvi dregiö veröur annaö kvöld. Þaö eru þess vegna slöustu forvöö fyrir þá, sem freista vilja gæf- unnar, aö tryggja sér miöa nú þegar. Drætti veröur ekki frestaö og eru þeir, sem enn eiga ógerö skil, hvattir til aö gera þaö i dag. Þá er ennþá hægt aö fá miöa I skrifstofunni eöa I vinningsbif- reiðinni I Austurstræti (göngugöt- unni). Skrifstofa happdrættisins i Galtafelli, Laufásvegi 46, veröur opin I dag til kl. 22 og á morgun til kl. 23. Slminn er 17-100.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.