Vísir - 06.06.1975, Page 6

Vísir - 06.06.1975, Page 6
6 Vísir. Föstudagur 6. júnl 1975 vísir tltgefandi:' Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson / Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi:. Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúia 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjaid 700 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasöiu 40 kr.eiptakið. Blaðaprent hf. Allir geta tapað í senn „Afkoma heimilanna er i hættu” hafa margir sagt að undanförnu. Þetta orðalag sýnir, hve alvarlegum augum fólk litur á kjaraskerðinguna, sem það hefur orðið að þola undanfarið ár. Þetta sjónarmið á verulegan þátt i að gera stjórnarandstæðingum kleift að beita Alþýðu- sambandinu af óvenjulegri hörku i kjara- samningunum, sem nú standa yfir. Þess vegna er almennt búizt við allsherjarverkfalli um miðja næstu viku. Samt eru lifskjör hinna verst launuðu ekki lak- ari en þau voru fyrir hálfu öðru ári og lifskjör hinna bezt launuðu ekki lakari en þau voru fyrir tveimur-þremur árum. Töldust þau lifskjör þó nokkuð góð i samanburði við lifskjör fyrri ára. Þetta eru staðreyndir, sem dyljast mönnum um þessar mundir af eðlilegum ástæðum. Neyzluvenjur eru stöðugt að breytast, lifskjara- kröfurnar að aukast. Menn reka sig stöðugt á, að þeir eiga erfitt með að laga sig að samdrætti lifs- kjara, þótt þeir hafi vel komizt af á slikum lifs- kjörum fyrir hálfu öðru ári. Hitt viðurkenna menn, að þjóðarbúið hefur orð- ið fyrir óvenjulegum áföllum á undanförnum mánuðum. Verðlag útflutningsafurðanna hefur að meðaltali lækkað á sama tima og verðlag inn- fluttrar vöru hefur hækkað. Viðskiptakjörin hafa þvi versnað hrapallega. Hallinn á viðskiptajöfnuðinum gagnvart út- löndum varð hvorki meira né minna en 15,5 milljarðar króna i fyrra. Við fjárfestum of mikið og höfðum of mikla einkaneyzlu og samneyzlu, sem þessari upphæð nam. Þetta lif um efni fram var annars vegar greitt með þvi að tæma digran gjaldeyrisvarasjóð og hins vegar með erlendu lánsfé. Nú er ekki lengur hægt að tæma tóman sjóð. Og möguleikar okkar til lántöku erlendis eru óðum að þverra. Sama óheillaþróunin hélt áfram fyrstu þrjá mánuði þessa árs. I april gerðist það loks, að jafnvægi náðist milli útflutnings og innflutnings. Þá loks komst þjóðarbúið á kjöl. Hinir svartsýnu segja, að skýringin á góðum árangri i april sé óvenju mikill útflutningur á loðnuafurðum. En hinir bjartsýnu segja, að lifs- kjörin séu komin niður á það stig, að við lifum ekki lengur um efni fram. Ef fyrri skýringin er rétt, er fokið i flest skjól og framundan er efnahagsleg og þjóðfélagsleg upp- lausn. Ef siðari skýringin er rétt, getum við von- að, að lifskjörin fari senn að batna. Auðveldasta leiðin til að bæta lifskjörin er að draga úr samneyzlu og fjárfestingu og leggja meira i einkaneyzlu, meðan ófremdarástandið i viðskiptakjörunum varir. Þegar liður á árið höfum við ástæðu til að vona, að ný efnahagsþensla i Bandarikjunum muni smám saman leiða til hækkunar á verðlagi fisk- afurða okkar. Sennilega getur Alþýðusambandið knúið með verkföllum fram kauphækkanir i þessum mán- uði. En slikir samningar yrðu sama vitleysan og samningarnir i fyrra. Viðskiptajöfnuðurinn gagnvart útlöndum mundi aftur sporðreisast með nýjum gengislækkunum og endurtekningu á geð- veikis-verðbólgu undanfarinna ára. Allir mundu tapa á sliku. — JK Innrás í Suður- Kóreu óráðleg eins og háttar Forseti Suður-Kóreu hefur oftar en einu sinni sent' skriðdreka inn f höfuðborgina Seoul til að framfylgja herlögum. Enginn má mótmæla Eftir að kommúnistar náðu Víetnam og Kambódíu á sitt vald veltu menn því mikið fyrir sér hvar þeir myndu nú næst hefja sókn. Það er sam- dóma álit að Laos og Thai- land séu ofarlega á listan- um og svo auðvitað Suður- Kórea. Kim II Sung, forseti Norður-Kóreu, tók mikinn fjörkipp þegar byssurnar þögnuðu loksins f Víetnam og það kom í Ijós hver hafði unnið. Sung hefur um margra ára skeið heitið landsmönnum sinum sameiningu Norður- og Suður- Kóreu og liklega hefur hann talið að nú væri hans timi loksins kom- inn. Hann hoppaði þegar upp i næstu flugvél til Kina, til að biðja um aðstoð. En hann varð fyrir miklum vonbrigðum. Kinverjar tóku honum kurteislega eins og þeirra er von og visa, en þeir létu hann ákveðið skilja að þeir hefðu engan áhuga á hernaðarævintýr- um i bili. Schlesinger stórorður Það eru margar ástæður fyrir þvi að það væri skynsamlegast af Kim II Sung að láta nágranna sina i suðri i friði enn um sinn. Ein ástæðan er sú að Bandarikin hafa gefið um það mjög skorin- orðar yfirlýsingar að þrátt fyrir hrakfarir i Vietnam myndu þau undir engum kringumstæðum liða að gerð yrði árás á Kóreu. James Schlesinger, varnar- málaráðherra, gekk svo langt að segja að Bandarikin myndu hik- laust beita öllum sinum hernaðarmætti til að verja Suður- Kóreu ef árás yrði gerð á landið. Allt aörar aðstæður Það er litill vafi á að Bandarik- in, með aðstoð hers Suður-Kóreu myndu vinna slikt strið, jafnvel þótt Kinverjar kæmu Norður- Kóreu til hjálpar eins og þeir gerðu i nóvember 1950. Bæði landslag i Suður-Kóreu og svo hið pólitiska ástand þar eru gerólik þvi sem var i Vietnam. Meiriháttar skæruliðaaðgerðir eins og stundaðar voru i Vietnam eru þvi ekki mögulegar og á opn- um vigvelli mætti Norður-Kórea sin ekki mikils gegn hernaðar- mætti Bandarikjanna. Þar að auki er her Suður-Kóreu gerólikur hinum vietnamska. Hann er stór og frábærlega vel þjálfaður enda var borið mikið lof á þær hersveitir sem S-Kórea sendi til Vietnam á sinum tima. Kínverjar ófúsir til hjálpar Einna alvarlegast fyrir Kim II Sung er þó að það er næstum hægt að slá þvi alveg föstu að Kina myndi ekki koma honum til hjálpar. Þvert á móti eru Kin- verjar mikið á móti öllu hernaðarbrölti i Kóreu. Ekki er þetta þó vegna þess að Kinverjar hafi breytt þeirri skoð- un sinni að Suður-Kórea eigi að vera i búðum kommúnista. Brezka timaritið „The Econom- ist” gefur þrjár góðar ástæður fyrir tregðu Kinverja. I fyrsta lagi væri þá heldur betur úr sög- unni batnandi sambúð þeirra við Bandarikin og sú „vernd” sem það hefur gefið gegn Rússum. I einræðisstjórn hans. Her Suöur-Kóreu er mjög harð- snúinn: froskmenn á æfingu. öðru lagi yrðu hverskonar hernaðaraðgerðir af Kóreu hálfu til að auka mjög hlut Rússa, vopn og ráðgjafar myndu streyma þangað og i þriðja lagi er óliklegt að Japan myndi hika lengur við að afla sér kjarnorkuvopna. Þar ofan á myndi svo bætast mann- tjón og hættan á eyðingu Kina. Kim II Sung getur beðið Economist telur þó óþarfa fyrir Sung að örvænta. Hann hefur a.m.k. eina góða ástæðu til að vera vongóður um að hann muni að lokum ná takmarki sinu. Sú ástæða er herra Park Chung Hee, forseti Suður-Kóreu. Park hefur til hinsýtrastanotað sér striðsótt- ann sem greip um sig i Suður- Kóreu við fall Vietnam. Hann hef- ur notað striðshættuna til að rétt- læta hrottalegar aðgerðir sinar gegn hverjum þeim sem vogar sér að vera honum ósammála i einhverju. Hann hefur enn hert tök sin á fjölmiðlum og voru þau þó nógu þétt fyrir. Bardagafýsi Bandaríkjanna getur minnkað Meðan Park Chung Hee heldur áfram að stjórna eins og versti harðstjóri hefur Kim II Sung tim- ann fyrir sér. Bandarikjamenn kunna i dag að vera óðfúsir að sýna heiminum að þeir séu ennþá harðir i horn að taka, þrátt fyrir Vietnam. Mayagues atvikið sýnir það. En þegar frá liður er hætt við að þingið verði ekki jafn fúst og áður til að styðja við bakið á mjög svo ólýðræðislegri stjórn sem þar að auki er gerspillt. Park Chung Hee er þvi trompið i hendi Kim II Sungs.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.